Vínið sem hér um ræðir, Santa Cristina IGT, kom fyrst á markað árið 1946. Í upphafi var þetta vín skilgreint sem Chianti Classico en frá árinu 1987 var það fyrst skilgreint sem Vino da Tavola en síðan sem IGT en sá flokkur kom til sögunnar árið 1992 í þeim tilgangi að auka frelsi í ítalskri víngerð. Flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Santa Cristina Toscana IGT 2014 er framleitt mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það fær að þroskast í 6 mánuði.
Veðurfarslega séð í Toskana var árið 2014 mjög óvenjulegt, jafnvel svo sérstakt að elstu muna ekki eftir öðru eins. Veturinn var óvenjulega hlýr og vætusamur, enda um að ræða hlýjasta vetur á þessum slóðum síðan 1834. Þegar leið fram á vorið breyttust hlutirnir lítið, hitastigið hækkaði hægt og rólega en vætan hélt áfram. Svo kom sumarið með hita undir meðallagi með þó nokkurri vætu og töluverðum raka. En til allrar hamingju kom bjartur og sólríkur september eins og himnasending og bjargaði víða uppskerutímabilinu.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.
Santa Cristina IGT 2014 fær þrjár og hálfa stjörnu - MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Þetta er virkilega flott matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum t.d. réttum á borð við Spaghetti all'amatriciana, Spaghetti alla puttanesca og gæti líka smellpassað með Kjúklingi veiðimannsins.
Veðurfarslega séð í Toskana var árið 2014 mjög óvenjulegt, jafnvel svo sérstakt að elstu muna ekki eftir öðru eins. Veturinn var óvenjulega hlýr og vætusamur, enda um að ræða hlýjasta vetur á þessum slóðum síðan 1834. Þegar leið fram á vorið breyttust hlutirnir lítið, hitastigið hækkaði hægt og rólega en vætan hélt áfram. Svo kom sumarið með hita undir meðallagi með þó nokkurri vætu og töluverðum raka. En til allrar hamingju kom bjartur og sólríkur september eins og himnasending og bjargaði víða uppskerutímabilinu.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.
Santa Cristina IGT 2014 fær þrjár og hálfa stjörnu - MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Þetta er virkilega flott matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum t.d. réttum á borð við Spaghetti all'amatriciana, Spaghetti alla puttanesca og gæti líka smellpassað með Kjúklingi veiðimannsins.