ÚMBRÍA - EINA HÉRAÐIÐ SEM LIGGUR EKKI AÐ HAFI
Úmbría er hrífandi landsvæði skínandi grænna fjalla og hæða og blikandi blárra vatna og áa. Umbria er eina hérað Ítalíu sem ekki liggur að hafi og hefur ekki landamæri að öðru þjóðríki. Það er staðsett nokkurn vegin á miðri Ítalíu, liggur að Marche, Lazio og Toscana. Umbria nær yfir 8.500 ferkílómetra og telja íbúar héraðsins tæplega 870.000 sem gerir það að fjórða fámennasta héraði Ítalíu. Héraðið skiptist í tvær sýslur, annars vegar Perugia með samnefndri höfuðborg héraðsins og hins vegar Terni.
Héraðið er að mestu hæðótt og fjalllent, landslagið einkennist af ölpunum, með Monte Vettore (2.476 metrar yfir sjávarmáli) sem hæsta punkt, og vatnasvæði árinnar Tiber sem rennur í gegnum héraðið, með Attigliano (96 metrar yfir sjávarmáli) sem lægsta punkt. Í héraðinu má einnig finna stöðuvatnið Lago Trasimeno sem er það fjórða stærsta á Ítalíu.
Héraðið er að mestu hæðótt og fjalllent, landslagið einkennist af ölpunum, með Monte Vettore (2.476 metrar yfir sjávarmáli) sem hæsta punkt, og vatnasvæði árinnar Tiber sem rennur í gegnum héraðið, með Attigliano (96 metrar yfir sjávarmáli) sem lægsta punkt. Í héraðinu má einnig finna stöðuvatnið Lago Trasimeno sem er það fjórða stærsta á Ítalíu.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Amelia - Assisi - Castelluccio - Corciano - Deruta - Foligno - Gubbio - Lago Trasimeno - Montefalco - Montone - Norcia - Orvieto - Perugia - Spoleto - Stroncone - Terni - Todi - Trevi - Umbertide
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Í Úmbría byggir matargerðin á fjölskylduhefðum og er eldamennskan látlaus og einföld, sjaldnast notuð fleiri en fjögur til fimm hráefni í hvern rétt og réttirnir oft bornir fram án sósu. Mikið er notað af fersku grænmeti svo sem ertur, tómatar, laukur, kartöflur, baunir, spínat og eggaldin. Að auki er mikið um linsubaunir í Umbria og þær taldar þær allra bestu á Ítalíu og þó víðar væri leitað, t.d. linsubaunirnar frá Castelluccio di Norcia.
Íbúar héraðsins nýta hina ýmsu ferskvatnsfiska úr ánni Tiber sem aðalrétt, t.d. silung, vatnakarfa, geddu, ál og hvítfisk.
Héraðið er þekkt fyrir svínaafurðir sínar, t.d. pylsur, skinku og pylsur sem margir telja með þeim bestu á Ítalíu. Í Norcia eru t.d. framleiddar svo góðar svínakjötsafurðir að verslun sem hefur pylsur á boðstólum er kölluð á mið-Ítalíu “Norceria”, og pastasósa gerð úr nýjum pylsum kölluð “Norcerina”. Í héraðinu er líka framleitt mjög gott nautakjöt og þá sérstaklega af nautgripum sem aldir eru upp nálægt landamærum Toscana. Ennfremur eru villisvínin ljúffeng hér um slóðir en þeirra er oft neytt á haustin, borin fram með sósu gerðri úr ólífuolíu, víni, ediki og kryddjurtum.
Hinir heimsfrægu svörtu trufflusveppir vaxa á svæðum nálægt Norcia og Spoleto en íbúar héraðsins nota þá óspart til að bragðbæta hina ýmsu rétti, t.d. grauta, pastarétti og kartöflurétti. Hinir verðmeiri hvítu trufflusveppir finnast einnig í héraðinu og þá helst á svæðum nálægt Valtiberina, Orvieto og Gubbio.
Svo í lokin má ennfremur minnast á súkkulaðið frá Perugia sem er frægt um allan heim en þar er ennfremur haldin súkkulaðihátíð á hverju ári sem stendur yfir í átta daga.
Íbúar héraðsins nýta hina ýmsu ferskvatnsfiska úr ánni Tiber sem aðalrétt, t.d. silung, vatnakarfa, geddu, ál og hvítfisk.
Héraðið er þekkt fyrir svínaafurðir sínar, t.d. pylsur, skinku og pylsur sem margir telja með þeim bestu á Ítalíu. Í Norcia eru t.d. framleiddar svo góðar svínakjötsafurðir að verslun sem hefur pylsur á boðstólum er kölluð á mið-Ítalíu “Norceria”, og pastasósa gerð úr nýjum pylsum kölluð “Norcerina”. Í héraðinu er líka framleitt mjög gott nautakjöt og þá sérstaklega af nautgripum sem aldir eru upp nálægt landamærum Toscana. Ennfremur eru villisvínin ljúffeng hér um slóðir en þeirra er oft neytt á haustin, borin fram með sósu gerðri úr ólífuolíu, víni, ediki og kryddjurtum.
Hinir heimsfrægu svörtu trufflusveppir vaxa á svæðum nálægt Norcia og Spoleto en íbúar héraðsins nota þá óspart til að bragðbæta hina ýmsu rétti, t.d. grauta, pastarétti og kartöflurétti. Hinir verðmeiri hvítu trufflusveppir finnast einnig í héraðinu og þá helst á svæðum nálægt Valtiberina, Orvieto og Gubbio.
Svo í lokin má ennfremur minnast á súkkulaðið frá Perugia sem er frægt um allan heim en þar er ennfremur haldin súkkulaðihátíð á hverju ári sem stendur yfir í átta daga.
VÍNGERÐIN Í HÉRAÐINU
Þrátt fyrir að vínframleiðslan í Umbria sé takmörkuð að magni þá eru gæðin svo sannarlega til staðar. Umbria er, líkt og Lazio og Marche, þekktast fyrir hvítvínin sín sem sum hver eru í hópi þeirra bestu á Ítalíu. Þekktustu vín héraðsins eru hvítu Orvieto vínin sem framleidd eru í kringum samnefnda borg og eru framleidd bæði þurr og sæt. Orvieto vínin eru framleidd að meginhluta úr þrúgunum Trebbiano Toscano (40-60%) sem oft er kölluð Procania af héraðsbúum, og Verdello (15-25%) en auk þeirra er að finna þrúgurnar Grechetto, Canaiolo Bianco og/eða Malvasia Toscana.
Rauðvínin eru ekki mjög þekkt fyrir utan héraðið en eru mörg hver góð og hafa verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum. Þrátt fyrir að héraðið sé þekktast fyrir hvítvín eru bæði DOCG vín héraðsins rauð, annars vegar Sagrantino di Montefalco og hins vegar Torgiano Rosso Riserva.
Rauðvínin eru ekki mjög þekkt fyrir utan héraðið en eru mörg hver góð og hafa verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum. Þrátt fyrir að héraðið sé þekktast fyrir hvítvín eru bæði DOCG vín héraðsins rauð, annars vegar Sagrantino di Montefalco og hins vegar Torgiano Rosso Riserva.