Portofino er lítið fiskiþorp á ítölsku rivíerunni sem er einn af eftirlætis áfangastöðum ríka og fræga fólksins. Þetta er í raun agnarsmár en óendanlega fallegur bær í kringum litla höfn sem er pökkuð af snekkjum af glæsilegri gerðinni, ásamt miklu úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum sem eru þétt setin af ríka og fræga fólkinu ásamt urmul af svokölluðum „paparazzi“ allt um kring. Hinir svokölluðu „paparazzi“ hafa það eina hlutverk að ná krassandi ljósmyndum af gestum staðarins í þeirri von að selja þær til slúðurblaða víða um heim. Í þessum pínulitla bæ má finna mikið úrval af hátískuverslunum og er fjöldi þeirra í hróplegu ósamræmi við fjölda íbúa en vegna fjölda efnaðra ferðamanna lifa þær góðu lífi í þessum fallega bæ.
Vinsældir Portofino jukust sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar kvikmyndastjörnurnar frá Hollywood fóru að eyða þar sumarfríum sinum og varð bærinn mikilvægur hluti af „La Dolce Vita“. Frægt varð þegar Elizabeth Taylor og Richard Burton trúlofuðu sig á svölunum á Hótel Splendido í Portofino en þess má geta að Elizabeth Taylor sumarfríum í Portofino með öllum sínum fjórum eiginmönnum.
Í nágrenni við Portofino má finna dásamlega bæi á borð við Santa Margherita Ligure, Camogli, Rapallo og ekki má gleyma San Fruttuoso, litlu víkinni sem margir telja vera einn fallegasta staðinn við allt Miðjarðarhafið.
Í nágrenni við Portofino má finna dásamlega bæi á borð við Santa Margherita Ligure, Camogli, Rapallo og ekki má gleyma San Fruttuoso, litlu víkinni sem margir telja vera einn fallegasta staðinn við allt Miðjarðarhafið.
Í hnotskurn er Portofino óendanlega fallegur bær með úrvali af veitingastöðum, börum og kaffihúsum og ennfremur stutt í margar af perlum ítölsku riveríunnar, t.d. Santa Margherita Ligure, Camogli, Rapallo og San Fruttuoso.