MINITALIA
  • HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • MATUR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • VÍN
    • VÍNHÉRUÐ ÍTALÍU >
      • SIKILEY
      • PIEMONTE
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • RAUÐVÍN
    • HVÍTVÍN
    • KOKTEILAR
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • LÍFSTÍLLINN
  • UM OKKUR

AREZZO - SJARMERANDI BORG Í HJARTA TOSKANA

9/26/2018

0 Comments

 
Arezzo er dásamleg borg í Toskana sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja. Borgin fellur oft í skuggann af öðrum borgum héraðsins, t.d. Flórens, Siena og Lucca, en gefur þeim að mörgu leyti ekkert eftir. Í dag er borgin þekkt fyrir allar sínar óteljandi kirkjur, fjölmörgu söfn, skemmtilegu hefðir og ekki síst fyrir sjálft hjarta borgarinnar, Piazza Grande.
Picture
Óendanlegt úrval á antikmarkaði
Í Arezzo er haldinn risastór antikmarkaður á aðaltorgi borgarinnar, Piazza Grande, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Þar gefur að líta gríðarlegt úrval af fjölbreyttum antikmunum og telja sölubásarnir nokkur hundruð á góðum degi sem teygja sig inn í hliðargötur allt um kring.
 
Giostra del Saracino
Arezzo skiptist frá gamalli tíð upp í fjögur hverfi og hvert þeirra hefur sitt lið í burtreiðum sem etja kappi sín á milli tvisvar á ári, annars vegar í júní og hins vegar í september. Öllum er fúlasta alvara og strangar æfingar eiga sér stað allt árið um kring. Burtreiðarnar eru haldnar á Piazza Grande og laða til sín marga áhugasama áhorfendur, bæði heimamenn og ferðamenn úr öllum áttum. Þessi hefð skapaðist á 17. öld og voru burtreiðarnar í upphafi heræfingar sem hafa með tíð og tíma þróast út í það að vera sýning á háttum fyrri alda.
Picture
Aperitivo í hávegum haft
Aperitivo, þ.e. einn drykk fyrir kvöldmat, er tekið virkilega alvarlega í Arezzo en þar má sjá alla bari borgarinnar fyllast af fólki rétt fyrir kvöldmat. Hvað er betra en að fá sé einn drykk og mögulega smá matarbita með til að seðja sárasta hungrið. Í borginni má finna urmul af flottum börum, allir eiga sinn uppáhalds og njóta þess að vera fastagestir.
 
Sviðsmynd La Vita é Bella
Arezzo er sviðsmyndin í mörgum af frægustu senum ítölsku óskarsverðlaunamyndarinnar La Vita é Bella með Roberto Benigni í aðalhlutverki, t.d. á Piazza Grande var tekið upp hið fræga reiðhjólaatriði myndarinnar.
Picture
Helstu söfn og merkisstaðir borgarinnar
Piazza Grande er hjartað í borginni, umkringt glæsilegum byggingum frá öllum hliðum. Í borginni má finna óendanlega fjölda af kirkjum og myndi það æra óstöðugan að fara að telja þær allar upp. En rómverska kirkjan Santa Maria della Piave gengur undir nafninu „Hundraðholuturninn“ vegna þess gríðarlegs fjölda glugga sem hana prýðir og í Basilica di San Francesco ásamt í dómkirkju Arezzo má finna gríðarlega fallegar ferskur eftir sjálfan Piero della Francesca. Að auki má nefna Casa Vasari sem geymir í dag safn og býr yfir ferskum eftir hann sjálfan, Giorgio Vasari, og vígið Fortezza Medicea en ofan af veggjum þess er hægt að sjá yfir alla borgina. Í Arezzo má finna fjölmörg söfn og má þar nefna Museum of Medieval and Modern Art sem staðsett er í Palazzo della Dogana sem geymir fjölmörg meistarverk, allt frá miðöldum til dagsins í dag.
 
Geggjuð staðsetning
Arezzo er virkilega vel staðsett upp á að dagseferðir til allra átta, t.d. má auðveldlega skreppa í dagsferðir til Flórens, Perugia, Cortona, Siena og smáríkisins San Marino.

Í hnotskurn má segja að Arezzo er dásamleg borg í hjarta Toskana sem hefur upp á að margt að bjóða og ekki skemmir fyrir að staðsetning er frábær þar sem stutt er í allar áttir.
0 Comments

AMALFI - HEILLANDI ÞORP MEÐ SÍN SÓLRÍKU TORG OG LITLA STRÖND

9/10/2018

0 Comments

 
Amalfi er lítið og sjarmerandi þorp á Amalfí-ströndinni sem laðar til sín fjöldan allan af ferðamönnum á hverju ári, sérstaklega vinsæll áfangastaður meðal Ítala. Amalfí er þekkt fyrir flottan arkitektúr. Í Amalfí er dásamlegt að ganga um þröngar göturnar, upplifa stemminguna, kíkja á sjarmerandi ströndina eða kíkja í pínulitla fjallgöngu og njóta útsýnisins yfir bæði landið og miðin.
Picture
Amalfi á sér mikla sögu en Amalfi var á öldum áður eitt af fjórum valdamestu sjóveldum Ítalíu ásamt Pisa, Genóa og Feneyjum. Amalfi var höfuðborg hertogans af Amalfi og bjuggu þar á þeim tíma u.þ.b. 70.000 manns. Þrátt fyrir að það hafi eitt sinn búið 70.000 manns í þessu litla þorpi sem hægt er að ganga endilangt á u.þ.b. 20 mínútum þá telja íbúar þess í dag einungis rúmlega 7.000 manns.
Picture
Í dag er Amalfi heillandi þorp með sín sólríku torg, sjarmerandi götur og litlu ströndina sem einfaldlega öskrar á mann. Amalfi er þekkt fyrir að vera mikið sælkeraþorp og hvergi betra að snæða dásamlega fiskmáltíð á litlu veitingahúsi ásamt glasi af limoncello.
0 Comments

MINORI - DÁSAMLEGT STRANDÞORP MEÐ EKTA ÍTALSKRI STEMMNINGU

9/4/2018

0 Comments

 
Minori er lítið þorp á Amalfi-ströndinni eins og nafn þess gefur til kynna en „minori“ þýðir einmitt „lítill“ á tungumáli innfæddra. Minori er í einugis 3,5 km fjarlægð frá þorpinu Amalfi og í einungis 45 mínútur göngufæri frá Ravello. Minori er vinsæll áfangastaður ferðamanna og þá er hann virkilega vinsæll á meðal Ítala. Minori er einhvern veginn svo ekta, hefur hvorki gleymt rótum sínum né uppruna.
Picture
Líkt og stóru grannarnir í Amalfi var Minori öflug skipasmíðamiðstöð hér á öldum áður. Í dag er Minori rólegur, sjarmerandi og pínulítið gamaldags ferðamannastaður. Í Minori er lítil strönd þar sem hægt er að flatmaga undir sólhlíf eða njóta mannlífsins á göngu eftir ströndinni. Í Minori má finna það allra besta í mat og drykk sem Amalfi-ströndin hefur upp á að bjóða. Minori hefur oft verið nefnt Città del Gusto, eða Borg bragðlaukanna, og er sérstaklega þekkt fyrir pastagerð en saga pastagerðar í þorpinu nær allt aftur til miðalda. Endilega að kíkja við á Sal de Riso og gæða sér á fallegri köku eða ómótstæðilegum ítölskum gelato.
Picture
Að koma til Minori er líkt og hverfa aftur til gamalla tíma, líkt og stemmingin var á Amalfi-ströndinni fyrir nokkrum áratugum. Í Minori svífur yfir vötnum þessi ekta ítalska stemming sem er svo dásamleg.
0 Comments

CAPRI - MÖGULEGA FEGURSTA EYJA VERALDAR

8/27/2018

0 Comments

 
Eyjan Capri er sko falleg – svakalega falleg. Það væri svo sannarlega mikil synd að heimsækja Amalfi-ströndina án þess að gera sér ferð út í hina gullfallegu eyju, Capri, sem verið hefur áfangastaður ferðamanna allt frá rómverskum tímum. Þrátt fyrir smæð sína hefur Capri upp á mikið að bjóða en þar eru t.d. hvorki fleiri en færri en tólf kirkjur og sjö söfn ásamt miklum fjölda af merkilegum minnismerkjum.
Picture
Það muna náttúrulega allir eftir laginu um Katarínu sem Haukur Morthens gerði óhemju vinsælt á síðustu öld. Ljóðið orti Davíð Stefánsson, kenndur við Fagraskóg, um stúlku sem hann heillaðist af á Capri, eyjunni fögru.
 
En nú verð ég að kveðja Capri
og Katarínu litlu í dag.
Horfa mun ég út til eyjar
einn um næsta sólarlag.
Picture
Fjölsóttasti áfangastaður eyjarinnar er án vafa Grotta Azzurra sem er gríðarstór hellir sem  að stórum hluta er undir yfirborði sjávar. Grotta Azzurra er 60 metrar á lengd og 25 metrar á breidd en einungis er hægt að komast inn í hellirinn þegar sjórinn er stilltur þar sem opið inn í hann er aðeins tveir metrar á breidd og einn meter á hæð. Grotta Azzurra uppgötvaður af erlendum ferðamönnum á nítjándu öld og er nafn hans dregið af lit á sjávarins þegar sólarljósið skín í gegnum hellirinn.
Picture
Miðja eyjarinnar, bæði landfræðilega og félagsfræðilega, er hið sjarmerandi torg, Piazza Umberto í bænum Capri sem gengur oft undir nafninu La Piazzetta eða „litla torgið“. Torgið hefur alla tíð verið aðalstaðurinn á Carpi til þess að sýna sig og sjá aðra, allt frá upphafsárum Capri. Ákveðinn upphafspunktur, bæði fyrir innfædda og líka ferðamenn, áður en lengra er haldið. Á eyjunni fögru má finna fjölmarga veitingastaði og kaffihús ásamt fjölda allan af verslunum. Endilega athugið að verðin geta sumstaðar verið í hærri kantinum.
Picture
Capri er dásamleg eyja sem allir verða að heimsækja, einhvern tímann um ævina. Eyjan hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða, hvort sem við erum að tala um t.d. kokkteil á La Piazzetta, bátsferð í kringum eyjuna, horfa á sólina sökkva ofan í Miðjarðarhafið eða rómantískan kvöldverð með geggjuðu útsýni yfir landið og miðin.
0 Comments

POSITANO - SJARMERANDI FISKIÞORP MEÐ STÓRBROTNU ÚTSÝNI

8/14/2018

1 Comment

 
Positano er lítið en óendanlega sjarmerandi fiskiþorp við Amalfi-ströndina með stórbrotnu útsýni. Það er óviðjafnanleg sjón að sjá litrík húsin hangandi utan í hlíðunum og kirkju þorpsins staðsetta í hjarta þess, alveg niður við strönd. Positano laðar til sín endalausan fjölda ferðamanna, allan ársins hring.
Picture
Positano var ósköp venjulegt fiskiþorp við Amalfi-ströndina um miðja síðustu öld en í kjölfar þess að rithöfundurinn John Steinbeck skrifaði söguna „Positano bites deep“ þá öðlaðist þorpið gríðarlega vinsældir á meðal sólþyrstra ferðamanna. Steinbeck skrifaði „þessa draumastaður er einhvern vegin ekki raunverulegur á meðan á dvöl manns stendur en verður síðan svo óendanlega raunverulegur eftir að maður hefur yfirgefið hann".
Picture
Positano er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna frá öllum heimshornum. Þetta er sjarmerandi fiskiþorp með sín litríku hús og sína gullfallegu kirkju, Collegiata di Santa Maria Assunta, í hjarta bæjarins. Ströndin í þorpinu, Spiaggia Grande, er ein sú allra lengsta á Amalfi-ströndinni, u.þ.b. 300 metra löng, og kallar einhvern vegin á mann að leggjast flatur í sólina og panta sér kokkteil.

Það er einfaldlega gott að heimsækja Positano og njóta hinnar víðfrægu gestrisni og óendanlegum sjarma heimamanna.

1 Comment

RAVELLO - GULLFALLEGT ÞORP MEÐ ÓVIÐJAFNANLEGU ÚTSÝNI

8/14/2018

0 Comments

 
Saga þessa litla þorps við Amalfi-ströndina nær allt aftur til 6. aldrar sem skipar því veglegan sess í sögu þessa svæðis. Í dag telja íbúarnir einungis 2.500 en þeir margfaldast yfir sumartímann þegar mikill fjöldi ferðamanna heimsækir heim þetta fallega þorp á Amalfí-ströndinni.
Picture
Ravello var mjög vinsælt á árum áður hjá fræga og ríka fólkinu, sérstaklega listamönnum, tónlistarmönnum og rithöfundum. Meðal fastagesta í þorpinu má nefna fólk á borð við Giovanni Boccaccio, Virginia Wolf, Greta Garbo, Joan Mirò, Tennesse Williams, Jacqueline Kennedy og Richard Wagner. En þess má geta að allt frá árinu 1953 hefur verið haldin tónlistarhátíð Í Ravello til heiðurs Richard Wagner.

Ravello er gullfallegur bær sem laðar til sín ótal ferðamenn, 
hvaðanæva úr heiminum, á ári hverju. Þar drýpur fegurðin af hverju strái og útsýnið hreint stórbrotið.
0 Comments

VERSLUNARBORGIN TÓRÍNÓ - KLASSÍSK EN Á SAMA TÍMA FRAMÚRSTEFNULEG

4/11/2018

0 Comments

 
Borgin Tórínó hefur á sér tvær hliðar, önnur er hefðbundin og klassísk, mjög elegant, á meðan hin er ung, svöl og nýjungagjörn. Þessar tvær hliðar endurspeglast í verslunum borgarinnar sem eru allt frá því að vera hefðbundnar klæðskeraverslanir yfir í framúrstefnulegar og mjög nútímalegar þemaverslanir. Borgin hefur þar af leiðandi eitthvað fyrir alla, út um allt og allt um kring.
Picture
Helstu verslunargötur borgarinnar
Breiðgatan Via Roma er aðal verslunargata borgarinnar þar sem glæsileg súlnagöngin og glæsilegar byggingar setja mark sitt á þessa mögnuðu götumynd. Via Roma liggur frá Piazza Castello og sem leið liggur að garðinum Giardino Sambuy þar sem má finna aðal lestarstöð borgarinnar, Porta Nuova. Við Via Roma má finna t.d. verslunarkeðjurnar COS, Other Stories, Benetton, H&M, Zara, Nespresso í bland við hátískuverslanir á borð við Max Mara, Gucci, Salvatore Ferragamo, Hermès og stórverslunina San Carlo dal 1973. Í nágrenni við Via Roma má finna verslunargötuna Via Lagrange þar sem má finna verslanir vörumerkja á borð við Prada, Miu Miu, Lacoste og stórverslunina Rinacente Torino.
Picture
Að auki má benda á verslunargötuna Via Garibaldi sem liggur út frá Piazza Castello líkt og Via Roma. en þar má finna verslanir á borð við MAC, Footlocker, Sephora, Superga og Kappa.

Stórverslanir borgarinnar
Í Tórínó má finna þrjár stórverslanir, í fyrsta lagi er það San Carlo dal 1973, í öðru lagi Top Ten og sú þriðja og síðasta hitir Rinacente Torino. San Carlo dal 1973 er bæði hefðbundin og nútímaleg á sama tíma en þar að finna tískufatnað ásamt fylgihlutum. Top Ten er aftur á móti mjög nútímaleg, bæði þegar litið er til útlits verslunarinnar og þeirra vörumerkja sem þar er að finna. Að lokum er það Rinacente Torino sem stórverslun sem býður upp á breitt úrval af alþjóðlegum vörumerkjum, hvort heldur sem við erum um tískufatnað, fylgihluti eða hönnunarvörur fyrir heimilið.

Sælkeraverslunin Eataly
Ein stórkostlegasta sælkeraverslun veraldar, Eataly, er í Tórínó, staðsett við Vi Nizza 230 en um er að ræða fyrstu verslunina í þessari keðju sem opnuð var en hefur á undanförnum árum farið sigurför um heiminn. Eataly er mögulega besta matvöruverslun veraldar og er í rauninni svo ótrúlega ólík öðrum matvöruverslunum. Þarna getur maður fundið dásamlegt úrval af sælkeravörum, allt frá trufflusveppum til súkkulaðis og allt þar á milli. Allar vörurnar eru upprunavottaðar og nánast allt framleitt af litlum og meðalstórum framleiðendum. Inn í versluninni er að finna u.þ.b.  tíu veitingastaði sem endurspegla sem endurspegla það besta úr hinu ítalska eldhúsi. Það er svo sannarlega þess virði að upplifa hinu einu sönnu Eataly.
Picture
Súkkulaðiverslanir borgarinnar
Í Tórínó hefur lengi verið mikil ástríða fyrir súkkulaði og var borgin lengi miðstöð súkkulaðigerðar í Evrópu. Súkkulaðiverslunin Confetteria Stratta opnaði við Piazza San Carlo árið 1836 en einnig er vert að minnast á súkkulaðiverslanir á borð við Guido Gobino og Peyrano.
Picture
Gullfallegar sérverslanir
Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á minni og sértækari verslunum er að finna verslanir á borð við Verdellilla, Bagni Paloma. Verslunin Verdellilla er falin inn í garði, bak við skyggt glerhlið, býður upp á mikið úrval af fatnaði ungum og efnilegum hönnuðum, bæði ítölskum hönnuðum sem og alþjóðlegum. Bagni Paloma er konsept verslun þar sem þú finnur ekki endilega það sem þú ert að leita að en finnur svo margt annað í staðin sem oft er svo miklu betra.
 
Endalausir markaðir
Tórínó er þekkt fyrir sína fjölmörgu útimarkaði þar sem hægt er að finna nánast allt sem hugurinn girnist og oft hægt að gera kjarakaup.
 
Sá langfrægasti er Porta Palazzo sem staðsettur er á Piazza della Republica. Porta Palazzo er gríðarlega stór markaður, sá stærsti í Evrópu, og hægt er að vafra um tímunum saman og virða fyrir sér endalaust úrvalið.
 
Annan hvern sunnudag er haldinn antíkmarkaður sem ber nafnið Gran Balon og er sá stærsti sinnar tegundir í heiminum. Úrvalið er gríðarlegt og hægt að gera reyfarakaup.
 
Morgunmarkaðurinn í Crocetta, rétt við Corso Duca degli Abruzzi, býður upp á frábært úrval af fatnaði, töskum og skóm. Í þessu flotta hverfi þorir engin að bjóða upp á neitt nema 100% hönnunarvörur og hægt að treysta því að um sé að ræða rétta hlutinn.
Picture
0 Comments

PORTOFINO - ÓENDANLEGA FALLEGUR BÆR VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ

3/14/2018

0 Comments

 
Portofino er lítið fiskiþorp á ítölsku rivíerunni sem er einn af eftirlætis áfangastöðum ríka og fræga fólksins. Þetta er í raun agnarsmár en óendanlega fallegur bær í kringum litla höfn sem er pökkuð af snekkjum af glæsilegri gerðinni, ásamt miklu úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum sem eru þétt setin af ríka og fræga fólkinu ásamt urmul af svokölluðum „paparazzi“ allt um kring.  Hinir svokölluðu „paparazzi“ hafa það eina hlutverk að ná krassandi ljósmyndum af gestum staðarins í þeirri von að selja þær til slúðurblaða víða um heim. Í þessum pínulitla bæ má finna mikið úrval af hátískuverslunum og er fjöldi þeirra í hróplegu ósamræmi við fjölda íbúa en vegna fjölda efnaðra ferðamanna lifa þær góðu lífi í þessum fallega bæ.
Picture
Vinsældir Portofino jukust sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar kvikmyndastjörnurnar frá Hollywood fóru að eyða þar sumarfríum sinum og varð bærinn mikilvægur hluti af „La Dolce Vita“. Frægt varð þegar Elizabeth Taylor og Richard Burton trúlofuðu sig á svölunum á Hótel Splendido í Portofino en þess má geta að Elizabeth Taylor sumarfríum í Portofino með öllum sínum fjórum eiginmönnum.

Í nágrenni við Portofino má finna dásamlega bæi á borð við Santa Margherita Ligure, Camogli, Rapallo og ekki má gleyma San Fruttuoso, litlu víkinni sem margir telja vera einn fallegasta staðinn við allt Miðjarðarhafið.
Picture
Í hnotskurn er Portofino óendanlega fallegur bær með úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum og ennfremur stutt í margar af perlum ítölsku riveríunnar, t.d. Santa Margherita Ligure, Camogli, Rapallo og San Fruttuoso.
0 Comments

FEGURÐ FENEYJA ER ÓMÆLANLEG - SJÁLF DROTTNING ADRÍAHAFSINS

2/22/2018

1 Comment

 
Feneyjar eru stórbrotnar í allri sinni fegurð, oft kölluð „La Regina dell‘Adriatico“ eða drottning Adríahafsins. Það er hrein upplifun að sigla niður Canale Grande og virða fyrir sér stórhýsi og glæsihallir liðinna tíma, kíkja í kaffi á eitt af aldagömlu kaffihúsunum við Markúsartorg og dást að stórfenglegum byggingum á borð við Markúsarkirkju, Hertogahöllina og klukkuturninn Il Campanile.
Picture
Feneyjar eru reistar á 118 smáeyjum og á milli þeirra eru u.þ.b. 180 síki með um 400 brýr sem tengja eyjarnar saman. Flestir ferðast á milli borgarhluta með almenningsbátum, svokölluðum „vaporetti“ þó Feneyjar séu ögn frægari fyrir gondólana sína sem löngum hafa verið ímynd rómantíkur.  Hægt er að kaupa ferðakort sem gildir ótakmarkað í almenningsbátana í ákveðinn tíma, hægt er að fá frá dagspassa upp í vikupassa. Á sama stað er einnig hægt að kaupa fyrirfram aðgang m.a. að ýmsum söfnum og kirkjum á Venizia Unica.
Eitt vinsælasta karnival veraldar er haldið árlega í Feneyjum en það var fyrst haldið árið 1162. Litríkir og glæsilegir búningar þátttakenda eru víðfrægir og þá sérstaklega grímurnar sem þátttakendur nota til að hylja andlit sín.
La Biennale di Venezia, eða Feneyjartvíæringurinn, er ein þekktasta hátíð á sviði lista- og arkitektúrs í heiminum en þar á listagyðjan á sviðið á oddaárum en arkitektúr á þeim sléttu. Á Feneyjartvíæringnum 2009 sló Ragnar Kjartansson rækilega í gegn með verkinu The End þar sem hann málaði listamanninn og vin sinn, Pál Hauk Björnsson sem sat fyrir, íklæddur svartri Speedo sundskýlu með bjór við hönd.
Minitalia mælir með að fara til Feneyja að vori eða hausti en forðast þennan svokallaða háannatíma. Sneiðið hjá dagsferðum og bókið eina til tvær nætur á litlu sjarmerandi hóteli í hliðargötu. Njótið sólarupprásar og sólarlags á þessum stórfenglega stað.
Picture
1 Comment

PARMA - heillandi háskólaborg við rætur Appennínafjalla

2/13/2018

0 Comments

 
Parma er 200.000 manna borg, staðsett er í hinu frjósama landbúnaðarhéraði Emilia-Romagna. Borgin Parma er fræg fyrir hráskinkuna sína, parmesanostinn, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring. Parma er fyrrum höfuðborg samnefnds hertogadæmis við rætur Appennínafjalla. Borgin er í dag mikil háskólaborg og er þar að finna einn elsta skóla heims, Universitá degli Studi di Parma, sem stofnaður var árið 1117. Áin Parma rennur í gegnum borgina og skiptir henni upp í tvo hluta áður hún sameinast sjálfri Pó eftir að hafa runnið í makindum sínum í gegnum borgina.

Helstu merkisstaðir borgarinnar:
Á torginu Piazza Duomo er að finna dómkirkju borgarinnar ásamt skírnarhúsi. Skírnarhúsið, Battestero di Parma, var hannað af Benedetto Antelami og er byggt úr bleikum marmara sem virðist breyta um lit eftir því hvernig sólin skín. Það er upplifun að skoða hinar gullfallegu freskur sem prýða dómkirkjuna eftir endurreisnarmálarann Antonio da Correggio.
Picture
Museo Glauco Lombardi er áhugavert safn um ævi Maria Luigia sem var önnur eiginkona Napóleon Bonaparte, virkilega persónulegt safn sem nær að fanga ævi þessarar hæfileikaríku konu.

Museo Glauco Lombardi er áhugavert safn sem er tileinkað ævi Marie Louise, hertogaynju af Parma og eiginkonu Napóleon Bonaparte. Þetta er persónulegt safn sem lýsir á áhugaverðan hátt ævi þessarar hæfileikaríku konu sem fékk yfirráð yfir Parma við skilnað hennar við Napóleon Bonaparte árið 1815.

Á hinu sögufræga torgi, Piazza Giuseppe Garibaldi, má í dag finna úrval af verslunum og veitingahúsum. Á þessu torgi má ennfremur finna hallirnar Palazzo del Governatore og Palazzo del Municipio.
Picture
Palazzo della Pilotta er nefnd í höfuðið á baskneskum boltaleik sem iðulega var leikinn í einum af görðunum sem þar er að finna. Höllin sem byggð var árið 1583 hýsir í dag fjölmargar menningarstofnanir, m.a. fornminjasafn, listasafn, listaskóla og síðast en alls ekki síst hið fræga leikhús borgarinnar, Teatro Farnese.
 
Ef gengið er frá Palazzo della Pilotta og yfir brúnna sem ber nafnið Ponte Giuseppe Verdi kemur maður inn í gríðarstóran almenningsgarð, Parco Ducale sem tilheyrði hertogahöllinni sem þar stendur, Palazzo Ducale.
Picture
Teatro Regio di Parma heitir hið glæsilega óperuhús borgarinnar sem tekur 1.400 manns í sæti. Framkvæmdir við húsið hófust árið 1821 en það var tekið í notkun árið 1829. Ástríðufullir óperuunnendur í Parma eru gagnrýnir á óperuna sína og láta skoðun sína ávalt í ljós, hver sem hún er. Ennfremur er haldin óperuhátíð til heiðurs Guiseppe  Verdi í október á hverju ári, sem stendur frá upphafi mánaðarins og allt til enda hans.

Borgin er endalaus matarkista guðdómlegra hráefna
Parma er staðsett á frjósömu landbúnaðarsvæði á Ítalíu og þaðan eru upprunnin mörg af bestu hráefnum ítalskrar matargerðar sinn, t.d. parmaskinkan fræga ásamt endalausu úrvali af pylsum og öðru kjötmeti og parmesanostinn þekkja allir. Það verður enginn svikinn af sælkeraferð til þessarar yndislegu borgar.
Picture
Rússibanareið fyrrum stórveldis
Í borginni er að finna knattspyrnufélagið Parma Calcio sem hefur á undanförnum áratugum unnið sína stærstu sigra á knattspyrnuvellinum en líka tapað mörgum af sínum stærstu orustum. Félagið varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum og sent niður í lægstu deild ítalskrar knattspyrnu. Nú er félagið að rísa úr öskustónni og mun að öllum líkindum spila á meðal hinna bestu innan fárra missera. Miklir snillingar hafa spilað með félaginu á undanförnum árum og áratugum og má þar nefna Hernan Crespo, Gianfranco Zola, Fabio Cannavaro og síðast en ekki síst hinn síungi Gianluigi Buffon.
Parma er í hnotskurn heillandi háskólaborg sem er þekktust fyrir góðan mat, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring.
0 Comments
<<Previous
    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is