Í héraðinu Friuli – Venezia Giulia, rétt við landamærin við Slóveníu og Austurríki, er að finna vínhúsið Venica & Venica sem er nú ögn þekktara fyrir sín dásamlegu hvítvín en framleiðir einnig virkilega flott rauðvín úr frönsku þrúgunum Merlot og Cabernet Franc.
Venica Collio Merlot 2013 er framleitt að öllu leyti úr frönsku þrúgunni Merlot sem barst til héraðsins Friuli-Venizia Giulia árið 1869 og varð fljótt útbreidd um allt héraðið. Allar aðstæðurnar í Friuli-Venezia Giulia ásamt ákjósanlegu hitastigi henta þessari frönsku þrúgu virkilega vel. Vínið er látið þroskast á slóvenskum eikartunnum í 12 mánuði áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rauðfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af dökkum berjum og miklum ávexti, t.d. spila plómur, kirsuber og brómber stór hlutverk. Hér er um að ræða virkilega mjúkt og ávaxtaríkt vín með góðri sýru og miðlungstannínum. Flott matarvín.
Venica Collio Merlot 2013 fær fjórar stjörnur – GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.895.
Þetta flotta matarvín smellpassar með rauðu kjöti, jafnvel villibráð og mörgum klassískum og bragðmiklum pastaréttum á borð við Penne all‘Amatriciana.
Þetta rauðfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af dökkum berjum og miklum ávexti, t.d. spila plómur, kirsuber og brómber stór hlutverk. Hér er um að ræða virkilega mjúkt og ávaxtaríkt vín með góðri sýru og miðlungstannínum. Flott matarvín.
Venica Collio Merlot 2013 fær fjórar stjörnur – GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.895.
Þetta flotta matarvín smellpassar með rauðu kjöti, jafnvel villibráð og mörgum klassískum og bragðmiklum pastaréttum á borð við Penne all‘Amatriciana.