Á bak við vínhúsið Tenuta Sant‘Antonio standa fjórir bræður sem bera eftirnafnið Castagnedi, þeir Armando, Massimo, Paolo og Tiziano. Vínhúsið er staðsett í héraðinu Veneto, nánar tiltekið á svæði sem kallast Valpolicella í nágrenni við borgina Verona. Þaðan koma fræg vín á borð við Valpolicella, Bardolino og Soave.
Vínhúsið Tenuta Sant’Antonio framleiðir m.a. vínið Nanfré Valpolicella Superiore 2014. Það er framleitt úr þrúgunum Corvina 70% og Rondinella 30% en þessar tvær þrúgur ásamt þrúgunni Molinara eru þær þrúgur sem yfirleitt eru uppistaðan í þekktustu vínum héraðsins Veneto. Vínið er fyrst látið þroskast í 4-6 mánuði á stáltönkum áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og rauðum ávexti, pínulítið kryddað. Þetta er pínulítið ungæðislegt vín, mikill ferskleiki, þónokkur fylling og tiltölulega langt eftirbragð. Miðlungs tannín, nokkuð fersk sýra. Gott er að umhella þessu víni með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa því að anda en við það mýkist það og verður einhvern veginn rúnnaðra.
Nanfré Valpolicella Superiore 2014 fær þrjár og hálfa stjörnu – MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði en það kostar kr. 2.290 í vínbúð allra landsmanna sem verður að teljast ansi sanngjarnt.
Hér er um að ræða flott matarvín sem hentar einstaklega vel með bragðmiklum pastaréttum og ýmsum tegundum af risottó, t.d. risottó með sveppum.
MINITALIA mælir sérstaklega með þessu réttum hér fyrir neðan, smellpassa með þessu flotta víni:
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og rauðum ávexti, pínulítið kryddað. Þetta er pínulítið ungæðislegt vín, mikill ferskleiki, þónokkur fylling og tiltölulega langt eftirbragð. Miðlungs tannín, nokkuð fersk sýra. Gott er að umhella þessu víni með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa því að anda en við það mýkist það og verður einhvern veginn rúnnaðra.
Nanfré Valpolicella Superiore 2014 fær þrjár og hálfa stjörnu – MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði en það kostar kr. 2.290 í vínbúð allra landsmanna sem verður að teljast ansi sanngjarnt.
Hér er um að ræða flott matarvín sem hentar einstaklega vel með bragðmiklum pastaréttum og ýmsum tegundum af risottó, t.d. risottó með sveppum.
MINITALIA mælir sérstaklega með þessu réttum hér fyrir neðan, smellpassa með þessu flotta víni: