HÉRUÐ ÍTALÍU - ENDALAUS FJÖLBREYTNI ÞESSA DÁSAMLEGA LANDS
Ítalía skiptist upp í 20 héruð sem eru að mörgu leyti ólík sín á milli, hvert þeirra með ákveðna landfræðilega sérstöðu sem endurspeglast ólíkri matar- og vínmenningu. Allt þetta gerir það að verkum að Ítalía er óendanlega fjölbreytt land serm hefur upp á svo ótal margt að bjóða.
Margir kannast við héruð á borð við Toskana, Piemonte, Lígúría og Campania en færri kannast við óþekktari héruð á borð við Molise, Trentino-Alto Adige. MINITALIA fjallar hér um matar- og vínmenningu þessara héraða ásamt því að benda á áhugaverða staði.