MOLISE - MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR
Molise er næst minnsta hérað Ítalíu og að auki það yngsta en það varð til þegar Abruzzo og Molise var skipt upp í tvö aðskilin héruð árið 1963. Molise er rúmlega 4.400 ferkílómetrar að stærð og íbúafjöldinn er um 330.000 sem er áþekkur fjöldi og við Íslendingar. Héraðið skiptist í tvær sýslur, annars vegar Isernia og hins vegar Camposasso. Höfuðborg héraðsins heitir einnig Camposasso. Héraðið liggur að Abruzzo í norðri, Lazio í vestri, Campania í suðri, Puglia í austri og ennfremur hefur héraðið stutta strandlengju við Adríahafið.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Agnone - Campobasso - Capracotta - Frosolone - Isernia - Matese Mountains - Sepino High Plain - Termoli - Venafro - Vinchiaturo
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Molise er landbúnaðarhérað en er einnig með töluverða sauðfjárrækt. Matargerðin í Molise er undir töluverðum áhrifum frá nágrannahéruðunum, t.d. Abruzzo og Puglia, og eru sumir réttirnir í Molise svipaðir og í nágrannahéruðunum og sumir eru nákvæmlega þeir sömu. En það hafa ekki orðið eins miklar breytingar á matarmenningu í Molise líkt annars staðar á Ítalíu. Brauð, vín og olía er uppistaðan í matargerðinni en framleiðsla á ólífuolíu er aðal iðnaður héraðsins. Ennfremur er rauður chillipipar mikið notaður í matargerð líkt og í öðrum héruðum á Suður-Ítalíu. Aftur á móti borða íbúar Molise lítið af kjöti en þá helst lamba- og svínakjöt sem grillað hefur verið yfir opnum eldi og borið fram án sósa eða meðlætis.
Molise er þekkt um alla Ítalíu fyrir gott pasta, góða ólífuolíu, trufflur og margar tegundir af pylsum. Mjólkurafurðir eru mjög vinsælar í Molise og þá sérstaklega ostarnir Caciocavallo og Stracciata frá Agnone og Alto Molise.
Molise er þekkt um alla Ítalíu fyrir gott pasta, góða ólífuolíu, trufflur og margar tegundir af pylsum. Mjólkurafurðir eru mjög vinsælar í Molise og þá sérstaklega ostarnir Caciocavallo og Stracciata frá Agnone og Alto Molise.
VÍNGERÐ MOLISE
Molise er eitt minnsta víngerðarhérað Ítalíu ásamt Valle d’Aosta. Þrátt fyrir smæðina hafa vín verið framleidd í héraðinu síðan 500 fyrir krist. Molise eignaðist sín tvö fyrstu DOC-svæði á áttunda áratug síðustu aldar, annars vegar Biferno og hins vegar Pentro di Isernia. Síðan þá hafa Molise og Tintilia bæst í hóp DOC-svæða í Molise.