Borgin Tórínó hefur á sér tvær hliðar, önnur er hefðbundin og klassísk, mjög elegant, á meðan hin er ung, svöl og nýjungagjörn. Þessar tvær hliðar endurspeglast í verslunum borgarinnar sem eru allt frá því að vera hefðbundnar klæðskeraverslanir yfir í framúrstefnulegar og mjög nútímalegar þemaverslanir. Borgin hefur þar af leiðandi eitthvað fyrir alla, út um allt og allt um kring.
Helstu verslunargötur borgarinnar
Breiðgatan Via Roma er aðal verslunargata borgarinnar þar sem glæsileg súlnagöngin og glæsilegar byggingar setja mark sitt á þessa mögnuðu götumynd. Via Roma liggur frá Piazza Castello og sem leið liggur að garðinum Giardino Sambuy þar sem má finna aðal lestarstöð borgarinnar, Porta Nuova. Við Via Roma má finna t.d. verslunarkeðjurnar COS, Other Stories, Benetton, H&M, Zara, Nespresso í bland við hátískuverslanir á borð við Max Mara, Gucci, Salvatore Ferragamo, Hermès og stórverslunina San Carlo dal 1973. Í nágrenni við Via Roma má finna verslunargötuna Via Lagrange þar sem má finna verslanir vörumerkja á borð við Prada, Miu Miu, Lacoste og stórverslunina Rinacente Torino.
Breiðgatan Via Roma er aðal verslunargata borgarinnar þar sem glæsileg súlnagöngin og glæsilegar byggingar setja mark sitt á þessa mögnuðu götumynd. Via Roma liggur frá Piazza Castello og sem leið liggur að garðinum Giardino Sambuy þar sem má finna aðal lestarstöð borgarinnar, Porta Nuova. Við Via Roma má finna t.d. verslunarkeðjurnar COS, Other Stories, Benetton, H&M, Zara, Nespresso í bland við hátískuverslanir á borð við Max Mara, Gucci, Salvatore Ferragamo, Hermès og stórverslunina San Carlo dal 1973. Í nágrenni við Via Roma má finna verslunargötuna Via Lagrange þar sem má finna verslanir vörumerkja á borð við Prada, Miu Miu, Lacoste og stórverslunina Rinacente Torino.
Að auki má benda á verslunargötuna Via Garibaldi sem liggur út frá Piazza Castello líkt og Via Roma. en þar má finna verslanir á borð við MAC, Footlocker, Sephora, Superga og Kappa.
Stórverslanir borgarinnar
Í Tórínó má finna þrjár stórverslanir, í fyrsta lagi er það San Carlo dal 1973, í öðru lagi Top Ten og sú þriðja og síðasta hitir Rinacente Torino. San Carlo dal 1973 er bæði hefðbundin og nútímaleg á sama tíma en þar að finna tískufatnað ásamt fylgihlutum. Top Ten er aftur á móti mjög nútímaleg, bæði þegar litið er til útlits verslunarinnar og þeirra vörumerkja sem þar er að finna. Að lokum er það Rinacente Torino sem stórverslun sem býður upp á breitt úrval af alþjóðlegum vörumerkjum, hvort heldur sem við erum um tískufatnað, fylgihluti eða hönnunarvörur fyrir heimilið.
Sælkeraverslunin Eataly
Ein stórkostlegasta sælkeraverslun veraldar, Eataly, er í Tórínó, staðsett við Vi Nizza 230 en um er að ræða fyrstu verslunina í þessari keðju sem opnuð var en hefur á undanförnum árum farið sigurför um heiminn. Eataly er mögulega besta matvöruverslun veraldar og er í rauninni svo ótrúlega ólík öðrum matvöruverslunum. Þarna getur maður fundið dásamlegt úrval af sælkeravörum, allt frá trufflusveppum til súkkulaðis og allt þar á milli. Allar vörurnar eru upprunavottaðar og nánast allt framleitt af litlum og meðalstórum framleiðendum. Inn í versluninni er að finna u.þ.b. tíu veitingastaði sem endurspegla sem endurspegla það besta úr hinu ítalska eldhúsi. Það er svo sannarlega þess virði að upplifa hinu einu sönnu Eataly.
Stórverslanir borgarinnar
Í Tórínó má finna þrjár stórverslanir, í fyrsta lagi er það San Carlo dal 1973, í öðru lagi Top Ten og sú þriðja og síðasta hitir Rinacente Torino. San Carlo dal 1973 er bæði hefðbundin og nútímaleg á sama tíma en þar að finna tískufatnað ásamt fylgihlutum. Top Ten er aftur á móti mjög nútímaleg, bæði þegar litið er til útlits verslunarinnar og þeirra vörumerkja sem þar er að finna. Að lokum er það Rinacente Torino sem stórverslun sem býður upp á breitt úrval af alþjóðlegum vörumerkjum, hvort heldur sem við erum um tískufatnað, fylgihluti eða hönnunarvörur fyrir heimilið.
Sælkeraverslunin Eataly
Ein stórkostlegasta sælkeraverslun veraldar, Eataly, er í Tórínó, staðsett við Vi Nizza 230 en um er að ræða fyrstu verslunina í þessari keðju sem opnuð var en hefur á undanförnum árum farið sigurför um heiminn. Eataly er mögulega besta matvöruverslun veraldar og er í rauninni svo ótrúlega ólík öðrum matvöruverslunum. Þarna getur maður fundið dásamlegt úrval af sælkeravörum, allt frá trufflusveppum til súkkulaðis og allt þar á milli. Allar vörurnar eru upprunavottaðar og nánast allt framleitt af litlum og meðalstórum framleiðendum. Inn í versluninni er að finna u.þ.b. tíu veitingastaði sem endurspegla sem endurspegla það besta úr hinu ítalska eldhúsi. Það er svo sannarlega þess virði að upplifa hinu einu sönnu Eataly.
Súkkulaðiverslanir borgarinnar
Í Tórínó hefur lengi verið mikil ástríða fyrir súkkulaði og var borgin lengi miðstöð súkkulaðigerðar í Evrópu. Súkkulaðiverslunin Confetteria Stratta opnaði við Piazza San Carlo árið 1836 en einnig er vert að minnast á súkkulaðiverslanir á borð við Guido Gobino og Peyrano.
Í Tórínó hefur lengi verið mikil ástríða fyrir súkkulaði og var borgin lengi miðstöð súkkulaðigerðar í Evrópu. Súkkulaðiverslunin Confetteria Stratta opnaði við Piazza San Carlo árið 1836 en einnig er vert að minnast á súkkulaðiverslanir á borð við Guido Gobino og Peyrano.
Gullfallegar sérverslanir
Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á minni og sértækari verslunum er að finna verslanir á borð við Verdellilla, Bagni Paloma. Verslunin Verdellilla er falin inn í garði, bak við skyggt glerhlið, býður upp á mikið úrval af fatnaði ungum og efnilegum hönnuðum, bæði ítölskum hönnuðum sem og alþjóðlegum. Bagni Paloma er konsept verslun þar sem þú finnur ekki endilega það sem þú ert að leita að en finnur svo margt annað í staðin sem oft er svo miklu betra.
Endalausir markaðir
Tórínó er þekkt fyrir sína fjölmörgu útimarkaði þar sem hægt er að finna nánast allt sem hugurinn girnist og oft hægt að gera kjarakaup.
Sá langfrægasti er Porta Palazzo sem staðsettur er á Piazza della Republica. Porta Palazzo er gríðarlega stór markaður, sá stærsti í Evrópu, og hægt er að vafra um tímunum saman og virða fyrir sér endalaust úrvalið.
Annan hvern sunnudag er haldinn antíkmarkaður sem ber nafnið Gran Balon og er sá stærsti sinnar tegundir í heiminum. Úrvalið er gríðarlegt og hægt að gera reyfarakaup.
Morgunmarkaðurinn í Crocetta, rétt við Corso Duca degli Abruzzi, býður upp á frábært úrval af fatnaði, töskum og skóm. Í þessu flotta hverfi þorir engin að bjóða upp á neitt nema 100% hönnunarvörur og hægt að treysta því að um sé að ræða rétta hlutinn.
Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á minni og sértækari verslunum er að finna verslanir á borð við Verdellilla, Bagni Paloma. Verslunin Verdellilla er falin inn í garði, bak við skyggt glerhlið, býður upp á mikið úrval af fatnaði ungum og efnilegum hönnuðum, bæði ítölskum hönnuðum sem og alþjóðlegum. Bagni Paloma er konsept verslun þar sem þú finnur ekki endilega það sem þú ert að leita að en finnur svo margt annað í staðin sem oft er svo miklu betra.
Endalausir markaðir
Tórínó er þekkt fyrir sína fjölmörgu útimarkaði þar sem hægt er að finna nánast allt sem hugurinn girnist og oft hægt að gera kjarakaup.
Sá langfrægasti er Porta Palazzo sem staðsettur er á Piazza della Republica. Porta Palazzo er gríðarlega stór markaður, sá stærsti í Evrópu, og hægt er að vafra um tímunum saman og virða fyrir sér endalaust úrvalið.
Annan hvern sunnudag er haldinn antíkmarkaður sem ber nafnið Gran Balon og er sá stærsti sinnar tegundir í heiminum. Úrvalið er gríðarlegt og hægt að gera reyfarakaup.
Morgunmarkaðurinn í Crocetta, rétt við Corso Duca degli Abruzzi, býður upp á frábært úrval af fatnaði, töskum og skóm. Í þessu flotta hverfi þorir engin að bjóða upp á neitt nema 100% hönnunarvörur og hægt að treysta því að um sé að ræða rétta hlutinn.