Saga þessa litla þorps við Amalfi-ströndina nær allt aftur til 6. aldrar sem skipar því veglegan sess í sögu þessa svæðis. Í dag telja íbúarnir einungis 2.500 en þeir margfaldast yfir sumartímann þegar mikill fjöldi ferðamanna heimsækir heim þetta fallega þorp á Amalfí-ströndinni.
Ravello var mjög vinsælt á árum áður hjá fræga og ríka fólkinu, sérstaklega listamönnum, tónlistarmönnum og rithöfundum. Meðal fastagesta í þorpinu má nefna fólk á borð við Giovanni Boccaccio, Virginia Wolf, Greta Garbo, Joan Mirò, Tennesse Williams, Jacqueline Kennedy og Richard Wagner. En þess má geta að allt frá árinu 1953 hefur verið haldin tónlistarhátíð Í Ravello til heiðurs Richard Wagner.
Ravello er gullfallegur bær sem laðar til sín ótal ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum, á ári hverju. Þar drýpur fegurðin af hverju strái og útsýnið hreint stórbrotið.
Ravello er gullfallegur bær sem laðar til sín ótal ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum, á ári hverju. Þar drýpur fegurðin af hverju strái og útsýnið hreint stórbrotið.