FLÓRENS - borgin sem oft er nefnd "La Bella", eða "Sú fagra"
Flórens, höfuðborg héraðsins Toskana, er oft nefnd „La Bella'“, eða „Sú fagra“. Borgin stendur á báðum bökkum árinnar Arno, umlukin Appennínafjöllunum. Flórens var miðstöð þróunar ítalskrar tungu, bókmennta og lista bókmennta. Í dag er Flórens talin vera ein dásamlegasta borg veraldar, bæði þegar litið er til menningar, lista og arkitektúrs.
Örlítið sögubrot
Flórens var upphaflega stofnuð sem rómversk hermannanýlenda árið 59. f.kr. Allt fram á 10. öld taldist Flórens varla nema smábær en tók þá hún að vaxa sem iðnaðar- og verslunarborg. Í upphafi 13. aldar varð Flórens að mikilvægustu borg Mið-Ítalíu og skaut þar borgunum Písa og Siena ref fyrir rass. Árið 1434 komst hin ríka kaupmannsætt „Medici“ til valda í Flórens og hófst þá eitt mesta blómaskeið borgarinnar. Flórens varð miðstöð vísinda, lista og menningar. Árið 1494 var Medici-ættin hrakin frá völdum af Girolamo Savonarola sem síðar var brenndur á báli fyrir framan hertogahöllina, Palazzo Vecchio, árið 1498. Medici-ættin komst til valda á nýjan leik árið 1512 en valdaskeiðið varð ekki langt að þessu sinni þar sem fjölskyldan var rekin frá völdum á nýjan leik árið 1527 og lýðveldið endurreist. Með stuðningi bæði páfans og keisarans náði Medici-ættin völdum enn eina ferðina og frá 1537 voru hertogarnir af Flórens ætíð af Medici-ætt og frá árinu 1569 einnig stórhertogarnir í Toskana. Toskana varð því erfðaveldi ættarinnar næstu tvær aldirnar, eða allt þar til ættin dó út í orðsins fyllstu merkingu. Árið 1737 gekk hertogaveldið í arf til austurríska konungsveldisins og var hluti þess allt þar til sameining Ítalíu átti sér stað árið 1861. Við sameiningu Ítalíu árið 1861 tók Flórens við af Tórínó sem höfuðborg landsins, þar til Róm tók við því hlutverki einungis fimm árum síðar.
Flórens var upphaflega stofnuð sem rómversk hermannanýlenda árið 59. f.kr. Allt fram á 10. öld taldist Flórens varla nema smábær en tók þá hún að vaxa sem iðnaðar- og verslunarborg. Í upphafi 13. aldar varð Flórens að mikilvægustu borg Mið-Ítalíu og skaut þar borgunum Písa og Siena ref fyrir rass. Árið 1434 komst hin ríka kaupmannsætt „Medici“ til valda í Flórens og hófst þá eitt mesta blómaskeið borgarinnar. Flórens varð miðstöð vísinda, lista og menningar. Árið 1494 var Medici-ættin hrakin frá völdum af Girolamo Savonarola sem síðar var brenndur á báli fyrir framan hertogahöllina, Palazzo Vecchio, árið 1498. Medici-ættin komst til valda á nýjan leik árið 1512 en valdaskeiðið varð ekki langt að þessu sinni þar sem fjölskyldan var rekin frá völdum á nýjan leik árið 1527 og lýðveldið endurreist. Með stuðningi bæði páfans og keisarans náði Medici-ættin völdum enn eina ferðina og frá 1537 voru hertogarnir af Flórens ætíð af Medici-ætt og frá árinu 1569 einnig stórhertogarnir í Toskana. Toskana varð því erfðaveldi ættarinnar næstu tvær aldirnar, eða allt þar til ættin dó út í orðsins fyllstu merkingu. Árið 1737 gekk hertogaveldið í arf til austurríska konungsveldisins og var hluti þess allt þar til sameining Ítalíu átti sér stað árið 1861. Við sameiningu Ítalíu árið 1861 tók Flórens við af Tórínó sem höfuðborg landsins, þar til Róm tók við því hlutverki einungis fimm árum síðar.
Stútfull borg af menningu og listum
Í dag er Flórens dásamleg borg heim að sækja, gullfalleg og stútfull af áhugaverðum hlutum til að sjá og upplifa. Þar sem borgin er passlega stór þá er best að skoða hans á tveimur jafnfljótum. Þegar horft er yfir borgina þá gnæfir dómkirkjan, Il Duomo, yfir allt og alla en þess má geta að um er að ræða þriðju stærstu kristnu kirkju veraldar. Í borginni má finna ótal fleiri kirkjur sem flestar eiga það sameiginlegt að vera stútfullar af mörgum af merkustu listaverkum sögunnar. En í Flórens er að finna yfir 80 listasöfn og verður þar af leiðandi einungis minnst á nokkur þeirra hér. Tvo frægustu söfn borgarinnar eru annars vegar Galleria degli Uffizi á norðurbakka árinnar Arno og hins vegar Palazzo Pitti á suðurbakkanum. Í söfnunum Bargello og Museo dell‘OPera del Duomo er að finna marga af stórkostlegum skúlptúrum listamanna á borð við of Michelangelo, Donatello og Verrochio. En þess ber að geta að frumgerð styttunnar Davíð eftir Michelangelo er að finna í safninu Galleria dell‘Accademia en þar er ennfremur að finna mörg ókláruð verk eftir meistara Michelangelo. Mörg önnur dásamleg listasöfn eru að finna í borginni, söfn á borð við Palazzo Vecchio, Museo Archeologico Nazionale di Firenze, Museo Gallileo, Palazzo Davanzatti, Museo Stibbert, Museo delle Cappelle Medicee og svo má alls ekki gleyma Gucci Garden.
Það er margt fleira að skoða í þessari dásamlegu borg en endalaus söfn. Klukknaturninn Giotto sem stendur við hlið dómkirkjunnar er eitt af þessu stórkostlegu kennileitum borgarinnar. Ef þú ert hugrakkur þá muntu ganga upp þessar 414 tröppur, alveg upp á topp, og njóta stórfenglegs útsýnis yfir borgina. Ef þú ert ekki fyrir allar þessar tröppur þá getur þú tekið strætisvagn upp á Piazzale Michelangelo, rétt sunnan við miðborgina, og upplifað dásamlegt útsýni yfir þessa mögnuðu borg.
Aftan við Palazzo Pitti er að finna gullfallegan garð sem ber nafnið Giardino di Boboli og var opnaður fyrir almenningi árið 1766. Upphaflega var garðurinn hannaður fyrir Medici-fjölskylduna en þar má finna fjölmargar styttur og skúlptúra frá mismunandi tímabilum.Það er svo sannarlega þess virði að eyða þar fögrum sumardegi og njóta þess alls sem garðurinn hefur upp á að bjóða.
Það er gaman að ganga um bakka árinnar Arno með allar sínar brýr og upplifa þessa mögnuðu borg. Elsta og frægasta brúin í Flórens er Ponte Vecchio, eða Gamla brúin, en hún var lengi vel eina brúin yfir Arno eða allt til ársins 1218. Ponte Vecchio var ennfremur eina brúin yfir ána Arno sem ekki eyðilagðist í seinni heimstyrjöldinni. Það er mikil upplifun að ganga yfir Ponte Vecchio og fylgjast með iðandi mannlífi borgarinnar.
Í dag er Flórens dásamleg borg heim að sækja, gullfalleg og stútfull af áhugaverðum hlutum til að sjá og upplifa. Þar sem borgin er passlega stór þá er best að skoða hans á tveimur jafnfljótum. Þegar horft er yfir borgina þá gnæfir dómkirkjan, Il Duomo, yfir allt og alla en þess má geta að um er að ræða þriðju stærstu kristnu kirkju veraldar. Í borginni má finna ótal fleiri kirkjur sem flestar eiga það sameiginlegt að vera stútfullar af mörgum af merkustu listaverkum sögunnar. En í Flórens er að finna yfir 80 listasöfn og verður þar af leiðandi einungis minnst á nokkur þeirra hér. Tvo frægustu söfn borgarinnar eru annars vegar Galleria degli Uffizi á norðurbakka árinnar Arno og hins vegar Palazzo Pitti á suðurbakkanum. Í söfnunum Bargello og Museo dell‘OPera del Duomo er að finna marga af stórkostlegum skúlptúrum listamanna á borð við of Michelangelo, Donatello og Verrochio. En þess ber að geta að frumgerð styttunnar Davíð eftir Michelangelo er að finna í safninu Galleria dell‘Accademia en þar er ennfremur að finna mörg ókláruð verk eftir meistara Michelangelo. Mörg önnur dásamleg listasöfn eru að finna í borginni, söfn á borð við Palazzo Vecchio, Museo Archeologico Nazionale di Firenze, Museo Gallileo, Palazzo Davanzatti, Museo Stibbert, Museo delle Cappelle Medicee og svo má alls ekki gleyma Gucci Garden.
Það er margt fleira að skoða í þessari dásamlegu borg en endalaus söfn. Klukknaturninn Giotto sem stendur við hlið dómkirkjunnar er eitt af þessu stórkostlegu kennileitum borgarinnar. Ef þú ert hugrakkur þá muntu ganga upp þessar 414 tröppur, alveg upp á topp, og njóta stórfenglegs útsýnis yfir borgina. Ef þú ert ekki fyrir allar þessar tröppur þá getur þú tekið strætisvagn upp á Piazzale Michelangelo, rétt sunnan við miðborgina, og upplifað dásamlegt útsýni yfir þessa mögnuðu borg.
Aftan við Palazzo Pitti er að finna gullfallegan garð sem ber nafnið Giardino di Boboli og var opnaður fyrir almenningi árið 1766. Upphaflega var garðurinn hannaður fyrir Medici-fjölskylduna en þar má finna fjölmargar styttur og skúlptúra frá mismunandi tímabilum.Það er svo sannarlega þess virði að eyða þar fögrum sumardegi og njóta þess alls sem garðurinn hefur upp á að bjóða.
Það er gaman að ganga um bakka árinnar Arno með allar sínar brýr og upplifa þessa mögnuðu borg. Elsta og frægasta brúin í Flórens er Ponte Vecchio, eða Gamla brúin, en hún var lengi vel eina brúin yfir Arno eða allt til ársins 1218. Ponte Vecchio var ennfremur eina brúin yfir ána Arno sem ekki eyðilagðist í seinni heimstyrjöldinni. Það er mikil upplifun að ganga yfir Ponte Vecchio og fylgjast með iðandi mannlífi borgarinnar.
Tímalaus hátískuborg
Ítalski tískuiðnaðurinn varð til í Flórens í kringum 1920 þegar hönnuðir á borð við Guccio Gucci og Salvatore Ferragamo opnuðu hátískuverslanir sínar í borginn. Öll helstu tískuhúsin eru að finna við Via de‘ Tornabuoni og má þar nefna Cucci, Pucci og Prada, auk þess má nefna götur á borð við Via della Vigna Nuova, Via Roma, Via dei Calzaiuoli og Via della Spada.
Ítalski tískuiðnaðurinn varð til í Flórens í kringum 1920 þegar hönnuðir á borð við Guccio Gucci og Salvatore Ferragamo opnuðu hátískuverslanir sínar í borginn. Öll helstu tískuhúsin eru að finna við Via de‘ Tornabuoni og má þar nefna Cucci, Pucci og Prada, auk þess má nefna götur á borð við Via della Vigna Nuova, Via Roma, Via dei Calzaiuoli og Via della Spada.
Einstök matarupplifun
Látleysi og einfaldleiki er aðaleinkenni matargerðarinnar í Toskana og þar er Flórens engin undantekning. Maturinn eldaður úr ferskasta hráefni sem mögulegt er hverju sinni og mikið lagt upp úr árstíðabundinni matargerð. Flórens er ekki einungis umlukin frjósömum landbúnaðarsvæðum heldur er þar að finna dásamleg vín enda er borgin staðsett í hjarta eins frægasta vínræktarhéraðs heims. Flórensbúar eru svo sannarlega miklir sælkerar, stoltir af sínum matarhefðum sem finnst gaman að gera vel við sig í mat og drykk.
Flórens er í hnotskurn dásamleg borg sem er stútfull af sögufrægum byggingum, stórkostlegum söfnum og yndislegu mannlífi.
Látleysi og einfaldleiki er aðaleinkenni matargerðarinnar í Toskana og þar er Flórens engin undantekning. Maturinn eldaður úr ferskasta hráefni sem mögulegt er hverju sinni og mikið lagt upp úr árstíðabundinni matargerð. Flórens er ekki einungis umlukin frjósömum landbúnaðarsvæðum heldur er þar að finna dásamleg vín enda er borgin staðsett í hjarta eins frægasta vínræktarhéraðs heims. Flórensbúar eru svo sannarlega miklir sælkerar, stoltir af sínum matarhefðum sem finnst gaman að gera vel við sig í mat og drykk.
Flórens er í hnotskurn dásamleg borg sem er stútfull af sögufrægum byggingum, stórkostlegum söfnum og yndislegu mannlífi.