LÍGÚRÍA - ÍTALSKA RIVERÍAN Í ÖLLU SÍNU VELDI
Liguria liggur með ströndinni frá landamærunum Frakkland í vestur til Toscana í austur, að auki liggur héraðið að Piemonte í norðvestur og Emilia-Romagna í norðaustur. Strandlengja héraðsins er samtals 315 kílómetra löng og 5.420 ferkílómetrar að flatarmáli, þ.e. þriðja minnsta hérað landsins. Héraði skiptist í fjórar sýslur: Genoa, Imperia, La Spezia og Savona. Höfuðborg héraðsins er Genoa en aðrar helstu borgir héraðsins eru La Spezia, Savona og Imperia.
Liguria er þekkt sem ítalska ríverían vegna fjölmargra strandbæja sem þekja strandlengjuna báðum vegin við Genoa. Strandlengjan vestan við Genoa er þekkt undir nafninu Riveria di Ponente og þar eru bæir á borð við San Remo, Imperia, Alassio, Loano og Finale Liguria. Strandlengjan sem liggur austur frá Genoa er aftur á móti þekkt undir nafninu Riveria di Levante með strandbæi á borð við Camogli, Portofino, Santa Margherita Ligure, Rapallo, Sestri Levante og síðast en ekki síst hið fræga og stórkostlega fjallasvæði sem kallað er Cinque Terre.
Liguria er þekkt sem ítalska ríverían vegna fjölmargra strandbæja sem þekja strandlengjuna báðum vegin við Genoa. Strandlengjan vestan við Genoa er þekkt undir nafninu Riveria di Ponente og þar eru bæir á borð við San Remo, Imperia, Alassio, Loano og Finale Liguria. Strandlengjan sem liggur austur frá Genoa er aftur á móti þekkt undir nafninu Riveria di Levante með strandbæi á borð við Camogli, Portofino, Santa Margherita Ligure, Rapallo, Sestri Levante og síðast en ekki síst hið fræga og stórkostlega fjallasvæði sem kallað er Cinque Terre.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
CINQUE TERRE - MÖGULEGA FALLEGUSTU ÞORP VERALDAR?
Cinque Terre er nafn á fimm þorpum við ströndina vestur af La Spezia. Þorpin fimm bera nöfnin Monterosso al Mare, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore. Íbúar þorpanna munu vera samtals í kringum 6000 sem flestir starfa við ferðaþjónustu og víngerð þó einhverjir sæki atvinnu til nágrannaborganna La Spezia og Genúa. Svo miklu meira hér.
GENÓA - HEILLANDI BORG MEÐ LITLA FJÁRSJÓÐI Á BAK VIÐ HVERT EINASTA HORN
Genóa er sögufræg hafnarborg við Miðjarðarhafið, höfuðborg héraðsins Lígúría, með tæplega 600 þúsund íbúa. Borgin er löng, mjó og liðast í 30 kílómetra eftir ítölsku ríveríunni. Genóa, sem áfangastaður fyrir ferðamenn, hefur oft og iðulega verið í skugganum af borgum eins og Feneyjum og Róm þrátt fyrir glæsilega sögu, áhrifamikil kennileiti og mikla menningararfleið. Borgin hefur lengi verið kölluð „La Superba“, eða sú stolta, vegna sinnar ríku arfleiðar og glæsilegu sögu. Svo miklu meira hér.
PORTOFINO - ÓENDANLEGA FALLEGUR BÆR VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ
Portofino er lítið fiskiþorp á ítölsku rivíerunni sem er einn af eftirlætis áfangastöðum ríka og fræga fólksins. Þetta er í raun agnarsmár en óendanlega fallegur bær í kringum litla höfn sem er pökkuð af snekkjum af glæsilegri gerðinni, ásamt miklu úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum sem eru þétt setin af ríka og fræga fólkinu ásamt urmul af svokölluðum „paparazzi“ allt um kring. Svo miklu meira hér.
SAN REMO - LÍFLEGUR FERÐAMANNASTAÐUR Á ÍTÖLSKU RIVERÍUNNI
San Remo er í hnotskurn líflegur ferðamannastaður með miklu úrvali af veitingastöðum og skemmtistöðum sem opnir eru langt fram á nótt. Borgin gengur iðulega undir nafninu „Blómaborgin“ þar sem borgin er stór alþjóðlegur blómaframleiðandi. Í borginni má finna hið fræga spilavíti, Casino San Remo, ásamt því að borgin er þekkt fyrir að vera gestgjafar stærstu tónlistarhátíðar Ítalíu og lengstu hjólreiðakeppni heimi, Milano-San Remo, sem fer öll fram á einungis einum degi. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Camogli - Carro - Chiavari - Dolceaqua - Finale Ligure - Levante - Rapallo - Santa Margherita Ligure - Sestre Levante - Taggia
Cinque Terre er nafn á fimm þorpum við ströndina vestur af La Spezia. Þorpin fimm bera nöfnin Monterosso al Mare, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore. Íbúar þorpanna munu vera samtals í kringum 6000 sem flestir starfa við ferðaþjónustu og víngerð þó einhverjir sæki atvinnu til nágrannaborganna La Spezia og Genúa. Svo miklu meira hér.
GENÓA - HEILLANDI BORG MEÐ LITLA FJÁRSJÓÐI Á BAK VIÐ HVERT EINASTA HORN
Genóa er sögufræg hafnarborg við Miðjarðarhafið, höfuðborg héraðsins Lígúría, með tæplega 600 þúsund íbúa. Borgin er löng, mjó og liðast í 30 kílómetra eftir ítölsku ríveríunni. Genóa, sem áfangastaður fyrir ferðamenn, hefur oft og iðulega verið í skugganum af borgum eins og Feneyjum og Róm þrátt fyrir glæsilega sögu, áhrifamikil kennileiti og mikla menningararfleið. Borgin hefur lengi verið kölluð „La Superba“, eða sú stolta, vegna sinnar ríku arfleiðar og glæsilegu sögu. Svo miklu meira hér.
PORTOFINO - ÓENDANLEGA FALLEGUR BÆR VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ
Portofino er lítið fiskiþorp á ítölsku rivíerunni sem er einn af eftirlætis áfangastöðum ríka og fræga fólksins. Þetta er í raun agnarsmár en óendanlega fallegur bær í kringum litla höfn sem er pökkuð af snekkjum af glæsilegri gerðinni, ásamt miklu úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum sem eru þétt setin af ríka og fræga fólkinu ásamt urmul af svokölluðum „paparazzi“ allt um kring. Svo miklu meira hér.
SAN REMO - LÍFLEGUR FERÐAMANNASTAÐUR Á ÍTÖLSKU RIVERÍUNNI
San Remo er í hnotskurn líflegur ferðamannastaður með miklu úrvali af veitingastöðum og skemmtistöðum sem opnir eru langt fram á nótt. Borgin gengur iðulega undir nafninu „Blómaborgin“ þar sem borgin er stór alþjóðlegur blómaframleiðandi. Í borginni má finna hið fræga spilavíti, Casino San Remo, ásamt því að borgin er þekkt fyrir að vera gestgjafar stærstu tónlistarhátíðar Ítalíu og lengstu hjólreiðakeppni heimi, Milano-San Remo, sem fer öll fram á einungis einum degi. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Camogli - Carro - Chiavari - Dolceaqua - Finale Ligure - Levante - Rapallo - Santa Margherita Ligure - Sestre Levante - Taggia
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Liguria er eitt af frumlegustu og fjölbreyttustu eldhúsum Ítalíu. Ólíkt mörgum öðrum svæðum Ítalíu þá nota íbúar þess öll helstu hráefnin; allt kjöt, fisk, grænmeti, kryddjurtir, osta og allar aðrar mjólkurvörur.
Sjómenn sækja sjóinn í Liguria og fiskréttir héraðsins eru einfaldlega frábærir. Sjávarfangið í Liguria er bakað, ristað, notað í pastasósur og súpur, steikt og bætt út í salöt. Ferskar ansjósur eru mikið notaðar í Liguria en einnig sverðfiskur, túnfiskur, sardínur og karfi.
Kryddjurtir og grænmeti eru líka mikið notað, bæði ræktað og einnig vex það víða villt. Ekki er hægt að tala um Liguria nema minnast á pesto. Basilíka sem er uppistaðan í pesto, vex frjálst upp um allar hlíðar um allt héraðið og er basilíuilmur í lofti um alla strönd Ligúríu. Basilíkan er ræktuð var sem hægt er að koma henni fyrir og í hvaða ílátum sem er. Íbúar Genóa eru sannfærðir um að mild hafgolan sé nauðsynleg til að basilíkan fái rétta bragðið. Basilíka og aðrar kryddjurtir, t.d. rósmarín, timjan og majoram, eru notaðar í marga rétti sem eru hefðbundnir fyrir héraðið sem gefur þeim mjög afgerandi bragð.
Ólífur eru mikið ræktaðar í Liguria og eru notaðar til þess að framleiða létta, sæta ólífuolíu sem er í raun eina feitin sem notuð í eldhúsi héraðsins. Ólífuolía héraðsins er talin vera með þeirri bestu á Ítalíu.
Focaccia er upprunin frá Liguria og er talin vera tvöþúsundárum eldri en pizzan. Þrátt fyrir að svipa sterkt til pizzu telst focaccia vera brauð og er oftast krydduð með rósmarín, stundum með lauk eða tómötum. Alveg stórkostleg með heimatilbúnu pesto.
Sjómenn sækja sjóinn í Liguria og fiskréttir héraðsins eru einfaldlega frábærir. Sjávarfangið í Liguria er bakað, ristað, notað í pastasósur og súpur, steikt og bætt út í salöt. Ferskar ansjósur eru mikið notaðar í Liguria en einnig sverðfiskur, túnfiskur, sardínur og karfi.
Kryddjurtir og grænmeti eru líka mikið notað, bæði ræktað og einnig vex það víða villt. Ekki er hægt að tala um Liguria nema minnast á pesto. Basilíka sem er uppistaðan í pesto, vex frjálst upp um allar hlíðar um allt héraðið og er basilíuilmur í lofti um alla strönd Ligúríu. Basilíkan er ræktuð var sem hægt er að koma henni fyrir og í hvaða ílátum sem er. Íbúar Genóa eru sannfærðir um að mild hafgolan sé nauðsynleg til að basilíkan fái rétta bragðið. Basilíka og aðrar kryddjurtir, t.d. rósmarín, timjan og majoram, eru notaðar í marga rétti sem eru hefðbundnir fyrir héraðið sem gefur þeim mjög afgerandi bragð.
Ólífur eru mikið ræktaðar í Liguria og eru notaðar til þess að framleiða létta, sæta ólífuolíu sem er í raun eina feitin sem notuð í eldhúsi héraðsins. Ólífuolía héraðsins er talin vera með þeirri bestu á Ítalíu.
Focaccia er upprunin frá Liguria og er talin vera tvöþúsundárum eldri en pizzan. Þrátt fyrir að svipa sterkt til pizzu telst focaccia vera brauð og er oftast krydduð með rósmarín, stundum með lauk eða tómötum. Alveg stórkostleg með heimatilbúnu pesto.
VÍNGERÐ HÉRAÐSINS
Liguria liggur að tveimur af frægustu vínræktarhéruðum Ítalíu, Piemonte og Toscana. Það er í rauninni krefjandi að rækta vínvið í Liguria, jarðvegurinn er steinkenndur og landið fjalllent með bröttum klettahlíðum sem ná stundum allt að sjó. Þessar aðstæður gera það að verkum að vínakrar héraðsins eru dreifðir með takmarkaða framleiðslu og stundum einungis hægt að komast að ökrunum á bát.
Fjallshlíðarnar við ströndina eru einungis lítillega brattari en inn í landinu. Víðviður hefur verið gróðursettur upp um allar hlíðar og gegnir mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir rof í jarðveginum og skriðuföll. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur vínviður vaxið í Liguria í meira en 25 aldir og mun líklega gera um ókomna framtíð.
Liguria á nokkur DOC-svæði og er Cinque Terre DOC líklega þeirra þekktast en þar eru framleidd létt hvítvín úr ýmsum þrúgum, þ.á.m. Bosco, Albarola og Vermentino. Að auki má nefna Rossese di Dolceacqua en þar er eingöngu framleidd rauðvín, úr þrúgunni Rossese, Colli di Luni en þar eru framleidd rauðvín og hvítvín úr þrúgunum, þ.á.m. Sangiovese, Canaiolo, Ciliegiolo, Pollera Nera,Trebbiano og Vermentino og ennfrmeur Colline di Levanto en þaðan koma bæði rauðvín og hvítvín sem eru framleidd úr þrúgunum Sangiovese, Ciliegiolo, Vermentino, albarola og Bosco.
Fjallshlíðarnar við ströndina eru einungis lítillega brattari en inn í landinu. Víðviður hefur verið gróðursettur upp um allar hlíðar og gegnir mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir rof í jarðveginum og skriðuföll. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur vínviður vaxið í Liguria í meira en 25 aldir og mun líklega gera um ókomna framtíð.
Liguria á nokkur DOC-svæði og er Cinque Terre DOC líklega þeirra þekktast en þar eru framleidd létt hvítvín úr ýmsum þrúgum, þ.á.m. Bosco, Albarola og Vermentino. Að auki má nefna Rossese di Dolceacqua en þar er eingöngu framleidd rauðvín, úr þrúgunni Rossese, Colli di Luni en þar eru framleidd rauðvín og hvítvín úr þrúgunum, þ.á.m. Sangiovese, Canaiolo, Ciliegiolo, Pollera Nera,Trebbiano og Vermentino og ennfrmeur Colline di Levanto en þaðan koma bæði rauðvín og hvítvín sem eru framleidd úr þrúgunum Sangiovese, Ciliegiolo, Vermentino, albarola og Bosco.