EMILIA-ROMAGNA - BOTNLAUS MATARKISTA
Emilia-Romagna samanstendur af tveimur sögulegum héruðum, annars vegar Emilia og hins vegar Romagna, sem hvort um sig hefur sín einkenni, sögu og hefðir. Í Emilia, sem liggur inn til landsins, má finna Bologna, Modena, Reggio Emilia og Parma en í Romagna, sem liggur með ströndinni, má finna Ferrara, Ravenna og Forli. Héraðið nær yfir u.þ.b. 22.500 ferkílómetra og telja íbúarnir rúmlega 4,4 miljónir. Héraðið liggur að Lombardia og Veneto í norðri, Toscana og Marche í suðri, Piemonte og Liguria í vestri og strandlengju sem liggur að Adríahafinu. Héraðið skiptist í níu sýslur: Bologna með samnefnda höfuðborg héraðsins, Ferrara, Foprli-Cesena, Modena, Parma, Piacenza, Ravenna, Reggio Emilia og Rimini.
Emilia-Romagna er eitt af auðugustu héruðum Ítalíu og er talið vera eitt af ríkustu og þróuðustu héruðum Evrópu. Í Bologna, höfuðborg héraðsins, eru lífsgæði íbúanna talin vera þau mestu á Ítalíu ásamt nútímalegri og þróaðri félagslegri þjónustu. Ennfremur má nefna að í borginni er að finna elsta háskóla í hinum vestræna heimi. Í héraðinu hefur byggst upp mikil þekking á sviði bíla- og mótorhjólaframleiðslu, t.d. má þar finna bílaframleiðendurna Ferrari, Lamborghini og Maserati, mótorhjólaframleiðendann Ducati ásamt ógrynni af sérhæfðum íhlutaframleiðendum. Ennfremur má nefna að strandlengja héraðsins er bæði lífleg og litrík með nokkrum þekktum strandbæum t.d. Rimini, Riccione og Cattolica.
Emilia-Romagna er eitt af auðugustu héruðum Ítalíu og er talið vera eitt af ríkustu og þróuðustu héruðum Evrópu. Í Bologna, höfuðborg héraðsins, eru lífsgæði íbúanna talin vera þau mestu á Ítalíu ásamt nútímalegri og þróaðri félagslegri þjónustu. Ennfremur má nefna að í borginni er að finna elsta háskóla í hinum vestræna heimi. Í héraðinu hefur byggst upp mikil þekking á sviði bíla- og mótorhjólaframleiðslu, t.d. má þar finna bílaframleiðendurna Ferrari, Lamborghini og Maserati, mótorhjólaframleiðendann Ducati ásamt ógrynni af sérhæfðum íhlutaframleiðendum. Ennfremur má nefna að strandlengja héraðsins er bæði lífleg og litrík með nokkrum þekktum strandbæum t.d. Rimini, Riccione og Cattolica.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
BOLOGNA - FALLEG, AFSLÖPPUÐ OG STÚTFULL AF DÁSAMLEGRI MATARGERÐ
Bologna, höfuðborg héraðsins Emilia-Romagna, er sjöunda fjölmennasta borg Ítalíu með rúmlega 384 þúsund íbúa. Borgin er staðsett á suðurhluta Pósléttunnar við rætur Appeníafjallgarðsins. Bologna er falleg og afslöppuð borg með jákvæða orku. Gullfalleg matarkista, stútfull af dásamlegri matargerð og má segja að það sé erfitt að fá slæma máltíð í þessari borg. Svo miklu meira hér.
PARMA - HEILLANDI HÁSKÓLABORG VIÐ RÆTUR APPENNÍNAFJALLA
Parma er 200.000 manna borg, staðsett er í hinu frjósama landbúnaðarhéraði Emilia-Romagna. Borgin Parma er fræg fyrir hráskinkuna sína, parmesanostinn, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring. Áin Parma rennur í gegnum borgina og skiptir henni upp í tvo hluta áður hún sameinast sjálfri Pó eftir að hafa runnið í makindum sínum í gegnum borgina. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Albareto - Bobbio - Cervia - Comacchio - Faenza - Ferrara - Forli Cesena - Imola - Modena - Piacenza - Ravenna - Rimini - River Po Delta - San Marino - Sogliano al Rubicone - Voghiera
Bologna, höfuðborg héraðsins Emilia-Romagna, er sjöunda fjölmennasta borg Ítalíu með rúmlega 384 þúsund íbúa. Borgin er staðsett á suðurhluta Pósléttunnar við rætur Appeníafjallgarðsins. Bologna er falleg og afslöppuð borg með jákvæða orku. Gullfalleg matarkista, stútfull af dásamlegri matargerð og má segja að það sé erfitt að fá slæma máltíð í þessari borg. Svo miklu meira hér.
PARMA - HEILLANDI HÁSKÓLABORG VIÐ RÆTUR APPENNÍNAFJALLA
Parma er 200.000 manna borg, staðsett er í hinu frjósama landbúnaðarhéraði Emilia-Romagna. Borgin Parma er fræg fyrir hráskinkuna sína, parmesanostinn, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring. Áin Parma rennur í gegnum borgina og skiptir henni upp í tvo hluta áður hún sameinast sjálfri Pó eftir að hafa runnið í makindum sínum í gegnum borgina. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Albareto - Bobbio - Cervia - Comacchio - Faenza - Ferrara - Forli Cesena - Imola - Modena - Piacenza - Ravenna - Rimini - River Po Delta - San Marino - Sogliano al Rubicone - Voghiera
Eldhús héraðsins
Héraðið Emilia-Romagna er oft talið vera hjarta matargerðarinnar í Norður-Ítalíu en þar eiga margar dásemdir ítalska eldhússins uppruna sinn, t.d. prociutto crudo, parmigiano reggiano, grana padano, mortadella, coppa, balsamic vinegar og áfram mætti lengi telja.
Eins og áður hefur komið fram þá skiptist héraðið í tvö söguleg héruð með ólík einkenni, sögu og hefðir, annars vegar Emilia og hins vegar Romagna. Það má líka greina mun á íbúum þessara tveggja sögulegu héraða, íbúar Emilia eru flestir hamingjusamir og bjartsýnir á meðan íbúar Romagna eru skapmiklir og ákveðnir og það má greina þennan mun á lunderni þeirra í matargerðinni. Matreiðslumanni í Emilia myndi aldrei detta til huga að yfirgnæfa einhvern rétt með sterku kryddi en matreiðslumanni í Romagna gæti aftur á móti dottið slíkt til hugar.
Pasta er oftast haft sem fyrsti réttur en mikil hefð er fyrir heimagerðu pasta í Emilia-Romagna, t.d. tagliatelle, cappelletti, gramigna, lasagne og tortellini. Þarna er litið á pastagerðina sem listgrein og er hrein unun að fylgjast með hæfileikaríkum pastagerðamanni að störfum í Emilia-Romagna. Réttir á borð við Ragù alla Bolognese, Cannelloni og Lasagne al forno eru algengir á hvers manns borðum og má segja að tómatar séu undirstaðan í mjög mörgum pastasósum í Emilia-Romagna.
Svín hafa verið ræktuð í héraðinu síðan 1000 f.k. og er árleg framleiðsla í dag um tvær milljónir dýra. Þessi mikla hefð fyrir svínræktun hefur í gegnum tíðina gefið af sér stórkostlegar afurðir á borð við Prociutto Crudo, Coppa, Pancetta, Mortadella, Cotechino og Culatello sem eru þekktar um allan heim.
Þrátt fyrir að mikið sé um kjötrétti í Emilia-Romagna þá er mikil hefð fyrir fiskréttum í Romagna, upp með strönd Adríahafsins, og er héraðið eitt af fimm mestu fiskveiðihéruðum landsins, t.d. má nefna hina velþekktu súpu héraðsins, Brodetto di pesce alla romagnola.
Parmigiano Reggiano er harður ostur sem framleiddur er í kringum borgirnar Parma og Reggio Emilia í miðjum Pó-dalnum en af þeim er nafn hans dregið. Heiti ostsins er skrásett vörumerki og nafnið að auki verndað af reglugerð Evrópusambandsins. Þar af leiðandi má ostur sömu tegundar ekki bera nafnið Parmigiano Reggiano heldur bera þeir nafnið grana, t.d. hinn þekkti grana padano.
Balsamic Vinegar hefur verið framleitt í Modena og Reggio Emilia frá því á miðöldum. Balsamic Vinegar skiptist í þrjár megintegundir, í fyrsta lagi Aceto Balsamico Tradizionale sem uppfyllir ströngustu skilyrði, í öðru lagi Condimento grade balsamic vinegar og í þriðja lagi hin venjulega balsamic vinegar sem fæst út í næstu matvöruverslun. Ekta Aceto Balsamico Tradizionale er framleidd úr trebbiano og lambrusco þrúgum og er látin þroskast á viðartunnum í að minnsta kosti 12 ár.
Réttir úr héraðinu: Tagliatelle alla Bolognese
Eins og áður hefur komið fram þá skiptist héraðið í tvö söguleg héruð með ólík einkenni, sögu og hefðir, annars vegar Emilia og hins vegar Romagna. Það má líka greina mun á íbúum þessara tveggja sögulegu héraða, íbúar Emilia eru flestir hamingjusamir og bjartsýnir á meðan íbúar Romagna eru skapmiklir og ákveðnir og það má greina þennan mun á lunderni þeirra í matargerðinni. Matreiðslumanni í Emilia myndi aldrei detta til huga að yfirgnæfa einhvern rétt með sterku kryddi en matreiðslumanni í Romagna gæti aftur á móti dottið slíkt til hugar.
Pasta er oftast haft sem fyrsti réttur en mikil hefð er fyrir heimagerðu pasta í Emilia-Romagna, t.d. tagliatelle, cappelletti, gramigna, lasagne og tortellini. Þarna er litið á pastagerðina sem listgrein og er hrein unun að fylgjast með hæfileikaríkum pastagerðamanni að störfum í Emilia-Romagna. Réttir á borð við Ragù alla Bolognese, Cannelloni og Lasagne al forno eru algengir á hvers manns borðum og má segja að tómatar séu undirstaðan í mjög mörgum pastasósum í Emilia-Romagna.
Svín hafa verið ræktuð í héraðinu síðan 1000 f.k. og er árleg framleiðsla í dag um tvær milljónir dýra. Þessi mikla hefð fyrir svínræktun hefur í gegnum tíðina gefið af sér stórkostlegar afurðir á borð við Prociutto Crudo, Coppa, Pancetta, Mortadella, Cotechino og Culatello sem eru þekktar um allan heim.
Þrátt fyrir að mikið sé um kjötrétti í Emilia-Romagna þá er mikil hefð fyrir fiskréttum í Romagna, upp með strönd Adríahafsins, og er héraðið eitt af fimm mestu fiskveiðihéruðum landsins, t.d. má nefna hina velþekktu súpu héraðsins, Brodetto di pesce alla romagnola.
Parmigiano Reggiano er harður ostur sem framleiddur er í kringum borgirnar Parma og Reggio Emilia í miðjum Pó-dalnum en af þeim er nafn hans dregið. Heiti ostsins er skrásett vörumerki og nafnið að auki verndað af reglugerð Evrópusambandsins. Þar af leiðandi má ostur sömu tegundar ekki bera nafnið Parmigiano Reggiano heldur bera þeir nafnið grana, t.d. hinn þekkti grana padano.
Balsamic Vinegar hefur verið framleitt í Modena og Reggio Emilia frá því á miðöldum. Balsamic Vinegar skiptist í þrjár megintegundir, í fyrsta lagi Aceto Balsamico Tradizionale sem uppfyllir ströngustu skilyrði, í öðru lagi Condimento grade balsamic vinegar og í þriðja lagi hin venjulega balsamic vinegar sem fæst út í næstu matvöruverslun. Ekta Aceto Balsamico Tradizionale er framleidd úr trebbiano og lambrusco þrúgum og er látin þroskast á viðartunnum í að minnsta kosti 12 ár.
Réttir úr héraðinu: Tagliatelle alla Bolognese
Víngerð héraðsins
Emilia-Romagna er þekktara fyrir matargerð sína og afurðir henni tengdri heldur en vínin sem framleidd eru í héraðinu. Emilia-Romagna skiptist eins og áður segir í tvö söguleg héruð, annars vegar Emilia og hins vegar Romagna, og kemur munurinn á þessum tveimur svæðum m.a. fram í víngerð þeirra.
Þekktasta vín Emilia er Lambrusco sem er lágreyðandi vín úr samnefndri þrúgu sem framleitt er á fimm mismunandi DOC-svæðum í kringum Modena og Reggio Emilia, þ.e. Lambrusco di Sorbara, Lambrusco Grasparossa di Castelvetro, Modena, Reggiano og Lambrusco Salamino di Santacroce. Lambrusco-vínin geta verið hvít-, rauð- eða rósavín og geta bæði verið þurr eða sæt en eiga það öll sammerkt að best er að drekka þau ung og oftast innan ársins. Vínin sem flutt eru út eru oft á tíðum sæt og ávaxtarík en aftur á móti er víða á Ítalíu hægt að finna hina ekta þurru
útgáfu Lambrusco-vínanna sem henta svo vel matargerð héraðsins. Í hæðunum í kringum Bologna er að finna DOCG-vínið Collio Bolognese Classico Pignoletto sem framleitt er úr þrúgunni Pignoletto en önnur svæði í Romagna má nefna Colli Piacentini, Colli Bolognesi og Colli di Parma.
Í Romagna er að finna vínið Albana di Romagna, fyrsta hvítvín Ítalíu sem fékk DOCG stimpil árið 1987. Albana di Romagna er framleitt úr þrúgunni Albana, allt frá strandsvæðum í kringum Rimini og Riccione upp til Bologna. Önnur DOC svæði í Romagna má nefna rauðvínin frá svæðinu Sangiovese di Romagna og hvítvínin frá svæðinu Trebbiano di Romagna.
Þekktasta vín Emilia er Lambrusco sem er lágreyðandi vín úr samnefndri þrúgu sem framleitt er á fimm mismunandi DOC-svæðum í kringum Modena og Reggio Emilia, þ.e. Lambrusco di Sorbara, Lambrusco Grasparossa di Castelvetro, Modena, Reggiano og Lambrusco Salamino di Santacroce. Lambrusco-vínin geta verið hvít-, rauð- eða rósavín og geta bæði verið þurr eða sæt en eiga það öll sammerkt að best er að drekka þau ung og oftast innan ársins. Vínin sem flutt eru út eru oft á tíðum sæt og ávaxtarík en aftur á móti er víða á Ítalíu hægt að finna hina ekta þurru
útgáfu Lambrusco-vínanna sem henta svo vel matargerð héraðsins. Í hæðunum í kringum Bologna er að finna DOCG-vínið Collio Bolognese Classico Pignoletto sem framleitt er úr þrúgunni Pignoletto en önnur svæði í Romagna má nefna Colli Piacentini, Colli Bolognesi og Colli di Parma.
Í Romagna er að finna vínið Albana di Romagna, fyrsta hvítvín Ítalíu sem fékk DOCG stimpil árið 1987. Albana di Romagna er framleitt úr þrúgunni Albana, allt frá strandsvæðum í kringum Rimini og Riccione upp til Bologna. Önnur DOC svæði í Romagna má nefna rauðvínin frá svæðinu Sangiovese di Romagna og hvítvínin frá svæðinu Trebbiano di Romagna.