CAMPANÍA - FALLEGAR STRENDUR OG MILT VEÐURFAR
Fallegar strendur, milt veðurfar, gnægtarbrunnur menningar, sögu og lista sem og ástríða fyrir mat gerir Campania að dásamlegum stað. Campania er þéttbýlasta hérað Ítalíu og það næst fjölmennasta með um 5,8 milljónir íbúa. Héraðið er rúmir 13.500 ferkílómetrar og liggur það að Lazio í norðvestri, Molise í norðri, Puglia í norðaustri og Basilicata í suðaustri. Strandlengja héraðsins er 350 kílómetrar að lengd, allt frá mynni árinnar Garigliano til Policastro-flóa. Á Napoli-flóa mynda eyjurnar Ischia, Procida, Vivara, Capri og Nisida eyjaklasann Isole Flegree (Flegrean Islands). Sýslur héraðsins eru fimm: Napoli, Caserta, Benevento, Avellino og Salerno. Höfuðborg héraðsins er Napoli og aðrar helstu borgir eru Salerno, Giugliano, Torre del Greco, Pozzuoli, Caserta og Battipaglia.
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
AMALFÍ - HEILLLANDI ÞORP MEÐ SÍN SÓLRÍKU TORG OG LITLA STRÖND
Amalfi er lítið og sjarmerandi þorp á Amalfí-ströndinni sem laðar til sín fjöldan allan af ferðamönnum á hverju ári, sérstaklega vinsæll áfangastaður meðal Ítala. Amalfí er þekkt fyrir flottan arkitektúr. Í Amalfí er dásamlegt að ganga um þröngar göturnar, upplifa stemminguna, kíkja á sjarmerandi ströndina eða kíkja í pínulitla fjallgöngu og njóta útsýnisins yfir bæði landið og miðin. Svo miklu meira hér.
CAPRI - MÖGULEGA FEGURSTA EYJA VERALDAR
Eyjan Capri er sko falleg – svakalega falleg. Það væri svo sannarlega mikil synd að heimsækja Amalfi-ströndina án þess að gera sér ferð út í hina gullfallegu eyju, Capri, sem verið hefur áfangastaður ferðamanna allt frá rómverskum tímum. Þrátt fyrir smæð sína hefur Capri upp á mikið að bjóða en þar eru t.d. hvorki fleiri en færri en tólf kirkjur og sjö söfn ásamt miklum fjölda af merkilegum minnismerkjum. Svo miklu meira hér.
MINORI - DÁSAMLEGT ÞORP MEÐ EKTA ÍTALSKRI STEMMNINGU
Minori er lítið þorp á Amalfi-ströndinni eins og nafn þess gefur til kynna en „minori“ þýðir einmitt „lítill“ á tungumáli innfæddra. Að koma til Minori er líkt og hverfa aftur til gamalla tíma, líkt og stemmingin var á Amalfi-ströndinni fyrir nokkrum áratugum. Í Minori svífur yfir vötnum þessi ekta ítalska stemming sem er svo dásamleg. Svo miklu meira hér.
POSITANO - SJARMERANDI FISKIÞORP MEÐ STÓRBROTNU ÚTSÝNI
Positano er lítið en óendanlega sjarmerandi fiskiþorp við Amalfi-ströndina með stórbrotnu útsýni. Það er óviðjafnanleg sjón að sjá litrík húsin hangandi utan í hlíðunum og kirkju þorpsins staðsetta í hjarta þess, alveg niður við strönd. Positano laðar til sín endalausan fjölda ferðamanna, allan ársins hring. Svo miklu meira hér.
RAVELLO - gullfallegt þorp með óviðjafnanlegu útsýni
Ravello er gullfallegur bær sem laðar til sín ótal ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum, á ári hverju. Þar drýpur fegurðin af hverju strái og útsýnið hreint stórbrotið. Saga þessa litla þorps við Amalfi-ströndina nær allt aftur til 6. aldrar sem skipar því veglegan sess í sögu þessa svæðis. Í dag telja íbúarnir einungis 2.500 en þeir margfaldast yfir sumartímann þegar mikill fjöldi ferðamanna heimsækir heim þetta fallega þorp á Amalfí-ströndinni. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Agropoli - Avellino - Benevento - Boscoreale - Caserta - Cava de Tirreni - Cetara - Cilento - Furore - Giungano - Herculaneum - Ischia - Monte Procida - Monti Picentini - Montella – Napoli - Pompeii - Paestum - Phlaegrean Fields - Sorrento - Valva - Vietri
Amalfi er lítið og sjarmerandi þorp á Amalfí-ströndinni sem laðar til sín fjöldan allan af ferðamönnum á hverju ári, sérstaklega vinsæll áfangastaður meðal Ítala. Amalfí er þekkt fyrir flottan arkitektúr. Í Amalfí er dásamlegt að ganga um þröngar göturnar, upplifa stemminguna, kíkja á sjarmerandi ströndina eða kíkja í pínulitla fjallgöngu og njóta útsýnisins yfir bæði landið og miðin. Svo miklu meira hér.
CAPRI - MÖGULEGA FEGURSTA EYJA VERALDAR
Eyjan Capri er sko falleg – svakalega falleg. Það væri svo sannarlega mikil synd að heimsækja Amalfi-ströndina án þess að gera sér ferð út í hina gullfallegu eyju, Capri, sem verið hefur áfangastaður ferðamanna allt frá rómverskum tímum. Þrátt fyrir smæð sína hefur Capri upp á mikið að bjóða en þar eru t.d. hvorki fleiri en færri en tólf kirkjur og sjö söfn ásamt miklum fjölda af merkilegum minnismerkjum. Svo miklu meira hér.
MINORI - DÁSAMLEGT ÞORP MEÐ EKTA ÍTALSKRI STEMMNINGU
Minori er lítið þorp á Amalfi-ströndinni eins og nafn þess gefur til kynna en „minori“ þýðir einmitt „lítill“ á tungumáli innfæddra. Að koma til Minori er líkt og hverfa aftur til gamalla tíma, líkt og stemmingin var á Amalfi-ströndinni fyrir nokkrum áratugum. Í Minori svífur yfir vötnum þessi ekta ítalska stemming sem er svo dásamleg. Svo miklu meira hér.
POSITANO - SJARMERANDI FISKIÞORP MEÐ STÓRBROTNU ÚTSÝNI
Positano er lítið en óendanlega sjarmerandi fiskiþorp við Amalfi-ströndina með stórbrotnu útsýni. Það er óviðjafnanleg sjón að sjá litrík húsin hangandi utan í hlíðunum og kirkju þorpsins staðsetta í hjarta þess, alveg niður við strönd. Positano laðar til sín endalausan fjölda ferðamanna, allan ársins hring. Svo miklu meira hér.
RAVELLO - gullfallegt þorp með óviðjafnanlegu útsýni
Ravello er gullfallegur bær sem laðar til sín ótal ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum, á ári hverju. Þar drýpur fegurðin af hverju strái og útsýnið hreint stórbrotið. Saga þessa litla þorps við Amalfi-ströndina nær allt aftur til 6. aldrar sem skipar því veglegan sess í sögu þessa svæðis. Í dag telja íbúarnir einungis 2.500 en þeir margfaldast yfir sumartímann þegar mikill fjöldi ferðamanna heimsækir heim þetta fallega þorp á Amalfí-ströndinni. Svo miklu meira hér.
AÐRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Agropoli - Avellino - Benevento - Boscoreale - Caserta - Cava de Tirreni - Cetara - Cilento - Furore - Giungano - Herculaneum - Ischia - Monte Procida - Monti Picentini - Montella – Napoli - Pompeii - Paestum - Phlaegrean Fields - Sorrento - Valva - Vietri
ELDHÚS HÉRAÐSINS
Matargerðin í Campania er fræg um allann heim enda er í héraðinu að finna heimkynni hinna heimsfrægu Sam Marzano-tómata, fæðingarstað pizzunnar og gnótt af dásamlegum Mozzarella di Buffala.
Fyrir mörgum öldum fann óþekktur bakari í Napoli upp pizzuna, með tómat, mozzarella og basiliku til heiðurs Queen Margherita of Savoy en í dag er slíkt pizza þekkt undir nafninu Pizza Margherita. Hinn óþekkti bakari varð aldrei frægur fyrir þessa uppgötvun sína en í dag er sjálf pizzan fræg um allan heim.
Í Campania vaxa margir af bestu ávöxtum sem og það besta grænmeti er finna má um gjörvalla Ítalíu og má þar helst nefna appelsínur, sítrónur, tómata, lauk, ætisþistla og kartöflur.
Að auki er héraðið þekkt fyrir ostaframleiðsluna sína og má þar fremsta í flokki nefna mozzarella, scamorza, prolone og pecorino. Þrátt fyrir að Mozzarella di buffala sé vissulega framleiddur í fleiri héruðum á Ítalíu en í Campania þá eru þar hins vegar framleiddir nokkrir af þeim bestu og þá aðallega í Momdragone, Battipaglia, Capua og Eboli. Mozzarella di buffala er framleiddur úr mjólk vatnabuffalsins sem upphaflega var fluttur inn frá Asíu á áttundu öld. Sá ostur er talinn vera mýkri og rjómakenndari en þessi hefðbundni, Fior di Latte, sem framleiddur er úr kúamjólk og getur þar af leiðandi aldrei talist vera ekta mozzarella.
Fyrir mörgum öldum fann óþekktur bakari í Napoli upp pizzuna, með tómat, mozzarella og basiliku til heiðurs Queen Margherita of Savoy en í dag er slíkt pizza þekkt undir nafninu Pizza Margherita. Hinn óþekkti bakari varð aldrei frægur fyrir þessa uppgötvun sína en í dag er sjálf pizzan fræg um allan heim.
Í Campania vaxa margir af bestu ávöxtum sem og það besta grænmeti er finna má um gjörvalla Ítalíu og má þar helst nefna appelsínur, sítrónur, tómata, lauk, ætisþistla og kartöflur.
Að auki er héraðið þekkt fyrir ostaframleiðsluna sína og má þar fremsta í flokki nefna mozzarella, scamorza, prolone og pecorino. Þrátt fyrir að Mozzarella di buffala sé vissulega framleiddur í fleiri héruðum á Ítalíu en í Campania þá eru þar hins vegar framleiddir nokkrir af þeim bestu og þá aðallega í Momdragone, Battipaglia, Capua og Eboli. Mozzarella di buffala er framleiddur úr mjólk vatnabuffalsins sem upphaflega var fluttur inn frá Asíu á áttundu öld. Sá ostur er talinn vera mýkri og rjómakenndari en þessi hefðbundni, Fior di Latte, sem framleiddur er úr kúamjólk og getur þar af leiðandi aldrei talist vera ekta mozzarella.
VÍNGERÐIN Í CAMPANÍA
Vínframleiðsla hefur verið við líði í Campania síðan á 13 öld fyrir krist. Vín héraðsins hafa í gegnum tíðina verið framleidd í þeim tilgangi að njóta og neyta þeirra strax og af þeim sökum hafa vínframleiðendur frá Campania oft verið taldir annars flokks framleiðendur. En síðustu áratugi hefur verið mikil vakning í héraðinu og góðum vínum frá þeim hefur fjölgað hratt. Sem dæmi má nefna að í dag eru 19 DOC-svæði í Campania til samanburðar við einungis 9 svæði á árinu 1975. Í Campania eru 4 DOCG-svæði en þau eru Taurasi, Aglianico del Taburno, Fiano di Avellino og Greco di Tufo.
Í Campania er einnig að finna hinar frægu risastóru sítrónur frá Amalfi-ströndinni, “Limone di massa” en þær eru mun stærri og safaríkari en flestar aðrar sítrónur. Úr þessum dásamlegu sítrónum er meðal annars framleiddur hinn vinsæli líkjör, Limoncello, sem margir telja vera bestan frá Campania. Á Amalfi-ströndinni er hann framreiddur í kældum litlum keramikglösum og hefur þessi siður dreifst til margra annarra héraða á Ítalíu.
Í Campania er einnig að finna hinar frægu risastóru sítrónur frá Amalfi-ströndinni, “Limone di massa” en þær eru mun stærri og safaríkari en flestar aðrar sítrónur. Úr þessum dásamlegu sítrónum er meðal annars framleiddur hinn vinsæli líkjör, Limoncello, sem margir telja vera bestan frá Campania. Á Amalfi-ströndinni er hann framreiddur í kældum litlum keramikglösum og hefur þessi siður dreifst til margra annarra héraða á Ítalíu.