Positano er lítið en óendanlega sjarmerandi fiskiþorp við Amalfi-ströndina með stórbrotnu útsýni. Það er óviðjafnanleg sjón að sjá litrík húsin hangandi utan í hlíðunum og kirkju þorpsins staðsetta í hjarta þess, alveg niður við strönd. Positano laðar til sín endalausan fjölda ferðamanna, allan ársins hring.
Positano var ósköp venjulegt fiskiþorp við Amalfi-ströndina um miðja síðustu öld en í kjölfar þess að rithöfundurinn John Steinbeck skrifaði söguna „Positano bites deep“ þá öðlaðist þorpið gríðarlega vinsældir á meðal sólþyrstra ferðamanna. Steinbeck skrifaði „þessa draumastaður er einhvern vegin ekki raunverulegur á meðan á dvöl manns stendur en verður síðan svo óendanlega raunverulegur eftir að maður hefur yfirgefið hann".
Positano er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna frá öllum heimshornum. Þetta er sjarmerandi fiskiþorp með sín litríku hús og sína gullfallegu kirkju, Collegiata di Santa Maria Assunta, í hjarta bæjarins. Ströndin í þorpinu, Spiaggia Grande, er ein sú allra lengsta á Amalfi-ströndinni, u.þ.b. 300 metra löng, og kallar einhvern vegin á mann að leggjast flatur í sólina og panta sér kokkteil.
Það er einfaldlega gott að heimsækja Positano og njóta hinnar víðfrægu gestrisni og óendanlegum sjarma heimamanna.
Það er einfaldlega gott að heimsækja Positano og njóta hinnar víðfrægu gestrisni og óendanlegum sjarma heimamanna.