Vínhúsið Marchesi Aninori er einn stærsti og virtasti vínframleiðandi Ítalíu í dag en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1385. Á áttunda áratug síðustu aldar spilaði Marchesi Antinori stóran þátt í „Super-Tuscan“byltingunni og kom fram með vín á borð við Tignanello, Solaia og Guado al Tasso. En þessi bylting hófst þegar vínbændur í Toskana hófu að setja á markað afburðarvín, svokölluð Super Tuscans, sem uppfylltu ekki skilyrðin til að teljast DOC/G-vín en mörg þeirra öðluðust aftur á móti viðurkenningu víða um heim. Flokkurinn IGT ,Indicazione Geografica Tipica, leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina, framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Villa Antinori IGT 2016 fellur í þennan flokk en það er framleitt úr Sangiovese, Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah og Petit Verdot. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG. Vínið er fyrst látið þroskast 12 mánuði á frönskum, ungverskum og amerískum eikartunnum og síðan látið þroskast í 8 mánuði á flösku áður en það var sett á markað.
Hér er um að ræða frábært matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum, t.d. Pasta alla Norma eða Spaghetti alla puttanesca, smellpassar líka með rauðu kjöti, bæði lamba- og nautakjöti, og jafnvel léttri villibráð.
Villa Antinori IGT 2016 fær fjórar og hálfa stjörnu –flaskan af þessu víni kostar kr. 3.399 í vínbúð allra landsmanna.
Hér er um að ræða frábært matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum, t.d. Pasta alla Norma eða Spaghetti alla puttanesca, smellpassar líka með rauðu kjöti, bæði lamba- og nautakjöti, og jafnvel léttri villibráð.
Villa Antinori IGT 2016 fær fjórar og hálfa stjörnu –flaskan af þessu víni kostar kr. 3.399 í vínbúð allra landsmanna.