Á Sikiley þekur vínviður meira svæði en í nokkru öðru héraði Ítalíu en stór hluti vínberjaframleiðslunnar fer í rúsínuframleiðslu sem nýttar eru til eldamennsku eyjaskeggja. En þrátt fyrir það þá koma mörg góð vín frá Sikiley og hefur vínræktin tekið miklum framförum á undanförnum árum og framboðið aukist mikið af virkilega góðum vínum.
Vínhúsið Donnafugata, sem þýðir á íslensku „kona á flótta“, var stofnað á árinu 1983 af hjónunum Giacomo og Gabriella Rallo en í dag eru það synir þeirra, Jose og Antonio, sem stýra skútunni. Í vínbúð allra landsmanna má nálgast þrjú vín frá þessu virta vínhúsi, annars vegar rauðvínin Donnafugata Sedara og Donnafugata Sherazade og hins vegar Donnafugata Anthilia.
Hvítvínið Donnafugata Anthilia 2017 er framleitt úr sikileysku þrúgunum Ansonica og Cataratto, sem er uppistöðuþrúgan í þessu víni, ásamt smá magni af frönsku þrúgunum Chardonnay og Viognier. Þetta er bjart og ávaxtaríkt hvítvín með töluverðum sítrusávexti. Þetta vín inniheldur endalaust magn af sumri og sól. Frábært eitt og sér á fallegum sumardegi en hentar líka vel með sjávarfangi, t.d. skelfisk, sjávarréttapasta eða jafnvel humri.
Donnafugata Anthilia 2017 fær fjórar stjörnur - FRÁBÆR KAUP á þessu verði en flaskan kostar aðeins kr. 2.390 í vínbúð allra landsmanna.
Hvítvínið Donnafugata Anthilia 2017 er framleitt úr sikileysku þrúgunum Ansonica og Cataratto, sem er uppistöðuþrúgan í þessu víni, ásamt smá magni af frönsku þrúgunum Chardonnay og Viognier. Þetta er bjart og ávaxtaríkt hvítvín með töluverðum sítrusávexti. Þetta vín inniheldur endalaust magn af sumri og sól. Frábært eitt og sér á fallegum sumardegi en hentar líka vel með sjávarfangi, t.d. skelfisk, sjávarréttapasta eða jafnvel humri.
Donnafugata Anthilia 2017 fær fjórar stjörnur - FRÁBÆR KAUP á þessu verði en flaskan kostar aðeins kr. 2.390 í vínbúð allra landsmanna.