Parma er 200.000 manna borg, staðsett er í hinu frjósama landbúnaðarhéraði Emilia-Romagna. Borgin Parma er fræg fyrir hráskinkuna sína, parmesanostinn, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring. Parma er fyrrum höfuðborg samnefnds hertogadæmis við rætur Appennínafjalla. Borgin er í dag mikil háskólaborg og er þar að finna einn elsta skóla heims, Universitá degli Studi di Parma, sem stofnaður var árið 1117. Áin Parma rennur í gegnum borgina og skiptir henni upp í tvo hluta áður hún sameinast sjálfri Pó eftir að hafa runnið í makindum sínum í gegnum borgina.
Helstu merkisstaðir borgarinnar:
Á torginu Piazza Duomo er að finna dómkirkju borgarinnar ásamt skírnarhúsi. Skírnarhúsið, Battestero di Parma, var hannað af Benedetto Antelami og er byggt úr bleikum marmara sem virðist breyta um lit eftir því hvernig sólin skín. Það er upplifun að skoða hinar gullfallegu freskur sem prýða dómkirkjuna eftir endurreisnarmálarann Antonio da Correggio.
Helstu merkisstaðir borgarinnar:
Á torginu Piazza Duomo er að finna dómkirkju borgarinnar ásamt skírnarhúsi. Skírnarhúsið, Battestero di Parma, var hannað af Benedetto Antelami og er byggt úr bleikum marmara sem virðist breyta um lit eftir því hvernig sólin skín. Það er upplifun að skoða hinar gullfallegu freskur sem prýða dómkirkjuna eftir endurreisnarmálarann Antonio da Correggio.
Museo Glauco Lombardi er áhugavert safn um ævi Maria Luigia sem var önnur eiginkona Napóleon Bonaparte, virkilega persónulegt safn sem nær að fanga ævi þessarar hæfileikaríku konu.
Museo Glauco Lombardi er áhugavert safn sem er tileinkað ævi Marie Louise, hertogaynju af Parma og eiginkonu Napóleon Bonaparte. Þetta er persónulegt safn sem lýsir á áhugaverðan hátt ævi þessarar hæfileikaríku konu sem fékk yfirráð yfir Parma við skilnað hennar við Napóleon Bonaparte árið 1815.
Á hinu sögufræga torgi, Piazza Giuseppe Garibaldi, má í dag finna úrval af verslunum og veitingahúsum. Á þessu torgi má ennfremur finna hallirnar Palazzo del Governatore og Palazzo del Municipio.
Museo Glauco Lombardi er áhugavert safn sem er tileinkað ævi Marie Louise, hertogaynju af Parma og eiginkonu Napóleon Bonaparte. Þetta er persónulegt safn sem lýsir á áhugaverðan hátt ævi þessarar hæfileikaríku konu sem fékk yfirráð yfir Parma við skilnað hennar við Napóleon Bonaparte árið 1815.
Á hinu sögufræga torgi, Piazza Giuseppe Garibaldi, má í dag finna úrval af verslunum og veitingahúsum. Á þessu torgi má ennfremur finna hallirnar Palazzo del Governatore og Palazzo del Municipio.
Palazzo della Pilotta er nefnd í höfuðið á baskneskum boltaleik sem iðulega var leikinn í einum af görðunum sem þar er að finna. Höllin sem byggð var árið 1583 hýsir í dag fjölmargar menningarstofnanir, m.a. fornminjasafn, listasafn, listaskóla og síðast en alls ekki síst hið fræga leikhús borgarinnar, Teatro Farnese.
Ef gengið er frá Palazzo della Pilotta og yfir brúnna sem ber nafnið Ponte Giuseppe Verdi kemur maður inn í gríðarstóran almenningsgarð, Parco Ducale sem tilheyrði hertogahöllinni sem þar stendur, Palazzo Ducale.
Ef gengið er frá Palazzo della Pilotta og yfir brúnna sem ber nafnið Ponte Giuseppe Verdi kemur maður inn í gríðarstóran almenningsgarð, Parco Ducale sem tilheyrði hertogahöllinni sem þar stendur, Palazzo Ducale.
Teatro Regio di Parma heitir hið glæsilega óperuhús borgarinnar sem tekur 1.400 manns í sæti. Framkvæmdir við húsið hófust árið 1821 en það var tekið í notkun árið 1829. Ástríðufullir óperuunnendur í Parma eru gagnrýnir á óperuna sína og láta skoðun sína ávalt í ljós, hver sem hún er. Ennfremur er haldin óperuhátíð til heiðurs Guiseppe Verdi í október á hverju ári, sem stendur frá upphafi mánaðarins og allt til enda hans.
Borgin er endalaus matarkista guðdómlegra hráefna
Parma er staðsett á frjósömu landbúnaðarsvæði á Ítalíu og þaðan eru upprunnin mörg af bestu hráefnum ítalskrar matargerðar sinn, t.d. parmaskinkan fræga ásamt endalausu úrvali af pylsum og öðru kjötmeti og parmesanostinn þekkja allir. Það verður enginn svikinn af sælkeraferð til þessarar yndislegu borgar.
Borgin er endalaus matarkista guðdómlegra hráefna
Parma er staðsett á frjósömu landbúnaðarsvæði á Ítalíu og þaðan eru upprunnin mörg af bestu hráefnum ítalskrar matargerðar sinn, t.d. parmaskinkan fræga ásamt endalausu úrvali af pylsum og öðru kjötmeti og parmesanostinn þekkja allir. Það verður enginn svikinn af sælkeraferð til þessarar yndislegu borgar.
Rússibanareið fyrrum stórveldis
Í borginni er að finna knattspyrnufélagið Parma Calcio sem hefur á undanförnum áratugum unnið sína stærstu sigra á knattspyrnuvellinum en líka tapað mörgum af sínum stærstu orustum. Félagið varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum og sent niður í lægstu deild ítalskrar knattspyrnu. Nú er félagið að rísa úr öskustónni og mun að öllum líkindum spila á meðal hinna bestu innan fárra missera. Miklir snillingar hafa spilað með félaginu á undanförnum árum og áratugum og má þar nefna Hernan Crespo, Gianfranco Zola, Fabio Cannavaro og síðast en ekki síst hinn síungi Gianluigi Buffon.
Í borginni er að finna knattspyrnufélagið Parma Calcio sem hefur á undanförnum áratugum unnið sína stærstu sigra á knattspyrnuvellinum en líka tapað mörgum af sínum stærstu orustum. Félagið varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum og sent niður í lægstu deild ítalskrar knattspyrnu. Nú er félagið að rísa úr öskustónni og mun að öllum líkindum spila á meðal hinna bestu innan fárra missera. Miklir snillingar hafa spilað með félaginu á undanförnum árum og áratugum og má þar nefna Hernan Crespo, Gianfranco Zola, Fabio Cannavaro og síðast en ekki síst hinn síungi Gianluigi Buffon.
Parma er í hnotskurn heillandi háskólaborg sem er þekktust fyrir góðan mat, flottan arkitektúr, tónlist og fallegar sveitir allt um kring.