
Í kringum þorpin Barolo og Barbaresco í Piemonte, einu allra frægasta vínræktarsvæði ítalíu, eru heimkynni þrúgunnar Nebbiolo en úr henni eru framleidd kröftug og tannísk vín sem oft þurfa að þroskast í mörg ár til að ná sínum hæstu hæðum. Vínin frá þorpinu Barolo eru öflugust þeirra, látin þroskast í að minnsta kosti 3 ár og mega aldrei vera lægri en 13% að áfengismagni.
Vínhúsið Massolino hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar, stofnuð af Giovanni Massolino árið 1896. Á undanförnum árum hefur ný kynslóð fjölskyldunnar tæknivætt víngerðina og fært hana hröðum skrefum í átt til nútímans án þess þó að missa sjónar á þeim hornsteinum sem hafa fylgt henni frá stofnun.
Fyrsta Barolo DOCG vínið frá Massolino kom á markað árið 1911 og hefur síðan verið flaggskip víngerðarinnar. Massolino Barolo DOCG 2009 er framleidd einvörðungu úr þrúgunni Nebbiolo. Vínið er fyrst látið þroskast á stórum eikartunnum í að minnsta kosti 30 mánuði áður en það er látið þroskast á flösku í 12 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð ber, laufkrydd, rósir, tjara.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling: 91/100 – Vinous Antonio Galloni: 88/100 – CellarTracker: 90/100 – Wine & Spirits Magazine: 90/100 – Wine Spectator: 95/100.
Massolino Barolo DOCG 2009 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 6.690.
Um að gera að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið þessa góða matarvíns t.d. með rauðu kjöti, villibráð eða meðalþroskuðum ostum, passar líka frábærlega með fersku pasta í bragðmikilli kjötsósu.
Vínhúsið Massolino hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar, stofnuð af Giovanni Massolino árið 1896. Á undanförnum árum hefur ný kynslóð fjölskyldunnar tæknivætt víngerðina og fært hana hröðum skrefum í átt til nútímans án þess þó að missa sjónar á þeim hornsteinum sem hafa fylgt henni frá stofnun.
Fyrsta Barolo DOCG vínið frá Massolino kom á markað árið 1911 og hefur síðan verið flaggskip víngerðarinnar. Massolino Barolo DOCG 2009 er framleidd einvörðungu úr þrúgunni Nebbiolo. Vínið er fyrst látið þroskast á stórum eikartunnum í að minnsta kosti 30 mánuði áður en það er látið þroskast á flösku í 12 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð ber, laufkrydd, rósir, tjara.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling: 91/100 – Vinous Antonio Galloni: 88/100 – CellarTracker: 90/100 – Wine & Spirits Magazine: 90/100 – Wine Spectator: 95/100.
Massolino Barolo DOCG 2009 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 6.690.
Um að gera að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið þessa góða matarvíns t.d. með rauðu kjöti, villibráð eða meðalþroskuðum ostum, passar líka frábærlega með fersku pasta í bragðmikilli kjötsósu.