TRENTINO - ALTO ADIGE/SUDTIROL - SANNKÖLLUÐ SKÍÐAPARADÍS
Trentino-Alto Adige/Südtirol er þekktur áfangastaður skíðafólks sem skartar heimsþekktum skíðasvæðum á borð við Madonna di Campiglio, Selva Val Gardena, Ortisei og Santa Cristina. Héraðið hefur mikið aðdráttarafl með sínar endalausu brekkur sem tengjast í einni allsherjar hringrás umkringdar stórkostlegum fjallstindum og heillandi landslagi.
Trentino-Alto Adige/Südtirol er eitt af fimm sjálfstjórnarhéruðum Ítalíu, staðsett í norðaustur hluta landsins og skiptist í tvær sýslur: Trento, með samnefnda höfuðborg héraðsins og Bolzano-Bozen. Héraðið hefur landamæri að Austuríki í norðri, Sviss í norðvestri og liggur að ítölsku héruðunum Lombardia í vestri og Veneto í suðri. Héraðið nær yfir 13.600 ferkílómetra og íbúar þess telja rúma milljón.
Trentino-Alto Adige/Südtirol er eitt af fimm sjálfstjórnarhéruðum Ítalíu, staðsett í norðaustur hluta landsins og skiptist í tvær sýslur: Trento, með samnefnda höfuðborg héraðsins og Bolzano-Bozen. Héraðið hefur landamæri að Austuríki í norðri, Sviss í norðvestri og liggur að ítölsku héruðunum Lombardia í vestri og Veneto í suðri. Héraðið nær yfir 13.600 ferkílómetra og íbúar þess telja rúma milljón.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Bolzano - Bressanone - Merano - Moena - Plan de Corones - Riva del Garda - San Martino di Castrozza - Val Gardena - Valle Isarco - Val di Non - Val Sugana
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Trentino-Alto Adige/Südtirol er mjög fjalllent svæði sem þekkt er fyrir einfalda en á sama tíma áhugaverða matargerð. Héraðið samanstendur af tveimur svæðum, annars vegar Trentino og hins vegar Alto Adige/Südtirol. Þrátt fyrir að þessi svæði eru ólík að mörgu leyti þá eiga þau margt sameiginlegt þegar kemur að matargerðinni. Matargerðin er undir töluverðum slavneskum, austurískum og ungverskum áhrifum og margir af helstu réttum héraðsins bera þýsk nöfn.
Héraðið er langþekktast fyrir Speck dell’Alto Adige sem er þurrkuð, léttreykt skinku hefur náð mikilli útbreiðslu um alla Ítalíu. Polenta er algengur réttur í héraðinu líkt og í öðrum héruðum í norður-Ítalíu en einnig er mikið um gúllas og súpur . Silungur er eldaður á allan mögulegan hátt sem er algengt hráefni ásamt villtum fuglum, kanínum og dádýrum. Að auki eru ýmsar pylsur algengar í héraðinu sem oft eru bornar fram með heimalöguðu súrkáli.
Mikið er um villtar sveppategundir í héraðinu, t.d. Porcini, Chanterelle og Chiodini, og mikil hefð fyrir að týna þá og nýta. Allir íbúar héraðsins virðast vera sérfræðingar á þessu sviði, þekkja ótal tegundir og allir eiga sínar uppáhalds. Mikill markaður tileinkaður sveppum er haldinn á sumrin og haustin í borginni Trento, höfuðborg héraðsins, þar sem hægt er að finna nokkur hundruð mismunandi tegundir af sveppum.
Í Trentino-Alto Adige/Südtirol er að finna frábær epli, Mela Val di Non, sem eru framleidd á ákveðnu svæði í 450-900 metra hæð yfir sjávarmáli en u.þ.b. 30% af eplaframleiðslu landsins kemur frá héraðinu. Nálægðin við þessi frábæru epli hefur gert það að verkum að eplabökur, strudel, og ýmsar ávaxtabökur eru
vinsælar í héraðinu.
Héraðið er langþekktast fyrir Speck dell’Alto Adige sem er þurrkuð, léttreykt skinku hefur náð mikilli útbreiðslu um alla Ítalíu. Polenta er algengur réttur í héraðinu líkt og í öðrum héruðum í norður-Ítalíu en einnig er mikið um gúllas og súpur . Silungur er eldaður á allan mögulegan hátt sem er algengt hráefni ásamt villtum fuglum, kanínum og dádýrum. Að auki eru ýmsar pylsur algengar í héraðinu sem oft eru bornar fram með heimalöguðu súrkáli.
Mikið er um villtar sveppategundir í héraðinu, t.d. Porcini, Chanterelle og Chiodini, og mikil hefð fyrir að týna þá og nýta. Allir íbúar héraðsins virðast vera sérfræðingar á þessu sviði, þekkja ótal tegundir og allir eiga sínar uppáhalds. Mikill markaður tileinkaður sveppum er haldinn á sumrin og haustin í borginni Trento, höfuðborg héraðsins, þar sem hægt er að finna nokkur hundruð mismunandi tegundir af sveppum.
Í Trentino-Alto Adige/Südtirol er að finna frábær epli, Mela Val di Non, sem eru framleidd á ákveðnu svæði í 450-900 metra hæð yfir sjávarmáli en u.þ.b. 30% af eplaframleiðslu landsins kemur frá héraðinu. Nálægðin við þessi frábæru epli hefur gert það að verkum að eplabökur, strudel, og ýmsar ávaxtabökur eru
vinsælar í héraðinu.
VÍNGERÐ HÉRAÐSINS
Í Trentino-Alto Adige/Südtirol hefur vínræktin verið í verulegri sókn á undanförnum árum og sífellt fjölgar góðum vínum frá héraðinu. Vínræktarlega séð skiptist héraðið í tvo svæði, annars vegar Trentino og hins vegar Alto Adige/Südtirol.
Í Trentino eru víða vínsamlög sem safna saman uppskeru margra bænda og framleiða mikið magn af víni sem hafa þann kost að vera mjög svipuð milli ár, bæði að bragði og karakter, dæmi um vínsamlög af þessu tagi eru Mezzacorona og Cavit. En vín frá þessum framleiðendum hafa öðlast sinn sess á markaði, bæði innanlands og utan. Í Alto Adige/Südtirol einkennist víngerðin aftur á móti af litlum fjölskyldureknum víngerðum sem selja mest af framleiðslunni sinni innanlands ásamt takmörkuðum útflutningi til Þýskalands og Austurríkis.
Það eru nokkrar tegundir af staðbundnum þrúgum í héraðinu, þ.á.m. hvíta þrúgan Nosiola og rauðu þrúgurnar Teroldego Rotoliano, Marzemino, Schiava og Lagrein. Auk þeirra eru framleidd vín í héraðinu úr þrúgum á borð við Chardonnay, Sauvignon Blanc, Cabernet Sauvignon, Merlot, Moscato, Piot Nero, Pinot Grigio og Müller-Thurgau.
Í Trentino eru víða vínsamlög sem safna saman uppskeru margra bænda og framleiða mikið magn af víni sem hafa þann kost að vera mjög svipuð milli ár, bæði að bragði og karakter, dæmi um vínsamlög af þessu tagi eru Mezzacorona og Cavit. En vín frá þessum framleiðendum hafa öðlast sinn sess á markaði, bæði innanlands og utan. Í Alto Adige/Südtirol einkennist víngerðin aftur á móti af litlum fjölskyldureknum víngerðum sem selja mest af framleiðslunni sinni innanlands ásamt takmörkuðum útflutningi til Þýskalands og Austurríkis.
Það eru nokkrar tegundir af staðbundnum þrúgum í héraðinu, þ.á.m. hvíta þrúgan Nosiola og rauðu þrúgurnar Teroldego Rotoliano, Marzemino, Schiava og Lagrein. Auk þeirra eru framleidd vín í héraðinu úr þrúgum á borð við Chardonnay, Sauvignon Blanc, Cabernet Sauvignon, Merlot, Moscato, Piot Nero, Pinot Grigio og Müller-Thurgau.