Í hjarta víngerðarsvæðisins Orvieto í héraðinu Úmbría er að finna vínhúsið Castello della Sala sem kennt er við sögufrægan kastala sem byggður var á árið 1350. Í dag ræður Piero Antinori, einn þekktasti víngerðarmaður Ítalíu, ríkjum í þessu virta vínhúsi sem framleitt hefur heimsfræg hvítvín á borð við Cervaro della Sala, Conte della Vipera og vínið sem hér um ræðir; Bramito del Cervo.
Bramito del Cervo 2015 er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Chardonnay. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í stuttan tíma og síðan látið þroskast áfram á stáltönkum áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta vín er ljóssítrónugult með ferskan en flókinn angan af suðrænum ávöxtum, t.d. ananas og sítrusávexti, ásamt heslihnetum og vanillu. Hér erum við að tala um virkilega vel uppbyggt vín, mikill elegans og flottur karakter. Stórgott vín sem gæti jafnvel batnað á næstu árum.
Bramito 2015 fær fjórar stjörnur og hálfa stjörnu – FRÁBÆR KAUP á þessu verði, kr. 2.699.
Í HNOTSKURN: Virkilega flott hvítvín með mikinn elegans og flottan karakter.
Þetta vín er ljóssítrónugult með ferskan en flókinn angan af suðrænum ávöxtum, t.d. ananas og sítrusávexti, ásamt heslihnetum og vanillu. Hér erum við að tala um virkilega vel uppbyggt vín, mikill elegans og flottur karakter. Stórgott vín sem gæti jafnvel batnað á næstu árum.
Bramito 2015 fær fjórar stjörnur og hálfa stjörnu – FRÁBÆR KAUP á þessu verði, kr. 2.699.
Í HNOTSKURN: Virkilega flott hvítvín með mikinn elegans og flottan karakter.