LAZIO - MÖGNUÐ MATARGERÐ, MENNING OG SAGA
Ef allar götur liggja til Rómar hljóta þær allar að liggja gegnum héraðið Lazio, fylgir maður þessum götum uppgötvar maður miklu meira um matargerð þessa héraðs, menningu og aldagamla sögu.
Héraðið Lazio er staðsett vestarlega á miðju stígvélsins. Héraðið er rúmlega 17 þúsund ferkílómetrar að stærð og íbúar þess telja 5,6 milljónir, þ.e. 327 íbúar á hvern ferkílómetra. Héraðið liggur að Toscana, Umbria og Marche í norðri, Abruzzo og Molise í austri, Campania í suðri og strandlengju sem liggur að Tyrrenahafi. Höfuðborg héraðsins er Róm sem er einnig höfuðborg Ítalíu, aðrar borgir héraðsins eru Latina, Guidonia Montecelio, Fiumicino, Aprilia, Pomezia og Viterbo. Í Lazio, nánar tiltekið í Róm, er að finna Vatíkanið, aðalstöðvar Rómversk kaþólsku kirkjunnar í heiminum. Sýslur Lazio eru fimm; Frosione, Latina, Rieti, Roma og Viterbo.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Róm - Acquapendente - Amatrice - Castelli Romani - Cerveteri -Ciociaria - Esperia - Farfa - Gaeta - Genzano - Lake Bracciano - Latina -Marino - Monte Cassino - Montefiascone - Monteleone - Nemi - Ostia Antica -Prenestrina - Rieti - Sabine Hills - Sperlonga - Sutri - Terminillo - Tuscania- Tivoli - Vetralla - Viterbo
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Í Lazio er mikið borðað af brauði, ostum, ólífum, fersku grænmeti og pasta, ennfremur er lambakjöt talsvert á borðum hjá íbúum héraðsins. Jarðvegurinn í Lazio er ríkur af gosefnum sem gerir héraðið að mjög frjósömu akuryrkjulandi þar sem auðvelt er að rækta allar tegundir grænmetis sem oft er eldað með ólífuolíu, kryddjurtum og hvítlauk. Í Lazio eru ræktaðar yfir 90 mismunandi tegundir af ætisþistlum og eru þeir matreiddir á margvíslegan hátt. Ennfremur er ferskur fiskur, saltfiskur, skelfiskur og kuðungar hráefni sem spila hlutverk í matargerð héraðsins.
Kjúklingur er meira notaður hér en í öðrum héruðum Ítalíu ásamt því að talsvert er borðað af kanínukjöti. Mikið er týnt af villtum sveppum og kryddjurtum í sveitum héraðsins og ennfremur eru sniglar vinsælir meðal íbúa þess.
Mikil ostaframleiðsla er í héraðinu og einn mikilvægasti osturinn í héraðinu er Pecorino Romano frá Amatrice. Þetta er mjög saltur ostur sem framleiddur er úr sauðamjólk, svipar til Parmigiano Reggiano en er mun bragðsterkari. Pecorino Romano má aldrei nota í staðinn fyrir Parmigiano þar sem bragðið af honum er of sterkt í mildar sósur, en aftur á móti má nota Parmigiano í staðinn fyrir Pecorino Romano.
Réttir úr héraðinu: Spaghetti alla Carbonara - Penne all'Arrabbiata - Spaghetti alla Puttanesca
Kjúklingur er meira notaður hér en í öðrum héruðum Ítalíu ásamt því að talsvert er borðað af kanínukjöti. Mikið er týnt af villtum sveppum og kryddjurtum í sveitum héraðsins og ennfremur eru sniglar vinsælir meðal íbúa þess.
Mikil ostaframleiðsla er í héraðinu og einn mikilvægasti osturinn í héraðinu er Pecorino Romano frá Amatrice. Þetta er mjög saltur ostur sem framleiddur er úr sauðamjólk, svipar til Parmigiano Reggiano en er mun bragðsterkari. Pecorino Romano má aldrei nota í staðinn fyrir Parmigiano þar sem bragðið af honum er of sterkt í mildar sósur, en aftur á móti má nota Parmigiano í staðinn fyrir Pecorino Romano.
Réttir úr héraðinu: Spaghetti alla Carbonara - Penne all'Arrabbiata - Spaghetti alla Puttanesca
VÍNGERÐIN Í LAZIO
Lazio hefur í gegnum tíðina aðallega verið þekkt fyrir hvítvín sem aðallega eru framleidd úr þrúgunum Trebiano og Malvasia di Candia. Í Lazio er að finna 26 DOC vín og þar af eru 20 þeirra hvítvín, þeirra þekktust eru Castelli Romani, Frascati og Est! Est! Est! di Montefiascone. Rétt fyrir sunnan Róm, nánar tiltekið í Casanese, er að finna eina DOCG vín héraðsins sem heitir Casanese del Piglio. Þrátt fyrir að rauðvínin séu ekki eins þekkt þá eru þau farin að skapa sér nafn, sérstaklega vín framleidd úr Sangiovese, Cesanese, Montepulciano, Merlot og Nero Buono di Coro, Canaiolo og Ciliegiolo. Vínin frá Lazio eru sjaldnast stórkostleg en geta verið ljúf og þægileg vín.
Ólíkt mörgum vínum frá Ítalíu hefur gæði vína frá Lazio á einhvern hátt verið að dvína og er helsta ástæða þess að Róm er stór markaður fyrir ódýr vín og gæði í takt við verðið. En fátt er betra en að sitja að kvöldlagi á lítilli trattoríu í Trastevere í Róm, panta sér Spaghetti alla Puttanesca eða Ossobuco alla Romana og skola herlegheitunum niður með víni úr héraðinu, borið fram í fallegri karöflu. Í Róm er það dásamleg stemmingin, ekki einungis vínið og maturinn, sem gerir kvöldið stórkostlegt og lætur það lifa í minningunni um ókomin ár.
Ólíkt mörgum vínum frá Ítalíu hefur gæði vína frá Lazio á einhvern hátt verið að dvína og er helsta ástæða þess að Róm er stór markaður fyrir ódýr vín og gæði í takt við verðið. En fátt er betra en að sitja að kvöldlagi á lítilli trattoríu í Trastevere í Róm, panta sér Spaghetti alla Puttanesca eða Ossobuco alla Romana og skola herlegheitunum niður með víni úr héraðinu, borið fram í fallegri karöflu. Í Róm er það dásamleg stemmingin, ekki einungis vínið og maturinn, sem gerir kvöldið stórkostlegt og lætur það lifa í minningunni um ókomin ár.