VÍNGERÐ VENETO
Veneto er eitt mesta vínræktarhérað landsins, bæði þegar litið til magns og gæða, en þaðan koma fræg vín á borð við Valpolicella, Bardolino og Soave. Garganega og Trebbiano eru helstu þrúgurnar á bak við hvítvín héraðsins á meðan þrúgurnar Corvina, Molinara og Rondinella eru á bak við megnið af rauðvínunum.
Vínin frá svæðinu Valpolicella í kringum Verona eru líklega þekktustu vín héraðsins, gerð úr þrúgunum Corvina, Molinara og Rondinella. Þetta eru yfirleitt létt, ávaxtarík og þægileg vín. Úr sömu þrúgum eru framleidd vín sem kallast Amarone della Valpolicella og Recioto della Valpolicella. Þá eru þrúgurnar ýmist sólþurrkaðar eða þurrkaðar í sérstökum húsum í nokkra mánuði og að því loknu pressaðar. Ef vínið er sætt þá kallast það Recioto della Valpolicella en upphaflega voru þessi vín talin vera mislukkuð tilraun til að búa til Amarone della Valpolicella en með tíð og tíma hafa þessi vín öðlast sinn sess og litið á þau sem ákveðna tegund. En aftur á móti ef sykurinn er látinn gerjast að fullu verður til hið kröftuga Amarone della Valpolicella. Valpolicella Ripasso er venjulegt Valpolicella blandað berjahrati frá framleiðslu Amarone della Valpolicella, nokkurs konar litli bróðir Amarone della Valpolicella.
Frá nágrenni bæjarins Bardolino á austurströnd Lago di Garda koma samnefnd vín úr sömu þrúgum og Valpolicella, þ.e. corvina, Molinaro og Rondinella. Í dag mega vínin frá Bardolino innihalda þrúgur á borð við Barbera, Sangiovese, Marzemino, Merlot og Cabernet Sauvignon að hámarki 20%. Vínin frá Bardolino eru létt og ávaxtarík líkt og vínin frá Valpolicella.
Frá bænum Soave og nágrenni koma samnefnd hvítvín sem eru að öllum likindum þau frægustu á Ítalíu. Þetta eru létt, fersk og ávaxtarík vín sem framleidd eru úr þrúgunni Garganega að lágmarki 70% á móti þrúgum á borð við Chardonnay og Verdicchio. Að auki koma frá Soave sætvín sem kallast Recioto di Soave og eru gerð úr hvítum þrúgum sem hafa verið þurrkaðar í nokkrar vikur.
Frá Veneto koma að auki létt og ávaxtarík freyðivín sem kallast Prosecco og eru framleitt úr samnefndri þrúgu sem stundum gengur undir nafninu Glera. Þetta geta verið virkilega góð freyðivín á viðráðanlegu verði sem eru tilvalin til að skála í við góð tækifæri.
Hér fyrir neðan eru umfjallanir um nokkur góð vín frá Veneto sem eru í sölu hér á landi.
Veneto er eitt mesta vínræktarhérað landsins, bæði þegar litið til magns og gæða, en þaðan koma fræg vín á borð við Valpolicella, Bardolino og Soave. Garganega og Trebbiano eru helstu þrúgurnar á bak við hvítvín héraðsins á meðan þrúgurnar Corvina, Molinara og Rondinella eru á bak við megnið af rauðvínunum.
Vínin frá svæðinu Valpolicella í kringum Verona eru líklega þekktustu vín héraðsins, gerð úr þrúgunum Corvina, Molinara og Rondinella. Þetta eru yfirleitt létt, ávaxtarík og þægileg vín. Úr sömu þrúgum eru framleidd vín sem kallast Amarone della Valpolicella og Recioto della Valpolicella. Þá eru þrúgurnar ýmist sólþurrkaðar eða þurrkaðar í sérstökum húsum í nokkra mánuði og að því loknu pressaðar. Ef vínið er sætt þá kallast það Recioto della Valpolicella en upphaflega voru þessi vín talin vera mislukkuð tilraun til að búa til Amarone della Valpolicella en með tíð og tíma hafa þessi vín öðlast sinn sess og litið á þau sem ákveðna tegund. En aftur á móti ef sykurinn er látinn gerjast að fullu verður til hið kröftuga Amarone della Valpolicella. Valpolicella Ripasso er venjulegt Valpolicella blandað berjahrati frá framleiðslu Amarone della Valpolicella, nokkurs konar litli bróðir Amarone della Valpolicella.
Frá nágrenni bæjarins Bardolino á austurströnd Lago di Garda koma samnefnd vín úr sömu þrúgum og Valpolicella, þ.e. corvina, Molinaro og Rondinella. Í dag mega vínin frá Bardolino innihalda þrúgur á borð við Barbera, Sangiovese, Marzemino, Merlot og Cabernet Sauvignon að hámarki 20%. Vínin frá Bardolino eru létt og ávaxtarík líkt og vínin frá Valpolicella.
Frá bænum Soave og nágrenni koma samnefnd hvítvín sem eru að öllum likindum þau frægustu á Ítalíu. Þetta eru létt, fersk og ávaxtarík vín sem framleidd eru úr þrúgunni Garganega að lágmarki 70% á móti þrúgum á borð við Chardonnay og Verdicchio. Að auki koma frá Soave sætvín sem kallast Recioto di Soave og eru gerð úr hvítum þrúgum sem hafa verið þurrkaðar í nokkrar vikur.
Frá Veneto koma að auki létt og ávaxtarík freyðivín sem kallast Prosecco og eru framleitt úr samnefndri þrúgu sem stundum gengur undir nafninu Glera. Þetta geta verið virkilega góð freyðivín á viðráðanlegu verði sem eru tilvalin til að skála í við góð tækifæri.
Hér fyrir neðan eru umfjallanir um nokkur góð vín frá Veneto sem eru í sölu hér á landi.