Í hjarta svæðisins Chianti Classico í héraðinu Toskana, nánar tiltekið mitt á milli borganna Flórens og Siena, er að finna vínhúsið Isole e Olena, eitt allra besta og athyglisverðasta vínhús þessa dásamlega héraðs. Vínhúsið varð til í þeirri mynd sem það er í dag þegar De Marchi fjölskyldan keypti tvo vínhús, annars vegar Isole og hins vegar Olena, á sjötta áratug síðustu aldar og sameinaði þau undir nafninu Isole e Olena. En saga þessara tveggja vínhús í sitthvoru lagi nær aftur um hundruði ára. Í dag er vínhúsið rekið af Paolo De Marchi og hans fjölskyldu. Paolo De Marchi hefur að mörgu leyti haldið fast í sérkenni svæðisins með því að leggja mikla alúð í ræktun staðbundnu þrúgunnar Sangiovese en leitar á sama tíma stöðugt leiða til að bæta sín stórkostlegu vín.
Veðurfarslega séð var árið 2013 nokkuð venjulegt ár í Toskana. Vorið var svalt og þó nokkuð blautt. Sumarið hófst með áframhaldandi bleytu, þ.e. allur maí var nokkuð blautur og langt fram eftir júnímánuði. En síðan kom loksins sumarið og júlí, ágúst og september voru einstaklega hlýir og sólríkir mánuðir sem gjörsamlega björguðu uppskerutímabilinu og gera vín frá þessu uppskeruári einstaklega áhugaverð.
Isole e Olena Chianti Classico 2013 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Þetta vín er fyrst látið þroskast á tiltölulega litlum eikartunnum í 12 mánuði og síðan er það látið þroskast áfram í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Þetta kirsuberjarauða vín tekur á móti manni með angan af dökkum ávexti, kirsuber. Rauður ávöxtur í munni, pínulítið kryddað, vottur af steinefnum og þónokkur eik. Mikil og fersk sýra, mjúk tannín. Virkilega flott matarvín. Góður karakter í flottu jafnvægi, flauelsmjúkt með meðallöngu eftirbragði. Þetta er vín sem gerir góðan mat betri og vínið sjálft verður líka betra með góðum mat.
Isole e Olena chianti Classico 2013 fær fjórar stjörnur, jafnvel fjórar og hálfa – ágætis kaup á þessu verði, kr. 3.590.
Hér erum við tala um virkilega flott matarvín sem smellpassar með rauðu kjöti, t.d. lamba- og nautakjöti, ásamt léttari villibráð. Prófið þetta vín endilega með Nautasteik alla Pizzaiola en það er pörun sem steinliggur. Umhellið þessu víni með góðum fyrirvara, leyfið því að opna sig.
Isole e Olena Chianti Classico 2013 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Þetta vín er fyrst látið þroskast á tiltölulega litlum eikartunnum í 12 mánuði og síðan er það látið þroskast áfram í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Þetta kirsuberjarauða vín tekur á móti manni með angan af dökkum ávexti, kirsuber. Rauður ávöxtur í munni, pínulítið kryddað, vottur af steinefnum og þónokkur eik. Mikil og fersk sýra, mjúk tannín. Virkilega flott matarvín. Góður karakter í flottu jafnvægi, flauelsmjúkt með meðallöngu eftirbragði. Þetta er vín sem gerir góðan mat betri og vínið sjálft verður líka betra með góðum mat.
Isole e Olena chianti Classico 2013 fær fjórar stjörnur, jafnvel fjórar og hálfa – ágætis kaup á þessu verði, kr. 3.590.
Hér erum við tala um virkilega flott matarvín sem smellpassar með rauðu kjöti, t.d. lamba- og nautakjöti, ásamt léttari villibráð. Prófið þetta vín endilega með Nautasteik alla Pizzaiola en það er pörun sem steinliggur. Umhellið þessu víni með góðum fyrirvara, leyfið því að opna sig.