Penne all'amatriciana er einn af klassískari pastaréttum veraldar, eiginlega verða þeir ekkert mikið klassískari. Rétturinn er uppruninn frá héraðinu Lazio, nánar tiltekið þorpinu Amatrice sem staðsett er ekki langt frá Róm. Uppistaðan í þessum rétti eru tómatar, beikon (á Ítalíu er notað guanciale sem er kinnastykkið á svíninu) og pecorino-ostur.
Það eru ýmsar útgáfur til af þessum rétti, t.d. nota sumir parmesan í stað pecorino, sumir hella smá slettu af hvítvíni eða rauðvíni, aðrir nota mikið af chilli og/eða lauk á meðan aðrir sleppa því alveg og að síðustu er ýmist notað penne í þennan rétt eða spaghetti, bucatini eða jafnvel rigatoni.
Það eru ýmsar útgáfur til af þessum rétti, t.d. nota sumir parmesan í stað pecorino, sumir hella smá slettu af hvítvíni eða rauðvíni, aðrir nota mikið af chilli og/eða lauk á meðan aðrir sleppa því alveg og að síðustu er ýmist notað penne í þennan rétt eða spaghetti, bucatini eða jafnvel rigatoni.
Hráefni
1) 400 gr penne 2) 1 dós af tómötum 3) 200 gr beikon, þykkar sneiðar, skorið í ca. 1 cm þykka bita 4) smá sletta af rauðvíni 5) 1 stk meðalstór chillibelgur 6) 100 gr pecorino romano 7) salt 8) svartur pipar 9) ólífuolía
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna og 2) bætið síðan beikoninu saman við, piprið duglega og látið þetta malla á lágum hita þar til fitan er orðin glær og beikonið orðið pínulítið stökkt. Bætið þá út í smá slettu af rauðvíni og látið sjóða upp. 3) Bætið út á pönnuna einni dós af tómötum 4) Látið þetta malla áfram í u.þ.b. 15 mínútur.
1) 400 gr penne 2) 1 dós af tómötum 3) 200 gr beikon, þykkar sneiðar, skorið í ca. 1 cm þykka bita 4) smá sletta af rauðvíni 5) 1 stk meðalstór chillibelgur 6) 100 gr pecorino romano 7) salt 8) svartur pipar 9) ólífuolía
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna og 2) bætið síðan beikoninu saman við, piprið duglega og látið þetta malla á lágum hita þar til fitan er orðin glær og beikonið orðið pínulítið stökkt. Bætið þá út í smá slettu af rauðvíni og látið sjóða upp. 3) Bætið út á pönnuna einni dós af tómötum 4) Látið þetta malla áfram í u.þ.b. 15 mínútur.
5) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið renna af pastanu, setjið það út í pottinn með beikoninu og tómötunum, bætið 1-2 matskeiðum af pastasoði út í sósuna og hrærið vel saman. 6) Hellið nýrifnum pecorino-ostinum saman við pastað. 7) Hrærið nú öllu vel saman þannig að sósan verði bæði passlega mikil og passlega þykk. Saltið og piprið eftir þörfum. 8) Berið réttinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Venica Collio Merlot DOC 2013
Í héraðinu Friuli – Venezia Giulia, rétt við landamærin við Slóveníu og Austurríki, er að finna vínhúsið Venica & Venica sem er nú ögn þekktara fyrir sín dásamlegu hvítvín en framleiðir einnig virkilega flott rauðvín úr frönsku þrúgunum Merlot og Cabernet Franc.
Venica Collio Merlot DOC 2013 er framleitt að öllu leyti úr frönsku þrúgunni Merlot sem barst til héraðsins Friuli-Venizia Giulia árið 1869 og varð fljótt útbreidd um allt héraðið. Allar aðstæðurnar í Friuli-Venezia Giulia ásamt ákjósanlegu hitastigi henta þessari frönsku þrúgu virkilega vel. Vínið er látið þroskast á slóvenskum eikartunnum í 12 mánuði áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rauðfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af dökkum berjum og miklum ávexti, t.d. spila plómur, kirsuber og brómber stór hlutverk. Hér er um að ræða virkilega mjúkt og ávaxtaríkt vín með góðri sýru og miðlungstannínum. Flott matarvín.
Venica Collio Merlot DOC 2013 er framleitt að öllu leyti úr frönsku þrúgunni Merlot sem barst til héraðsins Friuli-Venizia Giulia árið 1869 og varð fljótt útbreidd um allt héraðið. Allar aðstæðurnar í Friuli-Venezia Giulia ásamt ákjósanlegu hitastigi henta þessari frönsku þrúgu virkilega vel. Vínið er látið þroskast á slóvenskum eikartunnum í 12 mánuði áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rauðfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af dökkum berjum og miklum ávexti, t.d. spila plómur, kirsuber og brómber stór hlutverk. Hér er um að ræða virkilega mjúkt og ávaxtaríkt vín með góðri sýru og miðlungstannínum. Flott matarvín.