MARCHE - HRIKALEGT EN SVO FALLAGT Á SAMA TÍMA
Marche er staðsett austanmegin á stígvélinu miðju, liggur að Emilia-Romagna og San Marino í norðri, Toscana í norð-vestri, Umbria í vestri, Abruzzo og Lazio í suðri og liggur að Adríahafi í austri. Héraðið er tæplega 9.700 ferkílómetrar að stærð, strandlengjan um 173 km löng og íbúarnir telja rúmlega 1,5 milljón. Héraðið skiptist í fimm sýslur: Ancona með samnefnda höfuðborg héraðsins, Ascoli Piceno, Fermo, Macerata og Pesaro e Urbino. Mestur hluti íbúa héraðsins býr við ströndina en sveitirnar eru aftur á móti strjálbýlar. Sama má segja um ferðamennina; þeir hafa verið tíðir gestir á mjúkum og sandþöktum ströndum héraðsins en hafa verið sjaldséðari í sveitum héraðsins.
Fyrir utan tiltölulega mjóa strandlengju er héraðið hæðótt og víða þónokkuð fjalllent þar sem landslagið er hrikalegt en svo fagurt á sama tíma, hæsti tindur héraðsins er Monte Vettore sem hæsta tind (2.476 metrar yfir sjávarmáli). Sveitirnar einkennast af fjölskrúðugu dýralífi, fos-um, gljúfrum, hellum og fallegum bæjum sem eru eins og hengdir upp í hlíðarnar.
Fyrir utan tiltölulega mjóa strandlengju er héraðið hæðótt og víða þónokkuð fjalllent þar sem landslagið er hrikalegt en svo fagurt á sama tíma, hæsti tindur héraðsins er Monte Vettore sem hæsta tind (2.476 metrar yfir sjávarmáli). Sveitirnar einkennast af fjölskrúðugu dýralífi, fos-um, gljúfrum, hellum og fallegum bæjum sem eru eins og hengdir upp í hlíðarnar.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Acqualagna - Ancona - Ascoli Piceno - Camerano - Campofilone - Fano - Fermo - Fiastra - Furlo Gorge - Mogliano - Macerata - Monte Conero - Montappone - Montemonaco - Monti Sibillini - Portonovo - Offida - Osimo - Ostra - Sant'Angelo in Vado - San Ginesio - San Leo - Urbania - Urbino - Valmarecchia - Visso
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Nálægð við gjöful fiskimið og mikið úrval fisk- og skelfiskstegunda, sem margar eru sjaldgæfar, hefur gert það að verkum að tveir af aðalréttum héraðsins eru fiskisúpur, annars vegar Brodetto og hins vegar Muscioli alla marinara. Brodetto er fiskisúpa sem inniheldur hvorki meira né minna
en 14 fisktegundir, oft búin til úr því hráefni sem ekki seldist á markaðnum þann daginn og var upprunanlega dagleg máltíð margra hafnarverkamanna. Muscioli alla marinara er aftur á móti kræklingur sem settur er á pönnu og eldaður yfir eldi þar til þeir opnast, hver á fætur öðrum.
Í sveitum héraðsins er mikið um svínakjöt og telja sumir íbúar héraðsins sig vera upphafsmenn Porchetta sem er steikt beinlaust svínakjöt sem kryddað er með fennel, rósmarín, salt og pipar og ennfremur fyllt með innmat úr svínum. Það er eins og íbúar héraðsins hafi einstakan áhuga á að fylla aðalhráefnið af einhverju öðru, ekki bara svínakjöt heldur einnig kjúklingur, ólífur og ýmist fiskmeti.
Þrjár tegundir af trufflusveppum finnast í héraðinu og eru margir réttir í héraðinu þar sem þeir eru settir í öndvegi. Blómkálið frá Marche er frægt um alla Ítalíu og eins eru eplin, ferskjurnar, fíkjurnar og kirsuberin talin vera einstök að bragðgæðum.
en 14 fisktegundir, oft búin til úr því hráefni sem ekki seldist á markaðnum þann daginn og var upprunanlega dagleg máltíð margra hafnarverkamanna. Muscioli alla marinara er aftur á móti kræklingur sem settur er á pönnu og eldaður yfir eldi þar til þeir opnast, hver á fætur öðrum.
Í sveitum héraðsins er mikið um svínakjöt og telja sumir íbúar héraðsins sig vera upphafsmenn Porchetta sem er steikt beinlaust svínakjöt sem kryddað er með fennel, rósmarín, salt og pipar og ennfremur fyllt með innmat úr svínum. Það er eins og íbúar héraðsins hafi einstakan áhuga á að fylla aðalhráefnið af einhverju öðru, ekki bara svínakjöt heldur einnig kjúklingur, ólífur og ýmist fiskmeti.
Þrjár tegundir af trufflusveppum finnast í héraðinu og eru margir réttir í héraðinu þar sem þeir eru settir í öndvegi. Blómkálið frá Marche er frægt um alla Ítalíu og eins eru eplin, ferskjurnar, fíkjurnar og kirsuberin talin vera einstök að bragðgæðum.
VÍNGERÐ MARCHE
Í Marche er framleitt jafnmikið af hvítvínum og rauðvínum. Í gegnum tíðina hafa rauðvín héraðsins verið fyrirferðarmeiri en hvítvínin hafa aftur á móti notið meiri vinsælda síðustu ár. Helstu hvítvín héraðsins heita Verdicchio og eru framleidd að 85% hluta úr þrúgu með sama nafn. Helstu hvítvín héraðsins eru Verdiccho di Jesi DOCG og Verdicchio di Matelica DOCGsem smella fullkomlega með helstu réttum héraðsins, t.d. Lumache alle Nove Erbe og Brodetto di Pesce. Aðrar hvítvínstegundir eru Bianchello del Metauroog Bianco dei Colli Maceratesi DOC.
Meðal þekktra rauðvína eru vínin Rosso Conero DOC, Rosso Piceno DOC og Vernaccia di Serrapetrona DOCG ásamt Terreni di Sanseverino DOC og Lacrima di Morro d’Alba DOC.
Meðal þekktra rauðvína eru vínin Rosso Conero DOC, Rosso Piceno DOC og Vernaccia di Serrapetrona DOCG ásamt Terreni di Sanseverino DOC og Lacrima di Morro d’Alba DOC.