BASILICATA - ENDALAUS NÁTTÚRUFEGURÐ
Nafnið Basilicata kemur úr latínu og merkir Land konunga og hefur ennfremur lengi gengið undir nafninu Lucania. Héraðið er staðsett á Mezzogiorno, svæði á Suður-Ítalíu sem þekkt er fyrir afslappaðan lífstíl, mikið sólskin, fersk hráefni og góð vín. Basilicata nær yfir 10.000 ferkílómetra svæði en íbúar héraðsins telja einungis 600.000 manns sem gerir héraðið eitt af þeim fámennustu á Ítalíu. Héraðið liggur að Campania í norðvestur, Puglia í norðaustur og Calabria í suður. Sýslur héraðsins eru tvær: Potenza og Matera og samnefndar borgir þær helstu í hvorri sýslu fyrir sig.
Héraðið er að mestu leyti óspillt og fjárhirðar standa enn meðfram vegunum allan daginn og fylgjast með hjörðum sínum í sólskininu, stundum í hóp en oft einir í félagsskap hunds. Í héraðinu hefur upprunaleg menning þess og hefðir haldist í margar aldir og íbúarnir eru stoltir af sögu héraðsins og sjálfstæði þess. Sveitir Basilicata eru ríkar af náttúrufegurð, umluktar þremur þjóðgörðum, þ.e. Cilento, Pollino og Sila, sem eru gríðarstór svæði af óspilltum skógi og stórkostlegu útsýni til fjalla þar sem allt úir og grúir af úlfum, örnum og villtum köttum.
Héraðið er að mestu leyti óspillt og fjárhirðar standa enn meðfram vegunum allan daginn og fylgjast með hjörðum sínum í sólskininu, stundum í hóp en oft einir í félagsskap hunds. Í héraðinu hefur upprunaleg menning þess og hefðir haldist í margar aldir og íbúarnir eru stoltir af sögu héraðsins og sjálfstæði þess. Sveitir Basilicata eru ríkar af náttúrufegurð, umluktar þremur þjóðgörðum, þ.e. Cilento, Pollino og Sila, sem eru gríðarstór svæði af óspilltum skógi og stórkostlegu útsýni til fjalla þar sem allt úir og grúir af úlfum, örnum og villtum köttum.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Maratea er lítill og fallegur bær með óviðjafnanlegt landslag og dásamlega strönd. Bærinn hefur oft verið kallaður Perlan við Tyrrenahafsströndina og er hann mjög vinsæll ferðamannastaður á meðal margra efnaðra Ítala. Maratea er fullkominn fyrir þá sem elska verslanir og næturlíf, þ.e. að kíkja í búðarglugga verslana í gamla bænum, njóta kvöldverðar í einum af veitingahúsunum við höfnina, drykk á einum af börunum við torgið og enda kvöldið á einum af fjölmörgu skemmtistöðum bæjarins fram á rauða nótt.
Sassi di Matera eru forsögulegir hellar, grafnir í stein fyrir um 9.000 árum, og eru þeir á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 1950 ákváðu yfirvöld að flytja íbúa Sassi Matera í önnur hverfi nútímaborgarinnar en í rauninni er þetta eini staðurinn í heiminum þar sem fólk getur búið í sömu vistarverum og forfeður þeirra gerðu fyrir þúsundum ára. Í dag er verið að endurbyggja hellana og sumir af þeim verið gerðir upp sem hótelíbúðir.
Aðrir áhugaverðir staðir
Metaponto - Bernalda - Laurea - Melfi - San Mauro Forte - Venosa
Sassi di Matera eru forsögulegir hellar, grafnir í stein fyrir um 9.000 árum, og eru þeir á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 1950 ákváðu yfirvöld að flytja íbúa Sassi Matera í önnur hverfi nútímaborgarinnar en í rauninni er þetta eini staðurinn í heiminum þar sem fólk getur búið í sömu vistarverum og forfeður þeirra gerðu fyrir þúsundum ára. Í dag er verið að endurbyggja hellana og sumir af þeim verið gerðir upp sem hótelíbúðir.
Aðrir áhugaverðir staðir
Metaponto - Bernalda - Laurea - Melfi - San Mauro Forte - Venosa
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Basilicata er að mestu leyti hrjúft og þurrt svæði sem gerir það að einu versta landbúnaðarsvæði Ítalíu. Héraðið var mjög fátækt en íbúarnir sterkir og gerðu það besta úr því sem þeir höfðu hverju sinni. Maturinn í Basilicata er fjölbreyttur og bragðgóður þar sem íbúarnir eru góðir í því að búa til mikið úr litlu.
Svínakjöt er óaðskiljanlegur hluti matarmenningar héraðsins og er svínakjötið uppistaðan í ótal mörgum réttum þess. Héraðið er ennfremur þekkt um alla Ítalíu fyrir pylsurnar sínar, t.d. kryddaða pylsan Lucanica, Salsicce Lucane sem gerð er úr fyrsta flokks hráefni og Pezzente sem gerð er úr ódýrari hlutum svínaskrokksins og er einstök fyrir Basilicata.
Pasta er algengasti maturinn, bæði með grænmetis- og kjötsósum, og frjálslega er farið með rauða piparinn eins og víðar á Suður-Ítalíu. Íbúar héraðsins nýta nær allar tegundir grænmetis sem ræktað er á Ítalíu, þ.á.m. hinn beiska lauk héraðsins, sveppi, hestabaunir, ætiþistla, kartöflur og papriku. Fiskur er töluvert mikið á matseðlum héraðsins, bæði saltvatns- og ferskvatnsfiskur, og eins og annars staðar á Ítalíu þá spila hinir auðmjúku tómatar stóran þátt í matarræðinu hjá íbúum héraðsins.
Fallegir ostar eru framleiddir uppi í fjöllum héraðsins og oftast bornir fram með fjölbreyttu úrvali af kjöti ásamt brauði úr nágrenninu sem gjarnan eru í formi gríðarstórra brauðhleifa.
Svínakjöt er óaðskiljanlegur hluti matarmenningar héraðsins og er svínakjötið uppistaðan í ótal mörgum réttum þess. Héraðið er ennfremur þekkt um alla Ítalíu fyrir pylsurnar sínar, t.d. kryddaða pylsan Lucanica, Salsicce Lucane sem gerð er úr fyrsta flokks hráefni og Pezzente sem gerð er úr ódýrari hlutum svínaskrokksins og er einstök fyrir Basilicata.
Pasta er algengasti maturinn, bæði með grænmetis- og kjötsósum, og frjálslega er farið með rauða piparinn eins og víðar á Suður-Ítalíu. Íbúar héraðsins nýta nær allar tegundir grænmetis sem ræktað er á Ítalíu, þ.á.m. hinn beiska lauk héraðsins, sveppi, hestabaunir, ætiþistla, kartöflur og papriku. Fiskur er töluvert mikið á matseðlum héraðsins, bæði saltvatns- og ferskvatnsfiskur, og eins og annars staðar á Ítalíu þá spila hinir auðmjúku tómatar stóran þátt í matarræðinu hjá íbúum héraðsins.
Fallegir ostar eru framleiddir uppi í fjöllum héraðsins og oftast bornir fram með fjölbreyttu úrvali af kjöti ásamt brauði úr nágrenninu sem gjarnan eru í formi gríðarstórra brauðhleifa.
VÍNGERÐ HÉRAÐSINS
Þrátt fyrir að Basilicata sé staðsett vestur af Puglia, ein af vöggum ítalskrar víngerðar, hefur Basilicata verið lengur að taka við sér en önnur héruð á
Suður-Ítalíu, hvað varðar víngerð. Þaðan koma þó athyglisverð vín, t.d. rauðvínið Aglianico del Vulture sem er framleitt úr þrúgunni Aglianico, sem
margir af færustu sérfræðingum Ítalíu hafa spáð að verði ein af þrúgum framtíðarinnar. Þessi forna þrúga, dökk og tannísk, var hér á öldum áður uppistaða vína er veitt voru höfðingjum og keisurum. Hugsanlega kann því þrúgan að endurheimta sinn fyrri stall.
Suður-Ítalíu, hvað varðar víngerð. Þaðan koma þó athyglisverð vín, t.d. rauðvínið Aglianico del Vulture sem er framleitt úr þrúgunni Aglianico, sem
margir af færustu sérfræðingum Ítalíu hafa spáð að verði ein af þrúgum framtíðarinnar. Þessi forna þrúga, dökk og tannísk, var hér á öldum áður uppistaða vína er veitt voru höfðingjum og keisurum. Hugsanlega kann því þrúgan að endurheimta sinn fyrri stall.