Amalfi er lítið og sjarmerandi þorp á Amalfí-ströndinni sem laðar til sín fjöldan allan af ferðamönnum á hverju ári, sérstaklega vinsæll áfangastaður meðal Ítala. Amalfí er þekkt fyrir flottan arkitektúr. Í Amalfí er dásamlegt að ganga um þröngar göturnar, upplifa stemminguna, kíkja á sjarmerandi ströndina eða kíkja í pínulitla fjallgöngu og njóta útsýnisins yfir bæði landið og miðin.
Amalfi á sér mikla sögu en Amalfi var á öldum áður eitt af fjórum valdamestu sjóveldum Ítalíu ásamt Pisa, Genóa og Feneyjum. Amalfi var höfuðborg hertogans af Amalfi og bjuggu þar á þeim tíma u.þ.b. 70.000 manns. Þrátt fyrir að það hafi eitt sinn búið 70.000 manns í þessu litla þorpi sem hægt er að ganga endilangt á u.þ.b. 20 mínútum þá telja íbúar þess í dag einungis rúmlega 7.000 manns.
Í dag er Amalfi heillandi þorp með sín sólríku torg, sjarmerandi götur og litlu ströndina sem einfaldlega öskrar á mann. Amalfi er þekkt fyrir að vera mikið sælkeraþorp og hvergi betra að snæða dásamlega fiskmáltíð á litlu veitingahúsi ásamt glasi af limoncello.