MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA
VÍNGERÐIN Á SIKILEY
Á Sikiley þekur vínviður meira svæði en í nokkru öðru héraði Ítalíu og hafa þeir betur í harðri baráttu við Puglia. En þrátt fyrir slíkt drekka íbúar eyjunnar minna magn af víni en aðrir þegnar Ítalíu.

Á Sikiley er framleitt mikið magn af rúsínum úr vínberjaframleiðslunni og eru þær mikið notaðar í eldamennsku eyjaskeggja en vínberjaframleiðslan spilar líka stórt hlutverk í framleiðslu stórgóðra eftirréttavín og má þar til að mynda nefna hin heimsfrægu Marsala-vín. Framleiðsla eftirréttavína telur um 90% af heildarframleiðslu á DOC-vínum á Sikiley en þrátt fyrir það má ekki líta framhjá mörgum stórgóðum vínum, bæði rauðvínum og hvítvínum, sem framleidd eru um alla Sikiley, bæði af stórum sem og litlum framleiðendum.

Í dag er framleitt mun meira af hvítvínum á Sikiley en af rauðvíni en síðustu árin hefur framleiðsla rauðvína aukist á kostnað þeirra hvítu. Miklar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum og hefur framboðið af góðum vínum aukist jafnframt því sem eftirtektarverðir vínframleiðendur hafa komið fram á hverju ári. Sumir ganga svo langt að segja að Sikiley sé svar Evrópu við vínunum frá nýja heiminum. Ennfremur hefur verið mikið um fjárfestingar í vínrækt á Sikiley á undanförnum árum og hafa bæði innlendir og erlendir aðilar hafa verið að leggja fjármagn til greinarinnar.

Hér fyrir neðan eru umfjallanir um nokkur góð vín frá Toskana sem eru í sölu hér á landi.
DONNAFUGATA ANTHILIA 2012 - FLOTT VÍN, FRAMLEITT ÚR STAÐBUNDNUM ÞRÚGUM
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]