PÚGLÍA - HEILLANDI HÉRAÐ Í SUÐRINU
Púglía er heillandi hérað sem hægt er að heimsækja árið um kring. Héraðið er langt og mjótt og teygir sig langt upp eftir hælnum á ítalska stígvélinu með sína fallegu strandbæi og stórkostlegu strandir. Héraðið er um 19.400 ferkílómetrar að stærð og íbúar héraðsins telja 4 milljónir. Púglía liggur að Molise í norðri, Campania í vestri og Basilicata í suðvestri. Sýslur héraðsins eru 6 talsins : Bari, Barletta-Andria-Trani Brindisi, Foggia, Lecce og Taranto. Höfuðborg héraðsins er Bari en aðrar borgir í héraðinu eru Lecce, Foggia og Taranto.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Alberobello er lítill bær sem er frægur fyrir mikinn fjölda af fornum og einkennileg Trulli-húsum. Slík hús eru hvít að lit með gráu keilulaga þaki byggð úr kalksteini. Alberobello er á heimsminjaskrá UNESCO.
Castel del Monte er dæmi um framúrskarandi meistaraverk miðalda arkitektúrs, byggt í tíð keisarans Frederick Hohenstaufen á 12. öld og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.
Tremiti Archipelago samanstendur af eyjunum San Domino, San Nicola, Capraia, Cretaccio og Pianosa. Um er að ræða agnarlitla paradís í stórkostlegu landslagi þar sem saga og náttúra ná fullkomnun er unun væri að kanna til hlítar.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Altamura - Bari - Brindisi - Ceglie Messapica - Fasano - Foggia - Galataina - Gallipoli - Gargano - Grottaglie - Lecce - Locorotondo - Lucera - Martina Franca - Monopoli - Monti Dauni - Mottola - Otranto - Polignano al Mare - Putignano - Roseto Valfortore - Salento - Santa Maria di Leuca - Taranto
Castel del Monte er dæmi um framúrskarandi meistaraverk miðalda arkitektúrs, byggt í tíð keisarans Frederick Hohenstaufen á 12. öld og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.
Tremiti Archipelago samanstendur af eyjunum San Domino, San Nicola, Capraia, Cretaccio og Pianosa. Um er að ræða agnarlitla paradís í stórkostlegu landslagi þar sem saga og náttúra ná fullkomnun er unun væri að kanna til hlítar.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Altamura - Bari - Brindisi - Ceglie Messapica - Fasano - Foggia - Galataina - Gallipoli - Gargano - Grottaglie - Lecce - Locorotondo - Lucera - Martina Franca - Monopoli - Monti Dauni - Mottola - Otranto - Polignano al Mare - Putignano - Roseto Valfortore - Salento - Santa Maria di Leuca - Taranto
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Púglía liggur nokkuð afskekkt á “hælnum” sem hefur orðið til þess að leyndarmál þess hafa varðveist. Löng strandlengja Púglia veitir íbúunum greiðan aðgang að úrvali sjávarafurða allt árið um kring, t.d. kolkrabbar, ostrur og sjóskjaldbökur. Þar sem héraðið er flatlent og frjósamt er mikið ræktað af einstaklega góðu grænmeti og má þar nefna hvítlauk, lauk, kúrbít, spergilkál paprika, kartöflur, spínat, eggaldin, blómkál, fenniku, ætisþistla, salatkál og tómata. Kjúklingabaunir, linsubaunir og baunir eru einnig ræktaðar í héraðinu.
Púglía er stærsti framleiðandi ólífuolíu á Ítalíu og er mikilfengleg sýn að sjá yfir heilu breiðurnar af ólífutrjám eins langt og augað eygir. En gæðin hafa þó reynst misjöfn, allt frá því að vera glundur í flösku upp í að vera ólífuolía sem getur keppt við þær bestu í gæðum.
Þar sem héraðið er fyrrverandi grísk nýlenda er matreiðslan töluvert frábrugðin því sem tíðkast í nálægum héruðum, þ.e. í Campania og Molise, og kemur það fram í notkun hráefna á borð við lambakjöt, eggaldin og sauðamjólkurosta.
Hveitideig er mun vinsælla í Púglía en í öðrum héruðum Ítalíu. Íbúar héraðsins eru líka stoltir af sínu heimagerða pasta sem er oft formað í óvenjulega lögun eins og lítil eyru og kallast “orecchiette”. Upphaflega voru eyrun alltaf brún, búin til úr heilhveiti, en nú eru þau einnig til hvít, búin til úr meira unnu hveiti. Eyrun eru búin til í höndunum og er ótrúlegt hve konurnar eru fljótar að móta þau úr útflöttu nýju pasta.
Púglía er stærsti framleiðandi ólífuolíu á Ítalíu og er mikilfengleg sýn að sjá yfir heilu breiðurnar af ólífutrjám eins langt og augað eygir. En gæðin hafa þó reynst misjöfn, allt frá því að vera glundur í flösku upp í að vera ólífuolía sem getur keppt við þær bestu í gæðum.
Þar sem héraðið er fyrrverandi grísk nýlenda er matreiðslan töluvert frábrugðin því sem tíðkast í nálægum héruðum, þ.e. í Campania og Molise, og kemur það fram í notkun hráefna á borð við lambakjöt, eggaldin og sauðamjólkurosta.
Hveitideig er mun vinsælla í Púglía en í öðrum héruðum Ítalíu. Íbúar héraðsins eru líka stoltir af sínu heimagerða pasta sem er oft formað í óvenjulega lögun eins og lítil eyru og kallast “orecchiette”. Upphaflega voru eyrun alltaf brún, búin til úr heilhveiti, en nú eru þau einnig til hvít, búin til úr meira unnu hveiti. Eyrun eru búin til í höndunum og er ótrúlegt hve konurnar eru fljótar að móta þau úr útflöttu nýju pasta.
VÍNGERÐIN Í PÚGLÍA
Vínrækt hefur verið stunduð í Púglía í fjögur þúsund ár, lengur en í flestum öðrum héruðum Ítalíu. Í Púgliía er framleitt meira magn af víni en í nokkru öðru héraði landsins. Í venjulegu árferði eru framleidd u.þ.b. 17% af heildarframleiðslu landsins. Hér áður fyrr var stór hluti af vínframleiðslunni flutt upp til Tóríno þar sem hún var notuð til framleiðslu á Vermouth eða til Frakklands þegar uppskeran þar brást.
Á undanförnum árum hefur vínræktin í Púglía tekið stakkaskiptum og framfarirnar hafa verið miklar. Þar er einna helst að þakka nýrri tækni og nýjum viðhorfum í vínræktinni. Sumir segja að vínin frá Púglía gætu verið helstu kandídatar Evrópu í samkeppninni við vínin frá nýja heiminum.
Í Púglía er 25 DOC-svæði, þ.á.m. Primitivo di Manduria sem er hin upprunalega Zinfandel-þrúga sem hefur notið mikilla vinsælda í Kaliforníu og á svæðinu Salice Salentino í nágrenni Lecce þar sem framleidd eru kröftug rauðvín, mestmegnis úr þrúgunni Negro Amaro.
Á undanförnum árum hefur vínræktin í Púglía tekið stakkaskiptum og framfarirnar hafa verið miklar. Þar er einna helst að þakka nýrri tækni og nýjum viðhorfum í vínræktinni. Sumir segja að vínin frá Púglía gætu verið helstu kandídatar Evrópu í samkeppninni við vínin frá nýja heiminum.
Í Púglía er 25 DOC-svæði, þ.á.m. Primitivo di Manduria sem er hin upprunalega Zinfandel-þrúga sem hefur notið mikilla vinsælda í Kaliforníu og á svæðinu Salice Salentino í nágrenni Lecce þar sem framleidd eru kröftug rauðvín, mestmegnis úr þrúgunni Negro Amaro.