FRIULI VENEZIA GIULIA - FALLEGAR STRENDUR OG MIKIL FJALLASÝN
Í Friuli-Venezia Giulia, þessu fallega héraði, eru hinar fallegu strendur Adríahafsins í suðri og tilkomumikil fjallasýn í norðri en þrátt fyrir það er héraðið nær ókannað svæði af ferðamönnum. Héraðið er staðsett í norðaustur hluta landsins, liggur að Austuríki í norðri, Slóveníu í austri, Veneto í vestri og að Adríahafi í suðri. Héraðið er 7.900 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir telja um 1,2 milljónir. Það skiptist í fjórar sýslur: Pordenone, Udine, Gorozia og Triest sem geymir höfuðborg héraðsins, Trieste. Friuli-Venezia Giulia er eitt fimm sjálfsstjórnarhéruðum Ítalíu ásamt Sardiníu, Sikiley, Trentino- Alto Adige og Valle d’Aosta. Héraðið varð til við sameiningu héraðsins Friuli annars vegar og Venezia Giulia hins vegar, bæði með sína eigin sögu, hefðir og einkenni.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
TRIESTE - GULLFALLEG BORG MEÐ MIKINN SJARMA
Trieste er tiltölulega lítil borg með rúmlega 205 þúsund íbúa og auðvelt að komast um hana á tveimur jafnfljótum. Borgin er róleg með afslöppuðu andrúmslofti. Trieste er falleg borg með mikilfenglegum byggingum, stóru torgum og breiðu götum. Stórfenglegt útsýni, bæði til hafs og upp til fjalla. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Aquileia - Arta Terme - Carnia - Cividale del Friuli - Gorizia - Grado - Palmanova - Piancavallo - Sacile - Sauris - Udine - Val Resia
Trieste er tiltölulega lítil borg með rúmlega 205 þúsund íbúa og auðvelt að komast um hana á tveimur jafnfljótum. Borgin er róleg með afslöppuðu andrúmslofti. Trieste er falleg borg með mikilfenglegum byggingum, stóru torgum og breiðu götum. Stórfenglegt útsýni, bæði til hafs og upp til fjalla. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Aquileia - Arta Terme - Carnia - Cividale del Friuli - Gorizia - Grado - Palmanova - Piancavallo - Sacile - Sauris - Udine - Val Resia
Eldhús héraðsins
Matargerð Friuli-Venezia Giulia er undir miklum áhrifum frá Veneto en einnig frá Austurríki, Ungverjalandi, Slóveníu og Króatíu. En héraðið er þekkt fyrir nauta-, svína- og mjólkurafurðir sínar, að auki sækja íbúar héraðsins allar mögulegar tegundir sjávarfangs í Adríahafið. Héraðið er víðfrægt fyrir
hráskinkuna sína, San Danielle Prociutto, sem íbúar héraðsins telja vera þá bestu í heimi en framleiðslan er einskorðuð við 27 bændur í bænum San Danielle. Ennfremur er héraðið þekkt fyrir ostinn Montasio sem nefndur er eftir hæsta tindi héraðsins, Monte Montasio.
Mikið er um pottrétti sem oftast eru bornir fram ásamt polenta sem gerð er úr maísmjöli. Maís er aðalkorntegundin í héraðinu en að auki eru baunir mikið notaðar ásamt ávöxtum og grænmeti. Margir af sérréttum héraðsins einkennast af kryddi, súrsætum sósum og þurrkuðum ávöxtum. Þessu er oft blandað saman við pasta, hrísgrjón og polenta og eru ásamt súrsætum súpum mjög algengir sem fyrstu réttir máltíðar í Friuli-Venezia Giulia. Gnocchi er ennfremur einn af sérréttum héraðsins, gerður úr m.a. kartöflum, kúrbít eða þurru brauði.
Íbúar héraðsins hafa vissulega sæta tönn þar sem þar er að finna mörg af bestu kökuhúsum Ítalíu sem bjóða upp á úrval af bestu kökum, strudel, búðingum og bökum héraðsins.
hráskinkuna sína, San Danielle Prociutto, sem íbúar héraðsins telja vera þá bestu í heimi en framleiðslan er einskorðuð við 27 bændur í bænum San Danielle. Ennfremur er héraðið þekkt fyrir ostinn Montasio sem nefndur er eftir hæsta tindi héraðsins, Monte Montasio.
Mikið er um pottrétti sem oftast eru bornir fram ásamt polenta sem gerð er úr maísmjöli. Maís er aðalkorntegundin í héraðinu en að auki eru baunir mikið notaðar ásamt ávöxtum og grænmeti. Margir af sérréttum héraðsins einkennast af kryddi, súrsætum sósum og þurrkuðum ávöxtum. Þessu er oft blandað saman við pasta, hrísgrjón og polenta og eru ásamt súrsætum súpum mjög algengir sem fyrstu réttir máltíðar í Friuli-Venezia Giulia. Gnocchi er ennfremur einn af sérréttum héraðsins, gerður úr m.a. kartöflum, kúrbít eða þurru brauði.
Íbúar héraðsins hafa vissulega sæta tönn þar sem þar er að finna mörg af bestu kökuhúsum Ítalíu sem bjóða upp á úrval af bestu kökum, strudel, búðingum og bökum héraðsins.
Víngerð héraðsins
Friuli-Venezia Giulia er þekktast fyrir hvítvínin sín, þ.á.m. DOCG-vínin Colli Orientali del Friuli Picolit, Ramandolo og Lison. Í Friuli-Venezia Giulia eru framleitt vín úr mörgum þrúgum, t.d. Tocai Friuliano, Chardonnay, Müller-Thurgau, Pinot Bianco, Pinot Grigio, Ribolla Gialla, Riesling Italiaco and Riesling Renano, Sauvignon Blanc, Traminer Aromatico, Verduzzo and Malvasia Istriana. Þrátt fyrir að héraðið sé þekktast fyrir hvítvín er inn á milli hægt að finna virkilega góð rauðvín sem eru framleitt úr þrúgum á borð við Cabernet Franc, Cabernet Sauvignon, Collio, Collio Cabernet, Merlot, Pignolo, Pinot Nero, Refosco dal Peduncolo Rosso, Schioppettino, Tazzelenghe, and Terrano.