VÍNGERÐIN Í ÚMBRÍA
Þrátt fyrir að vínframleiðslan í Umbria sé takmörkuð að magni þá eru gæðin svo sannarlega til staðar. Umbria er, líkt og Lazio og Marche, þekktast fyrir hvítvínin sín sem sum hver eru í hópi þeirra bestu á Ítalíu. Þekktustu vín héraðsins eru hvítu Orvieto vínin sem framleidd eru í kringum samnefnda borg og eru framleidd bæði þurr og sæt. Orvieto vínin eru framleidd að meginhluta úr þrúgunum Trebbiano Toscano (40-60%) sem oft er kölluð Procania af héraðsbúum, og Verdello (15-25%) en auk þeirra er að finna þrúgurnar Grechetto, Canaiolo Bianco og/eða Malvasia Toscana.
Rauðvínin eru ekki mjög þekkt fyrir utan héraðið en eru mörg hver góð og hafa verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum. Þrátt fyrir að héraðið sé þekktast fyrir hvítvín eru bæði DOCG vín héraðsins rauð, annars vegar Sagrantino di Montefalco og hins vegar Torgiano Rosso Riserva.
Þrátt fyrir að vínframleiðslan í Umbria sé takmörkuð að magni þá eru gæðin svo sannarlega til staðar. Umbria er, líkt og Lazio og Marche, þekktast fyrir hvítvínin sín sem sum hver eru í hópi þeirra bestu á Ítalíu. Þekktustu vín héraðsins eru hvítu Orvieto vínin sem framleidd eru í kringum samnefnda borg og eru framleidd bæði þurr og sæt. Orvieto vínin eru framleidd að meginhluta úr þrúgunum Trebbiano Toscano (40-60%) sem oft er kölluð Procania af héraðsbúum, og Verdello (15-25%) en auk þeirra er að finna þrúgurnar Grechetto, Canaiolo Bianco og/eða Malvasia Toscana.
Rauðvínin eru ekki mjög þekkt fyrir utan héraðið en eru mörg hver góð og hafa verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum. Þrátt fyrir að héraðið sé þekktast fyrir hvítvín eru bæði DOCG vín héraðsins rauð, annars vegar Sagrantino di Montefalco og hins vegar Torgiano Rosso Riserva.