Vínhúsið Arcanum er staðsett í nálægð við borgina Siena í héraðinu Toskana, nánar tiltekið í suð-austur hluta svæðisins Chianti Classico. Vínhúsið er í eigu Jackson-fjölskyldunnar sem á og rekur vínhús víða um heim, þ.á.m. í Bandaríkjunum, Frakklandi, Chile og Ástralíu. Við stjórnvölinn er víngerðarmaðurinn Pierre Seillan, þekktur fyrir sín störf bæði í Krakklandi og Kaliforníu.
Vínhúsið leggur mikla áherslu á að rækta franskar þrúgur og eru þar fyrirferðarmestar þrúgur á borð við Merlot, Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc. Á þessum bæ er áherslan lögð á gæði en ekki magn en vínhúsið framleiðir einungis þrjú vín og endurspeglar hvert þeirra ákveðin karakterseinkenni víngerðarinnar í Arcanum.
Á áttunda áratug síðustu aldar hófst „Super-Tuscan“byltingin þegar vínbændur í Toskana hófu að setja á markað afburðarvín sem uppfylltu ekki skilyrðin til að teljast DOC/G-vín en mörg þeirra öðluðust aftur á móti viðurkenningu víða um heim. Þessi vín falla undir flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Vínið sem hér um ræðir, Il Fauno di Arcanum IGT 2012, fellur í þennan flokk en það er framleitt úr þrúgunum Merlot (48%), Cabernet Franc (27%), Cabernet Sauvignon (22%) og Petit Verdot (3%). Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði í frönskum eikartunnum og síðan látið þroskast áfram á flöskum í töluverðan tíma áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og krydduðum tónum. Mikil fylling, fersk sýra, silkimjúk tannín og virkilega ferskt og flott eftirbragð sem lifir lengi. Dásamlegt vín í fullkomnu jafnvægi sem kemur manni sífellt á óvart. Mjög gott akkúrat núna en gæti jafnvel batnað enn frekar á næstu árum.
Þetta er stórgott matarvín sem hentar virkilega vel með rauðu kjöti, bæði lambakjöti og nautakjöti, dásamlegt jólavín sem hentar fullkomlega með villibráðinni, hvort sem við erum að tala um rjúpu eða hreindýr.
Il Fauno di Arcanum IGT 2012 fær fjorar og hálfa stjörnu – Frábær kaup á þessu verði. Drífið ykkur út í næstu verslun og tryggið ykkur flösku af þessu úrvals rauðvíni á frábæru verði.
Í HNOTSKURN: Frábært matarvín í góðu jafnvægi, mikil fylling og eftirbragði sek lifir lengi.
Á áttunda áratug síðustu aldar hófst „Super-Tuscan“byltingin þegar vínbændur í Toskana hófu að setja á markað afburðarvín sem uppfylltu ekki skilyrðin til að teljast DOC/G-vín en mörg þeirra öðluðust aftur á móti viðurkenningu víða um heim. Þessi vín falla undir flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Vínið sem hér um ræðir, Il Fauno di Arcanum IGT 2012, fellur í þennan flokk en það er framleitt úr þrúgunum Merlot (48%), Cabernet Franc (27%), Cabernet Sauvignon (22%) og Petit Verdot (3%). Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði í frönskum eikartunnum og síðan látið þroskast áfram á flöskum í töluverðan tíma áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og krydduðum tónum. Mikil fylling, fersk sýra, silkimjúk tannín og virkilega ferskt og flott eftirbragð sem lifir lengi. Dásamlegt vín í fullkomnu jafnvægi sem kemur manni sífellt á óvart. Mjög gott akkúrat núna en gæti jafnvel batnað enn frekar á næstu árum.
Þetta er stórgott matarvín sem hentar virkilega vel með rauðu kjöti, bæði lambakjöti og nautakjöti, dásamlegt jólavín sem hentar fullkomlega með villibráðinni, hvort sem við erum að tala um rjúpu eða hreindýr.
Il Fauno di Arcanum IGT 2012 fær fjorar og hálfa stjörnu – Frábær kaup á þessu verði. Drífið ykkur út í næstu verslun og tryggið ykkur flösku af þessu úrvals rauðvíni á frábæru verði.
Í HNOTSKURN: Frábært matarvín í góðu jafnvægi, mikil fylling og eftirbragði sek lifir lengi.