VALLE D'AOSTA - MINNSTA OG FÁMENNASTA HÉRAÐIÐ
Valle d’Aosta er fjalllent hérað, staðsett í norð-vestur horni Ítalíu. Það er bæði minnsta og fámennasta hérað landsins, nær yfir tæpa 3.300 ferkílómetra og telja íbúarnir 128.000. Héraðið er aðskilið frá Frakklandi og Sviss af hinum hrikalegu ísþöktu tindum Alpafjallanna í norðri og vestri og liggur ennfremur að Piemonte í suðri og austri. Valle d’Aosta er eina hérað landsins sem skiptist ekki upp í nokkrar sýslur og er ennfremur eitt af fimm sjálfstjórnarhéruðum Ítalíu með Aosta sem höfuðborg. Valle d’Aosta er talið vera minnst ítalska hérað landsins, Íbúar héraðsins eru tvítyngdir, bæði ítalska og franska eru kennd í skólum, og bæði tungumálin notuð jöfnum höndum.
Héraðið er ekki mjög þekkt meðal ferðamanna nema áhugasamra skíða- og göngugarpa en þar er engu að síður að finna þjóðgarðinn Gran Paradiso og ennfremur þrjú fyrsta flokks skíðasvæði, þ.e. Courmayeur,Cervinia og Champoluc.
Héraðið er ekki mjög þekkt meðal ferðamanna nema áhugasamra skíða- og göngugarpa en þar er engu að síður að finna þjóðgarðinn Gran Paradiso og ennfremur þrjú fyrsta flokks skíðasvæði, þ.e. Courmayeur,Cervinia og Champoluc.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Aosta - Cervinia - Chamois - Cogne - Courmayeur - Gaby - Gran Paradiso - Gran San Bernardo - Gressoney Saint Jean - Saint Vincent - Val Tournenche
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Í Valle d’Aosta er matargerðin undir miklum áhrifum frá Frakklandi og Ölpunum. Pasta er ekki algengasta hráefnið á þessum slóðum heldur er polenta, hrísgrjón og gnocchi undirstaðan í mörgum réttum héraðsins. Tveir af allra mikilvægustu þáttum matargerðar héraðsins eru brauð og súpur. Brauð svæðisins, Pane Nero, eru búin til úr rúgmjöli og eru notuð sem uppistöðuhráefni í mörgum réttum héraðsins. Héraðið er fjalllent og þar af leiðandi er villibráð mikilvægur þáttur í matargerðinni.
Í Valle d’Aosta eru miklu fleiri kýr en íbúar og fer nánast öll mjólkframleiðslan til framleiðslu á Fontina-ostinum sem er uppruninn í héraðinu og hefur þessi hnetubragðsostur verið framleiddur í héraðinu í yfir 700 ár. En árlega eru framleidd næstum 8 milljón kíló af Fontina Valle d’Aosta og er meginþorrans neytt innanlands.
Í Valle d’Aosta eru miklu fleiri kýr en íbúar og fer nánast öll mjólkframleiðslan til framleiðslu á Fontina-ostinum sem er uppruninn í héraðinu og hefur þessi hnetubragðsostur verið framleiddur í héraðinu í yfir 700 ár. En árlega eru framleidd næstum 8 milljón kíló af Fontina Valle d’Aosta og er meginþorrans neytt innanlands.
VÍNGERÐ HÉRAÐSINS
Valle d’Aosta er minnsta vínræktarhérað Ítalíu, bæði þegar litið er á stærð og framleiðslu. Héraðið skiptist í þrjú megin vínræktarsvæði; Valdigne, Valle Centrale, og Bassa valle. Í héraðinu má greina frönsku áhrif í vínræktinni; Rauðvín telur um 70% af framleiðslu héraðsins og þrúgurnar Picotendro, Pinot noir, Fumin, Gamay og Petit Rouge mest áberandi.