MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Allt um vínin frá PIEMONTE - þar sem ofuráherslan er lögð á gæði

10/26/2015

1 Comment

 
Piemonte er eitt virtasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg af bestu vínum landsins. Vínræktin í héraðinu Piemonte einkennist af mörgum smáum fjölskyldureknum vínframleiðendum sem leggja ofuráherslu á gæði framleiðslunnar.
Picture
Fjögur af DOCG vínum Piemonte eru gerð úr þrúgunni Nebbiolo, frægustu þrúgu héraðsins, þ.e. Barolo, Barbaresco, Roero og Gattinara. Úr Nebbiolo-þrúgunni eru framleidd kröftug og tannísk vín sem oft þurfa að þroskast í mörg ár til að ná sínum hæstu hæðum. Vínin frá þorpinu Barolo eru öflugust þeirra, látin þroskast í að minnsta kosti 3 ár og eru aldrei lægri en 13% í áfengismagni. Bærinn Barbaresco er í næsta nágrenni við Barolo en þaðan koma svipuð vín, ögn mýkri en standa mörg hver jafnfætis vínunum frá nágrannabænum, Barolo. Vínin frá Barbaresco eru látin þroskast í það minnsta 2 ár og áfengismagn þeirra má ekki vera lægra en 12,5%.

Í kringum bæina Asti og Alba í Piemonte eru framleidd ögn einfaldari vín úr þrúgunum Barbera og Dolcetto. Þekktustu vínin úr Barbera-þrúgunni eru Barbera d’Asti, Barbera del Monferrato og Barbera d’Alba en þekktustu vínin úr þrúgunni Dolcetto eru Dolcetto d’Alba, Dolcetto d’Acqui og Dolcetto d’Ovada. Þetta eru létt og ávaxtarík rauðvín sem ber helst að njóta á meðan þau eru ung og ferskleikinn er í fyrirrúmi.

Þótt rauðvínin séu fyrirferðameiri í héraðinu Piemonte þá má finna þar virkilega góð hvítvín inn á milli, t.d. DOCG-vínin Cortese di Gavi úr þrúgunni Cortese og Roero Arneis sem framleitt er úr þrúgunni Arneis.

Það má þó segja á vissan hátt að allra þekktustu vín héraðsins eru hvorki rauðvín né hvítvín heldur freyðivín framleidd í nágrenni bæjarins Asti. Þetta er annars vegar vínið Moscato d’Asti og hins vegar Asti Spumante, bæði framleidd úr þrúgunni Moscato. Þetta eru sæt og ávaxtarík vín með ferskleikann í fyrirrúmi, oftast drukkin ísköld við hin ýmsu tækifæri þegar á að skála.

Í Piemonte eru framleidd fleiri vín sem falla undir skilgreiningarnar DOC og DOCG en í nokkru öðru héraði Ítalíu og héraðið framleiðir ennfremur 40% af öllum þeim vínum sem falla undir þessar skilgreiningar. Hvernig sem litið er á málið má með sönnu segja að Piemonte er eitt af þremur bestu, frægustu og áhrifamestu vínræktarhéruðum landsins, ásamt héruðunum Toskana og Veneto.

Hér fyrir neðan má sjá umfjallanir Minitalia um nokkur góð vín frá Toskana:
Massolino Barolo
Prunotto Barbaresco
Vajra Barbera d'Alba
Vajra Langhe
1 Comment
Kristjan Guðjónsson
12/22/2015 11:01:53 pm

Glæsileg fràsögn

Reply



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]