MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

VILLA ANTIONORI IGT 2016 - EINFALDLEGA FRÁBÆRT MATARVÍN

10/6/2021

0 Comments

 
Vínhúsið Marchesi Aninori er einn stærsti og virtasti vínframleiðandi Ítalíu í dag en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1385. Á áttunda áratug síðustu aldar spilaði Marchesi Antinori stóran þátt í „Super-Tuscan“byltingunni og kom fram með vín á borð við Tignanello, Solaia og Guado al Tasso. En þessi bylting hófst þegar vínbændur í Toskana hófu að setja á markað afburðarvín, svokölluð Super Tuscans, sem uppfylltu ekki skilyrðin til að teljast DOC/G-vín en mörg þeirra öðluðust aftur á móti viðurkenningu víða um heim. Flokkurinn IGT ,Indicazione Geografica Tipica, leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina, framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Picture
Villa Antinori IGT 2016 fellur í þennan flokk en það er  framleitt úr Sangiovese, Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah og Petit Verdot. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG. Vínið er fyrst látið þroskast 12 mánuði á frönskum, ungverskum og amerískum eikartunnum og síðan látið þroskast í 8 mánuði á flösku áður en það var sett á markað.

Hér er um að ræða frábært matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum, t.d. Pasta alla Norma eða Spaghetti alla puttanesca, smellpassar líka með rauðu kjöti, bæði lamba- og nautakjöti, og jafnvel léttri villibráð.
​
Villa Antinori IGT 2016 fær fjórar og hálfa stjörnu –flaskan af þessu víni kostar kr. 3.399 í vínbúð allra landsmanna.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]