SARDINÍA - HVÍTAR STRENDUR OG GRÆNBLÁR SJÓR
Sardinía hefur tilheyrt Ítalíu síðan 1861 en fyrir þann tíma var eyjan hluti af konungsríkinu Sardiníu, eða frá 1297 til 1861. Sardinía, önnur stærsta eyjan á Miðjarðarhafinu á eftir Sikiley, er eitt af fimm sjálfstjórnarhéruðum Ítalíu. Sardinía er rúmlega 24 þúsund ferkílómetrar að stærð og íbúar eyjunnar telja hátt í 1,7 milljónir. Sardinía liggur 12 km frá frönsku eyjunni Korsíku en aftur á móti liggur Sardinía 200 km vestur af meginlandi Ítalíu. Eyjan er vogskorin með strandlengju sem er um 760 km löng og eru flestir íbúar eyjunnar búsettir á frjósamri strandlengjunni. Sardinía skiptist í 8 sýslur: Cagliari, Carbonara-Iglesias, Medio Campidano, Nuoro, Ogliastra, Olbia-Tempio, Oristano og Sassari. Höfuðborg héraðsins er Cagliari í samnefndri sýslu og eru aðrar borgir eyjunnar Sassari, Quartu Sant’Elena og Olbia.
Sardinía er klettótt og vogskorin, umkringd grænbláum sjó og hvítum ströndum. Landslag eyjunnar, einkum á Costa Esmeralda, er stórkostlegt og telst með því fegurra sem fyrirfinnst í heiminum. Undan strönd Sardiníu er að finna fjölda lítilla eyja og hólma. Má þar helst nefna Sant’Antioco og San Pietro sem liggja undan suðvestur strönd Sardiníu og bjóða þær upp á allan þann sjarma og gestrisni sem Sardinía hefur upp á að bjóða. Ef haldið er síðan inn á meginland eyjunnar þá tekur við ekki síður fallegt landslag með skógi vöxnum fjallstindum og litlum eyðimörkum þar sem finna má dádýr, villihesta og ránfugla. Enn í dag er Sardinía laus við mikla aðsókn ferðamanna.
Sardinía er klettótt og vogskorin, umkringd grænbláum sjó og hvítum ströndum. Landslag eyjunnar, einkum á Costa Esmeralda, er stórkostlegt og telst með því fegurra sem fyrirfinnst í heiminum. Undan strönd Sardiníu er að finna fjölda lítilla eyja og hólma. Má þar helst nefna Sant’Antioco og San Pietro sem liggja undan suðvestur strönd Sardiníu og bjóða þær upp á allan þann sjarma og gestrisni sem Sardinía hefur upp á að bjóða. Ef haldið er síðan inn á meginland eyjunnar þá tekur við ekki síður fallegt landslag með skógi vöxnum fjallstindum og litlum eyðimörkum þar sem finna má dádýr, villihesta og ránfugla. Enn í dag er Sardinía laus við mikla aðsókn ferðamanna.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Costa Esmeralda - Porto Rotondo - Gennargentu - Alghero - Carbonia - Carloforte - Nuoro - Ogliastra - Tempio Pausania
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Í Sardiníu hafa skapast tvær ólíkar matarhefðir sem eru annars vegar við ströndina og hins vegar inni í landinu. Matarhefðin við ströndina hefur mótast af áhrifum aðkomumanna sem fluttu með sér margvíslegar aðferðir til að gera lostæti úr matarkistunni sem umlykur eyjuna, t.d. úr humri, rækjum, smokkfisk, túnfisk, hrognum og sardínum. En þrátt fyrir hin auðugu fiskimið er hin hefðbundna matargerð íbúa Sardiníu yfirleitt ekki byggð á sjávarfangi. Upprunalegir íbúar Sardiníu voru í raun og veru fjallafólk fremur en eyjabúar sem bjuggu í hinu hrjóstruga fjallendi sem er bæði rýrt og að mestu leyti óbyggt. Margir íbúanna lifa hirðingjalífi og ala upp hjarðir svína, geita og sauðfjár og beita fénu á magurt beitilandið. Heilsteikt svín, villisvín, fasanar og lambakjöt á teini yfir opnum eldi eru algengir réttir á Sardiníu ásamt kanínum og ýmsum innmat.
Sardiníumenn nota ekki egg í pastað sitt er er gert úr hveiti, vatni, salti og ögn af saffrani. Pastað er mótað í lítil egglaga stykki sem heit malloreddus og þýðir ungkálfur upp á íslenskuna.
Á Sardiníu eru ennfremur framleiddir margir stórkostlegir ostar með Pecorino Sardo fremstan í flokki en aðrir þekktir ostar frá Sardiníu er Casizolu, Gioddu, Casu Axedu og Casu Marzu.
Sardiníumenn nota ekki egg í pastað sitt er er gert úr hveiti, vatni, salti og ögn af saffrani. Pastað er mótað í lítil egglaga stykki sem heit malloreddus og þýðir ungkálfur upp á íslenskuna.
Á Sardiníu eru ennfremur framleiddir margir stórkostlegir ostar með Pecorino Sardo fremstan í flokki en aðrir þekktir ostar frá Sardiníu er Casizolu, Gioddu, Casu Axedu og Casu Marzu.
VÍNGERÐIN Á SARDINÍU
Fjarlægðin á milli Sardiníu og meginlands Ítalíu, nánar tiltekið Toscana og Lazio, er um 200 km sem hefur gert það að verkum að það er ekki sama hefðin og vínmenningin á Sardiníu eins og t.d. í Toscana og Lazio. Það lýsir sér m.a. í því að helstu þrúgurnar sem eru mest ræktaðar á Sardiníu eru frá Spáni og Frakklandi, t.d. Cannonau, Carignan og Cabernet Sauvignon. Aftur á móti er varla hægt að finna algengar ítalskar þrúgur á borð við Sangiovese, Montepulciano, Barbera og Trebbiano en aftur á móti finnst þónokkuð af Malvasia og Vermentino. Það eru helst hvítvínin sem halda merki Sardiníu á lofti sem vínræktarhérað en þar er eitt af einungis fjórum DOCG-hvítvínssvæðum sem finnast á Ítalíu, Vermentino di
Gallura. En þrátt fyrir allt eru 19 DOC-svæði á Sardiníu sem er meira en samtals finnast í Calabria og Basilicata.
Á Sardiníu eru einnig framleidd þekkt eftirréttavín, t.d. Moscato di Sardegna og Moscato di Cagliari. Að auki kemur líkjörinn Mirto di Sardegna frá eyjunni en hann er unninn úr berjum Myrtuplöntunnar, annars vegur Mirto Rosso sem búinn er til úr berjunum og hins vegar Mirto Bianco sem er unninn úr laufblöðum plöntunnar.
Gallura. En þrátt fyrir allt eru 19 DOC-svæði á Sardiníu sem er meira en samtals finnast í Calabria og Basilicata.
Á Sardiníu eru einnig framleidd þekkt eftirréttavín, t.d. Moscato di Sardegna og Moscato di Cagliari. Að auki kemur líkjörinn Mirto di Sardegna frá eyjunni en hann er unninn úr berjum Myrtuplöntunnar, annars vegur Mirto Rosso sem búinn er til úr berjunum og hins vegar Mirto Bianco sem er unninn úr laufblöðum plöntunnar.