TOSKANA - VAGGA ENDURREISNARINNAR
Toskana, vagga endurreisnarinnar, er ekki einungis þekkt um allan heim fyrir sínar mjúku strendur og ávölu hæðir með vínekrum og sítrustrjám heldur einnig fyrir sögu héraðsins, listræna arfleið og arkitektúr ásamt dásamlegri matar- og vínmenningu héraðsins. Toskana er staðsett á miðju stígvélinu, liggur að Emilia-Romagna í norðri, Liguria í norð-vestri, Umbria og Marche í austri, Lazio í suð-austri og með Tyrrenahafið í vestri. Héraðið skiptist í tíu sýslur: Flórens með samnefnda höfuðborg héraðsins, Arezzo, Grosseto, Livorno, Lucca, Massa Carrara, Pisa, Pistoia Prato og Siena. Toscana nær yfir 23.000 ferkílómetra sem gerir það að fimmta stærsta héraði landsins. Íbúar þess eru u.þ.b. 3,7 milljónir og búa flestir á þéttbýlissvæðum á bökkum árinnar Arno milli Flórens og Livorno og á ströndinni upp til Carrara. Héraðið skiptist í tíu sýslur: Flórens með samnefnda höfuðborg héaðsins, Arezzo, Grosseto, Livorno, Lucca, Massa Carrara, Pisa, Pistoia Prato og Siena.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
LUCCA - EINFALDLEGA ÓMÓTSTÆÐILEG BORG
Lucca er gullfallegur miðaldabær í héraðinu Toskana, umlukinn gríðarmiklum borgarmúr. Nýtískuleg borgin hefur þanist út fyrir utan borgarmúranna en fyrir innan þeirra hefur allt staðið í stað og allar byggingar, götur og torg í toppstandi. Borgarmúrarnir eru samtals 4.200 metrar að lengd, bæði breiðir og háir. Að utanverðu eru þeir hlaðnir úr múrsteini en að innanverðu eru aflíðandi grasbrekkur þar sem plantað hefur verið trjám, ein tegund á hverri hlið múrsins. Það er bæði áhugavert og ánægjulegt að ganga eftir borgarmúrunum, hringinn í kringum gömlu borgina. Þaðan er útsýnið frábært yfir borgina og áhugaverð sýn á sögulegar byggingar og fallega almenningsgarða. Svo miklu meira hér.
PISA - SVO MIKLU MEIRA EN BARA SKAKKI TURNINN
Ítalska borgin Pisa í Toskana er kannski þekktust fyrir sinn fræga Skakka turn en þeir sem halda að hann sé það eina sem borgin hefur upp á að bjóða eru svo sannarlega á villigötum. Pisa er gullfalleg borg sem iðar af lífi og fjölbreyttu mannlífi. Skakki turninn stendur við torg sem heitir Piazza dei Miracoli, eða Kraftaverkatorgið, en þar má einnig finna m.a. dómkirkju borgarinnar og stærstu kapellu Ítalíu. Frá Piazza dei Miracoli liggur göngugata í gegnum alla borgina sem endar í rauninni við aðal lestarstöðina. Á þessari gönguleið, sem tekur u.þ.b. 30-40 mínútur, má finna fjöldann allan af verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum o.s.frv. Svo miklu meira hér.
SAN GIMINGNANO - Í HJARTA TOSKANA MÁ FINNA BORG HINNA FJÓRTÁN TURNA
San Gimignano er falleg miðaldaborg í hjarta Toskana, mitt á milli borganna Siena og Flórens. San Gimignano er borg sem hefur varðveist virkilega vel og er miðbær hennar á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er það lítil að auðvelt er að skoða hana á einum degi en íbúar borgarinnar telja einungis tæplega 8.000 manns. Það er þó svo sannarlega þess virði að dveljast lengur í San Gimignano, ganga um þröngar götur borgarinnar og upplifa stemmingu og andrúmsloft löngu liðinna tíma. Svo miklu meira hér.
SIENA - GULLFALLEG BORG Í HJARTA TOSKANA
Það má með sanni segja að miðborg Siena sé einn allsherjar merkisstaður en það er leitun að betur varðveittri miðborg frá þessum tíma en þess má geta að hún hefur verið sett í heild sinni á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er upplifun ganga um þröngar götur borgarinnar, upplifa stemminguna og ímynda sér hvernig borgarlífið hafi verið í nákvæmlega þessu fallega umhverfi fyrir mörgum mörgum öldum. Svo miklu meira hér.
VIAREGGIO - EINN FRÆGASTI STRANDBÆR TOSKANA
Viareggio er vinsæll strandbær sem þekur stóran hluta af riveríunni í Toskana sem gengur undir nafninu Versilia. Viareggio er ekki þessi týpíski strandbær með örfá íbúa heldur er hér um að ræða pínulitla borg þar sem búa 65.000 manns. Viareggio er einn frægasti strandbær Toscana og hefur lengi verið óhemju vinsæll áfangastaður, bæði af ítölum sem og erlendum ferðamönnum. Viareggio er sumardvalarstaður eins og Ítalir vilja hafa þá, þ.e. frábærar strandir, gott veður og flottir veitingastaðir. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Flórens - Apuan Alps - Arezzo - Barga - Bolgheri - Casciana Terme - Chiana Valley - Chiusi - Colle Val d'Elsa - Cortona - Elba - Fiesole - Forte dei Marmi - Garfagnana - Lunigiana - Manciano - Maremma - Massa Carrara - Montalcino - Monte Amiata - Montepulciano - Montespertoli - Monticchiello - Mugello - Orcia Valley - Pienza - Pietrasanta - San Casciano dei Bagni - San Miniato - Upper Tiber Valley - Val di Cornia - Versilia - Volterra
Lucca er gullfallegur miðaldabær í héraðinu Toskana, umlukinn gríðarmiklum borgarmúr. Nýtískuleg borgin hefur þanist út fyrir utan borgarmúranna en fyrir innan þeirra hefur allt staðið í stað og allar byggingar, götur og torg í toppstandi. Borgarmúrarnir eru samtals 4.200 metrar að lengd, bæði breiðir og háir. Að utanverðu eru þeir hlaðnir úr múrsteini en að innanverðu eru aflíðandi grasbrekkur þar sem plantað hefur verið trjám, ein tegund á hverri hlið múrsins. Það er bæði áhugavert og ánægjulegt að ganga eftir borgarmúrunum, hringinn í kringum gömlu borgina. Þaðan er útsýnið frábært yfir borgina og áhugaverð sýn á sögulegar byggingar og fallega almenningsgarða. Svo miklu meira hér.
PISA - SVO MIKLU MEIRA EN BARA SKAKKI TURNINN
Ítalska borgin Pisa í Toskana er kannski þekktust fyrir sinn fræga Skakka turn en þeir sem halda að hann sé það eina sem borgin hefur upp á að bjóða eru svo sannarlega á villigötum. Pisa er gullfalleg borg sem iðar af lífi og fjölbreyttu mannlífi. Skakki turninn stendur við torg sem heitir Piazza dei Miracoli, eða Kraftaverkatorgið, en þar má einnig finna m.a. dómkirkju borgarinnar og stærstu kapellu Ítalíu. Frá Piazza dei Miracoli liggur göngugata í gegnum alla borgina sem endar í rauninni við aðal lestarstöðina. Á þessari gönguleið, sem tekur u.þ.b. 30-40 mínútur, má finna fjöldann allan af verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum o.s.frv. Svo miklu meira hér.
SAN GIMINGNANO - Í HJARTA TOSKANA MÁ FINNA BORG HINNA FJÓRTÁN TURNA
San Gimignano er falleg miðaldaborg í hjarta Toskana, mitt á milli borganna Siena og Flórens. San Gimignano er borg sem hefur varðveist virkilega vel og er miðbær hennar á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er það lítil að auðvelt er að skoða hana á einum degi en íbúar borgarinnar telja einungis tæplega 8.000 manns. Það er þó svo sannarlega þess virði að dveljast lengur í San Gimignano, ganga um þröngar götur borgarinnar og upplifa stemmingu og andrúmsloft löngu liðinna tíma. Svo miklu meira hér.
SIENA - GULLFALLEG BORG Í HJARTA TOSKANA
Það má með sanni segja að miðborg Siena sé einn allsherjar merkisstaður en það er leitun að betur varðveittri miðborg frá þessum tíma en þess má geta að hún hefur verið sett í heild sinni á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er upplifun ganga um þröngar götur borgarinnar, upplifa stemminguna og ímynda sér hvernig borgarlífið hafi verið í nákvæmlega þessu fallega umhverfi fyrir mörgum mörgum öldum. Svo miklu meira hér.
VIAREGGIO - EINN FRÆGASTI STRANDBÆR TOSKANA
Viareggio er vinsæll strandbær sem þekur stóran hluta af riveríunni í Toskana sem gengur undir nafninu Versilia. Viareggio er ekki þessi týpíski strandbær með örfá íbúa heldur er hér um að ræða pínulitla borg þar sem búa 65.000 manns. Viareggio er einn frægasti strandbær Toscana og hefur lengi verið óhemju vinsæll áfangastaður, bæði af ítölum sem og erlendum ferðamönnum. Viareggio er sumardvalarstaður eins og Ítalir vilja hafa þá, þ.e. frábærar strandir, gott veður og flottir veitingastaðir. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Flórens - Apuan Alps - Arezzo - Barga - Bolgheri - Casciana Terme - Chiana Valley - Chiusi - Colle Val d'Elsa - Cortona - Elba - Fiesole - Forte dei Marmi - Garfagnana - Lunigiana - Manciano - Maremma - Massa Carrara - Montalcino - Monte Amiata - Montepulciano - Montespertoli - Monticchiello - Mugello - Orcia Valley - Pienza - Pietrasanta - San Casciano dei Bagni - San Miniato - Upper Tiber Valley - Val di Cornia - Versilia - Volterra
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Látleysi og einfaldleiki er aðaleinkenni matargerðarinnar í Toskana enda er henni oft lýst sem “una cucina povera”, þ.e. fátæklega eldhúsið. Þrátt fyrir að matargerðin sé kennd við hið fátæklega eldhús er maturinn eldaður úr ferskasta hráefni sem mögulegt er hverju sinni. Matargerðin einkennist af belgjurtum, brauði, olíum, osti, grænmeti, sveppum, ferskum ávöxtum og mikilli notkun á kryddjurtum, t.d. timjan, salvíu, rósmarín, estragon, fennel og rauðum pipar.
Ribollita er klassískur réttur frá Toskana sem upprunalega varð til þegar minestrone-súpa var hituð upp daginn eftir ásamt grænmetisafgöngum og að lokum bætt út í réttinn dagsgömlu brauði til að auka bragð, fyllingu og næringargildi réttarins.
Í Toskana er kjötið oft steikt, grillað, eldað á teini yfir opnum eldi eða notað í hægeldaðar kássur með grænmeti og pylsum. Nautakjötið í Toskana er í háum gæðaflokki og kemur mestmegnis af nautum af tegundunum Chainina og Maremmana. Af Chianina-nautum kemur kjötið sem notað er í hina heimsþekktu steik, Bistecca alla Fiorentina, sem venjulega er matreidd “rare”yfir heitum kolum. Flestir réttir í Toscana eru bornir fram með sítrónubátum í stað sósu.
Ribollita er klassískur réttur frá Toskana sem upprunalega varð til þegar minestrone-súpa var hituð upp daginn eftir ásamt grænmetisafgöngum og að lokum bætt út í réttinn dagsgömlu brauði til að auka bragð, fyllingu og næringargildi réttarins.
Í Toskana er kjötið oft steikt, grillað, eldað á teini yfir opnum eldi eða notað í hægeldaðar kássur með grænmeti og pylsum. Nautakjötið í Toskana er í háum gæðaflokki og kemur mestmegnis af nautum af tegundunum Chainina og Maremmana. Af Chianina-nautum kemur kjötið sem notað er í hina heimsþekktu steik, Bistecca alla Fiorentina, sem venjulega er matreidd “rare”yfir heitum kolum. Flestir réttir í Toscana eru bornir fram með sítrónubátum í stað sósu.
VÍNGERÐIN Í TOSKANA
Það eiga sér allir draum um Toskana en þar má finna svo margt af því besta sem Ítalía hefur upp á að bjóða, hvort sem við erum að tala um fallegar sveitir, stórkostlegar borgir, dásamlega matargerð og mögnuð vín. Toskana er líklega frægasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg af dýrustu og bestu vínum landsins. Toskana hefur verið í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og hafa mörg helstu framfarasporum ítalskrar vínræktar verið tekin í héraðinu.
Kjöraðstæður til vínræktar
Jarðvegurinn í Toskana ásamt ákjósanlegu veðurfari skapar eintakar aðstæður til vínræktar og hafa gegnum aldirnar verið ræktaðar fjölmargar tegundir af þrúgum í héraðinu. Í dag er Sangiovese helsta þrúga héraðsins sem oft er uppistaðan í vínum héraðsins sem oft er blönduð að litlum hluta með þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon, Canaiolo og Ciliegiolo og úr því verða til stórkostleg vín á borð við Brunello di Montalcino, Morellino di Scansano, Carmignano og að sjálfsögðu bæði Chianti og Chianti Classico. Aðrar þrúgur sem ræktaðar eru í Toskana eru Mammolo, Malvasia, Colorino, Raspirosso, Gamay, Grand noir, Barbera, Moscatello, Aleatico og Vernaccia.
Chianti er mikilvægasta svæðið í Toskana
Það má segja að Chianti sé mikilvægasta svæðið í Toskana enda nær það yfir stóran hluta héraðsins, í kringum borgirnar Prato, Flórens, Pistoia, Siena, Pisa og Arezzo. Í dag koma mörg heimsklassavín frá Chianti, flöskurnar í bastkörfunum eru á undanhaldi og flestir framleiðendur nota hefðbundnar flöskur í ætt við þær sem notaðar eru í Bordeaux í Frakklandi. Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 70% af þrúgunni Sangiovese á móti öðrum þrúgum, þó er þeim skylt að nota 80% Sangiovese í Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af alþjóðlegum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot. Vínin frá Chianti skiptast í mörg þónokkur undirsvæði, þar má helst nefna Chianti Classico en önnur svæði eru Colli Fiorentini, Colli Aretini, Rufina, Colline Pisani, Montalbano og Montespertoli. Þó Chianti-svæðið sé bæði þekktasta og mikilvægasta vínræktarsvæði Toskana þá eru svo sannarlega framleidd háklassavín frá öðrum svæðum héraðsins, t.d. Montalcino, Montepulciano og Bolgheri.
Í Montalcino eru framleidd heimsklassavín.
Í Montalcino, í nágrenni Siena, eru framleidd heimsklassavín úr afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino DOCG sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku. Rosso di Montalcino er afbrigði af Brunello di Montalcino og oft kallað “litli bróðir Brunello” en það þarf ekki að þroskast eins lengi og þar af leiðandi mögulegt að koma með vínið fyrr á markað. Vel heppnaður Brunello ber höfuð og herðar yfir önnur vín sem framleidd eru úr þrúgunni Sangiovese.
Virkilega góð vín frá Montepulciano
Í nágrenni bæjarins Montepulciano eru framleidd virkilega góð vín sem kallast Vino Nobile di Montepulciano. Þau eru framleidd úr enn einu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem ber nafnið Prugnolo Gentile. Framleiðendur eru skyldugir til þess að hafa að minnsta kosti 60-80% af Sangiovese á móti þrúgum á borð við Canaiolo og Mammolo. Þessi vín eru tilbúin mun fyrr en Brunello di Montalcino en ná aldrei þeim hæðum og þeim glæsileika sem einkennir Brunello di Montalcino. Þessi vín eiga sér, líkt og Brunello di Montalcino, lítinn bróðir sem kallast Rosso di Montepulciano.
Vínbyltingin í Toskana
Á undanförnum áratugum hafa framleiðendur í Toskana, bæði í Chianti og Bolgheri, verið að þróa sig áfram með vín sem innihalda eingöngu þrúguna Sangiovese, blöndu af Sangiovese við frönsku þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Capernet Franc og Merlot í ákveðnum hlutföllum eða eingöngu framleidd úr alþjóðlegum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon. Vínræktendur voru orðnir fullsaddir af flóknu regluverki og vildu fá frjálsari hendur, bæði þegar kemur að hvaða þrúgutegundir megi nota og í hvaða hlutföllum.
Allt rekur þetta upphaf sitt til fimmta áratugs síðustu aldar þegar maður að nafni Mario Incisa della Rocchetta fluttist til svæðisins Bolgheri í Toskana og ákvað að framleiða vín sem væru meira í anda vínanna frá Bordeaux en hefðbundnu vínanna frá Toskana. Hann plantaði frönskum þrúgum á borð við Capernet Franc og Capernet Sauvignon og með hjálp frænda síns, Piero Antinori, hóf að þróa sig áfram með vín framleidd úr þessum frönsku þrúgum sem leiddi síðar af sér vínið Sassicaia, eitt frægasta vín Ítalíu. Á sama tíma var Piero Antinori að leggja lokahönd á fyrsta árganginn af hinu magnaða víni Tignanello sem framleitt eru úr blöndu af þrúgunum Sangiovese og Capernet Sauvignon.
Í upphafi féllu þessi vín ekki inn í ítalska vínflokkunarkerfið og voru þar af leiðandi skilgreind sem vino di tavola en vegna mikilla gæða þessara vína var fljótt farið að kalla þessi vín Super Toscano. Síðar var flokkunarkerfinu breytt og búinn til nýr flokkur sem fékk skammstöfunina IGT, Indicazione Geografica Tipica. Á síðustu árum hefur verið slakað á ýmsum reglum í þessum efnum og uppfylla í dag þónokkur Super Toscano-vín t.d. skilyrði þess að vera flokkuð sem Chianti Classico. Í dag falla mörg af bestu vínu Ítalíu undir þennan flokk og má þar nefna t.d. vínin Sassicaia, Ornellaia og Solaia frá Bolgheri og vínin Tignanello, Cepparello og Casalferro sem frá Chianti.
Kjöraðstæður til vínræktar
Jarðvegurinn í Toskana ásamt ákjósanlegu veðurfari skapar eintakar aðstæður til vínræktar og hafa gegnum aldirnar verið ræktaðar fjölmargar tegundir af þrúgum í héraðinu. Í dag er Sangiovese helsta þrúga héraðsins sem oft er uppistaðan í vínum héraðsins sem oft er blönduð að litlum hluta með þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon, Canaiolo og Ciliegiolo og úr því verða til stórkostleg vín á borð við Brunello di Montalcino, Morellino di Scansano, Carmignano og að sjálfsögðu bæði Chianti og Chianti Classico. Aðrar þrúgur sem ræktaðar eru í Toskana eru Mammolo, Malvasia, Colorino, Raspirosso, Gamay, Grand noir, Barbera, Moscatello, Aleatico og Vernaccia.
Chianti er mikilvægasta svæðið í Toskana
Það má segja að Chianti sé mikilvægasta svæðið í Toskana enda nær það yfir stóran hluta héraðsins, í kringum borgirnar Prato, Flórens, Pistoia, Siena, Pisa og Arezzo. Í dag koma mörg heimsklassavín frá Chianti, flöskurnar í bastkörfunum eru á undanhaldi og flestir framleiðendur nota hefðbundnar flöskur í ætt við þær sem notaðar eru í Bordeaux í Frakklandi. Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 70% af þrúgunni Sangiovese á móti öðrum þrúgum, þó er þeim skylt að nota 80% Sangiovese í Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af alþjóðlegum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot. Vínin frá Chianti skiptast í mörg þónokkur undirsvæði, þar má helst nefna Chianti Classico en önnur svæði eru Colli Fiorentini, Colli Aretini, Rufina, Colline Pisani, Montalbano og Montespertoli. Þó Chianti-svæðið sé bæði þekktasta og mikilvægasta vínræktarsvæði Toskana þá eru svo sannarlega framleidd háklassavín frá öðrum svæðum héraðsins, t.d. Montalcino, Montepulciano og Bolgheri.
Í Montalcino eru framleidd heimsklassavín.
Í Montalcino, í nágrenni Siena, eru framleidd heimsklassavín úr afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino DOCG sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku. Rosso di Montalcino er afbrigði af Brunello di Montalcino og oft kallað “litli bróðir Brunello” en það þarf ekki að þroskast eins lengi og þar af leiðandi mögulegt að koma með vínið fyrr á markað. Vel heppnaður Brunello ber höfuð og herðar yfir önnur vín sem framleidd eru úr þrúgunni Sangiovese.
Virkilega góð vín frá Montepulciano
Í nágrenni bæjarins Montepulciano eru framleidd virkilega góð vín sem kallast Vino Nobile di Montepulciano. Þau eru framleidd úr enn einu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem ber nafnið Prugnolo Gentile. Framleiðendur eru skyldugir til þess að hafa að minnsta kosti 60-80% af Sangiovese á móti þrúgum á borð við Canaiolo og Mammolo. Þessi vín eru tilbúin mun fyrr en Brunello di Montalcino en ná aldrei þeim hæðum og þeim glæsileika sem einkennir Brunello di Montalcino. Þessi vín eiga sér, líkt og Brunello di Montalcino, lítinn bróðir sem kallast Rosso di Montepulciano.
Vínbyltingin í Toskana
Á undanförnum áratugum hafa framleiðendur í Toskana, bæði í Chianti og Bolgheri, verið að þróa sig áfram með vín sem innihalda eingöngu þrúguna Sangiovese, blöndu af Sangiovese við frönsku þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Capernet Franc og Merlot í ákveðnum hlutföllum eða eingöngu framleidd úr alþjóðlegum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon. Vínræktendur voru orðnir fullsaddir af flóknu regluverki og vildu fá frjálsari hendur, bæði þegar kemur að hvaða þrúgutegundir megi nota og í hvaða hlutföllum.
Allt rekur þetta upphaf sitt til fimmta áratugs síðustu aldar þegar maður að nafni Mario Incisa della Rocchetta fluttist til svæðisins Bolgheri í Toskana og ákvað að framleiða vín sem væru meira í anda vínanna frá Bordeaux en hefðbundnu vínanna frá Toskana. Hann plantaði frönskum þrúgum á borð við Capernet Franc og Capernet Sauvignon og með hjálp frænda síns, Piero Antinori, hóf að þróa sig áfram með vín framleidd úr þessum frönsku þrúgum sem leiddi síðar af sér vínið Sassicaia, eitt frægasta vín Ítalíu. Á sama tíma var Piero Antinori að leggja lokahönd á fyrsta árganginn af hinu magnaða víni Tignanello sem framleitt eru úr blöndu af þrúgunum Sangiovese og Capernet Sauvignon.
Í upphafi féllu þessi vín ekki inn í ítalska vínflokkunarkerfið og voru þar af leiðandi skilgreind sem vino di tavola en vegna mikilla gæða þessara vína var fljótt farið að kalla þessi vín Super Toscano. Síðar var flokkunarkerfinu breytt og búinn til nýr flokkur sem fékk skammstöfunina IGT, Indicazione Geografica Tipica. Á síðustu árum hefur verið slakað á ýmsum reglum í þessum efnum og uppfylla í dag þónokkur Super Toscano-vín t.d. skilyrði þess að vera flokkuð sem Chianti Classico. Í dag falla mörg af bestu vínu Ítalíu undir þennan flokk og má þar nefna t.d. vínin Sassicaia, Ornellaia og Solaia frá Bolgheri og vínin Tignanello, Cepparello og Casalferro sem frá Chianti.