Mörg af stærstu og frægustu vínum Ítalíu eru framleidd úr þrúgunni Nebbiolo. Þetta eru kröftug og tannísk vín sem oft þurfa að þroskast í mörg ár til að ná sínum hæstu hæðum. Þessi þrúga býr yfir miklum gæðum en þarfnast ákveðinna vaxtarskilyrða til að þrífast vel og hingað til hefur ekki tekist að rækta hana víða. Þessi þrúga þarfnast langra og heitra haustmánaða til að ná æskilegum þroska svo útkoman verði virkilega góð.
Bestu vínin úr þessari þrúgu koma frá tiltölulega litlu svæði í héraðinu Piemonte, nánar tiltekið í kringum bæina Barolo og Barbaresco. Vínin frá þorpinu Barolo eru öflugust þeirra, látin þroskast í að minnsta kosti 3 ár og aldrei lægri en 13% að áfengismagni. Bærinn Barbaresco er í næsta nágrenni við Barolo en þaðan koma svipuð vín, ögn mýkri en standa mörg hver jafnfætis vínunum frá nágrannabænum, Barolo. Vínin frá Barbaresco eru látin þroskast í það minnsta 2 ár og áfengismagn þeirra má ekki vera lægra en 12,5%.
Vín sem framleidd eru úr þrúgunni Nebbiolo eru meðal þeirra vína frá Ítalíu sem best þola geymslu og þurfa oft á tíðum mörg ár eða áratugi áður en þau ná hápunkti sínum.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkur vín sem fáanleg eru hér á landi og framleidd eru úr þessari heimakæru þrúgu:
Vín sem framleidd eru úr þrúgunni Nebbiolo eru meðal þeirra vína frá Ítalíu sem best þola geymslu og þurfa oft á tíðum mörg ár eða áratugi áður en þau ná hápunkti sínum.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkur vín sem fáanleg eru hér á landi og framleidd eru úr þessari heimakæru þrúgu: