SIKILEY - STÆRSTA EYJA MIÐJARÐARHAFSINS
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins en hún er tæplega 26 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli og er íbúafjöldinn um 5 milljónir. Höfuðborg héraðsins heitir Palermo og eru sýslur héraðsins þær Agrigento, Caltanissetta, Catania, Enna, Messina, Palermo, Ragusa, Siracusa og Trapani. Nágrannahérað Sikileyjar nefnist Calabria en einungis 3 km. aðskilja héruðin þar sem styðst er á milli bakka Messinaskurðsins. Aðrar helstu borgir héraðsins eru Palermo, Catania, Messina og Siracusa.
Sikiley á einstaklega ríka sögu og menningu og þá sérstaklega á sviði lista, tónlistar, bókmennta, matargerðar, víngerðar og arkitektúrs. Hagkerfi Sikileyjar byggist á landbúnaði og þá sérstaklega á appelsínu- og sítrónurækt. Á undanförnum árum og áratugum hefur ferðamannastraumur til eyjarinnar aukist mikið og erlendir ferðamenn eru farnir að meta hinar stórkostlegu sveitir Sikileyjar í enn ríkara mæli.
Sikiley er þekkt um allan heim fyrir að vera heimili margra stórfenglegustu eldfjalla veraldar. Þeirra þekktast er Etna sem rís 3.320 metra upp úr jörðinni nálægt borginni Catania á austurhluta eyjarinnar. Etna er talið vera virkasta eldfjall veraldar í dag. Önnur eldfjöll eru Stromboli sem er virk eldstöð og Vulcano, Vulcanello og Lipari sem allt eru sofandi eldstöðvar.
Sikileyska mafían, Cosa Nostra, hefur leikið stórt hlutverk í daglegu lífi á Sikiley síðan um miðja 19. öld. Stríð Cosa Nostra gagnvart yfirvöldum náði hámarki árið 1998 þegar embættismennirnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino voru teknir af lífi fyrir utan Palermo. Sá atburði hratt af stað miklum mótmælum almennings og hafa yfirvöld í kjölfarið þrengt mikið að starfsemi Cosa Nostra.
Sikiley á einstaklega ríka sögu og menningu og þá sérstaklega á sviði lista, tónlistar, bókmennta, matargerðar, víngerðar og arkitektúrs. Hagkerfi Sikileyjar byggist á landbúnaði og þá sérstaklega á appelsínu- og sítrónurækt. Á undanförnum árum og áratugum hefur ferðamannastraumur til eyjarinnar aukist mikið og erlendir ferðamenn eru farnir að meta hinar stórkostlegu sveitir Sikileyjar í enn ríkara mæli.
Sikiley er þekkt um allan heim fyrir að vera heimili margra stórfenglegustu eldfjalla veraldar. Þeirra þekktast er Etna sem rís 3.320 metra upp úr jörðinni nálægt borginni Catania á austurhluta eyjarinnar. Etna er talið vera virkasta eldfjall veraldar í dag. Önnur eldfjöll eru Stromboli sem er virk eldstöð og Vulcano, Vulcanello og Lipari sem allt eru sofandi eldstöðvar.
Sikileyska mafían, Cosa Nostra, hefur leikið stórt hlutverk í daglegu lífi á Sikiley síðan um miðja 19. öld. Stríð Cosa Nostra gagnvart yfirvöldum náði hámarki árið 1998 þegar embættismennirnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino voru teknir af lífi fyrir utan Palermo. Sá atburði hratt af stað miklum mótmælum almennings og hafa yfirvöld í kjölfarið þrengt mikið að starfsemi Cosa Nostra.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Etna, virkasta eldfjall Evrópu, er á austurströnd Sikileyjar. Það er nauðsynlegur viðkomustaður allra þeirra sem vilja kynnast eyjunni til hlítar. Stórkostleg eldgos liðinna alda hafa myndað einstakt landslag sem dregur að sér ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum.
Við strendur Sikileyjar liggja margar litlar og dásamlegar eyjar og er þar fremst í flokki eyjaklasinn Aeolian Islands sem er á heimsminjaskr UNESCO. Eyjaklasinn samanstendur af sjö eyjum - Lipari, Vulcano, Stromboli, Salina, Filicudi, Alicudi og Panarea. Mikil fegurð einkennir eyjarnar og er tilvalið að kafa í leit að hinum fjölmörgu hellum meðfram ströndinni, flatmaga á litlum ströndum þar sem hafið er kristaltært og njóta gómsætra rétta heimamanna, þ.á.m. fjölmargra fiskrétta þeirra.
Fornminjasvæðið í nágrenni Agrigento er líka skráð á heimsminjaskrá UNESCO en þar er hið fræga Valle di Templi, umkringt af grænum ólífutrjám, sítrónutrjám og vínekrum.
Taormina er undurfallegt lítið þorp með stórkostlegu landslagi sem hrífur mann á allan hátt og lætur öll skynfæri manns fara á fulla ferð, hvort sem um er að ræða sjón, heyrn, bragð eða snertingu.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Acireale - Egadi Islands - Enna - Lampedusa - Madonie Park - Marsala - Mozia - Nicosia - Noto - Pachino - Pantelleria - Pantalica - Ragusa - Salina - San Vito Lo Capo - Segesta - Siracusa - Zafferana Etnea
Við strendur Sikileyjar liggja margar litlar og dásamlegar eyjar og er þar fremst í flokki eyjaklasinn Aeolian Islands sem er á heimsminjaskr UNESCO. Eyjaklasinn samanstendur af sjö eyjum - Lipari, Vulcano, Stromboli, Salina, Filicudi, Alicudi og Panarea. Mikil fegurð einkennir eyjarnar og er tilvalið að kafa í leit að hinum fjölmörgu hellum meðfram ströndinni, flatmaga á litlum ströndum þar sem hafið er kristaltært og njóta gómsætra rétta heimamanna, þ.á.m. fjölmargra fiskrétta þeirra.
Fornminjasvæðið í nágrenni Agrigento er líka skráð á heimsminjaskrá UNESCO en þar er hið fræga Valle di Templi, umkringt af grænum ólífutrjám, sítrónutrjám og vínekrum.
Taormina er undurfallegt lítið þorp með stórkostlegu landslagi sem hrífur mann á allan hátt og lætur öll skynfæri manns fara á fulla ferð, hvort sem um er að ræða sjón, heyrn, bragð eða snertingu.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Acireale - Egadi Islands - Enna - Lampedusa - Madonie Park - Marsala - Mozia - Nicosia - Noto - Pachino - Pantelleria - Pantalica - Ragusa - Salina - San Vito Lo Capo - Segesta - Siracusa - Zafferana Etnea
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Matargerðin í Sikiley er að sjálfsögðu ítölsk í grunninn þó hún hafi orðið fyrir áhrifum fjölmargra þjóða eins og Grikkja, Spánverja og Araba. Á Sikiley er framleitt mikið magn af korni, ólífum, vínberjum, möndlum, pistasíuhnetum, fíkjum, þistilhjörtum, sítrónum, appelsínum sem og ýmsu grænmeti. Að auki framleiða íbúar eyjunnar belgbaunir og kapers, en þó í mun minna mæli. Þrátt fyrir að tómatar, laukur, kúrbítur, kapers, hvítlaukur, spergilkál, paprika og blómkál sé mikið notað hráefni á eyjunni þá er eggaldin allra vinsælasta hráefni eyjarinnar. Voru það Arabar sem fyrstir komu með eggaldin til Ítalíu, nánar tiltekið til Sikileyjar. Á eyjunni eru því til fjársjóðir uppskrifta þar sem uppistaðan er eggaldin og má þar helst nefna Spaghetti alla Norma sem nefnt var í höfuðið á tónskáldinu Bellini sem fæddist í Catania á Sikiley.
Einnig er mikið neytt af fiski á borð við túnfisk, barra og sverðfisk og þá gjarnan með kúskús sem meðlæti. En þrátt fyrir hin miklu erlendu áhrif er pasta þó grunnefni í matargerð Sikileyinga ásamt sósum sem gerðar eru úr fiski og grænmeti. Við rætur eldfjallanna, þar sem jarðvegurinn er ákaflega næringarríkur, hefur framleiðsla landbúnaðar verið mikil. Hefur það leitt til þess að neysla á kjöti hefur ekki verið mikil á eyjunni og eru margir af þekktustu réttum eyjunnar því grænmetisréttir.
Einnig er mikið neytt af fiski á borð við túnfisk, barra og sverðfisk og þá gjarnan með kúskús sem meðlæti. En þrátt fyrir hin miklu erlendu áhrif er pasta þó grunnefni í matargerð Sikileyinga ásamt sósum sem gerðar eru úr fiski og grænmeti. Við rætur eldfjallanna, þar sem jarðvegurinn er ákaflega næringarríkur, hefur framleiðsla landbúnaðar verið mikil. Hefur það leitt til þess að neysla á kjöti hefur ekki verið mikil á eyjunni og eru margir af þekktustu réttum eyjunnar því grænmetisréttir.
Víngerð héraðsins
Á Sikiley þekur vínviður meira svæði en í nokkru öðru héraði Ítalíu og hafa þeir betur í harðri baráttu við Puglia. En þrátt fyrir slíkt drekka íbúar eyjunnar minna magn af víni en aðrir þegnar Ítalíu.
Á Sikiley er framleitt mikið magn af rúsínum úr vínberjaframleiðslunni og eru þær mikið notaðar í eldamennsku eyjaskeggja en vínberjaframleiðslan spilar líka stórt hlutverk í framleiðslu stórgóðra eftirréttavín og má þar til að mynda nefna hin heimsfrægu Marsala-vín. Framleiðsla eftirréttavína telur um 90% af heildarframleiðslu á DOC-vínum á Sikiley en þrátt fyrir það má ekki líta framhjá mörgum stórgóðum vínum, bæði rauðvínum og hvítvínum, sem framleidd eru um alla Sikiley, bæði af stórum sem og litlum framleiðendum. Í dag er framleitt mun meira af hvítvínum á Sikiley en af rauðvíni en síðustu árin hefur framleiðsla rauðvína aukist á kostnað þeirra hvítu. Miklar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum og hefur framboðið af góðum vínum aukist jafnframt því sem eftirtektarverðir vínframleiðendur hafa komið fram á hverju ári. Sumir ganga svo langt að segja að Sikiley sé svar Evrópu við vínunum frá nýja heiminum. Ennfremur hefur verið mikið um fjárfestingar í vínrækt á Sikiley á undanförnum árum og hafa bæði innlendir og erlendir aðilar hafa verið að leggja fjármagn til greinarinnar.
Á Sikiley er framleitt mikið magn af rúsínum úr vínberjaframleiðslunni og eru þær mikið notaðar í eldamennsku eyjaskeggja en vínberjaframleiðslan spilar líka stórt hlutverk í framleiðslu stórgóðra eftirréttavín og má þar til að mynda nefna hin heimsfrægu Marsala-vín. Framleiðsla eftirréttavína telur um 90% af heildarframleiðslu á DOC-vínum á Sikiley en þrátt fyrir það má ekki líta framhjá mörgum stórgóðum vínum, bæði rauðvínum og hvítvínum, sem framleidd eru um alla Sikiley, bæði af stórum sem og litlum framleiðendum. Í dag er framleitt mun meira af hvítvínum á Sikiley en af rauðvíni en síðustu árin hefur framleiðsla rauðvína aukist á kostnað þeirra hvítu. Miklar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum og hefur framboðið af góðum vínum aukist jafnframt því sem eftirtektarverðir vínframleiðendur hafa komið fram á hverju ári. Sumir ganga svo langt að segja að Sikiley sé svar Evrópu við vínunum frá nýja heiminum. Ennfremur hefur verið mikið um fjárfestingar í vínrækt á Sikiley á undanförnum árum og hafa bæði innlendir og erlendir aðilar hafa verið að leggja fjármagn til greinarinnar.