Toscana er líklega frægasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg af dýrustu og bestu vínum landsins. Toscana hefur verið í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og hafa mörg helstu framfarasporum ítalskrar vínræktar verið tekin í héraðinu.
Jarðvegurinn í Toscana ásamt ákjósanlegu veðurfari skapar eintakar aðstæður til vínræktar og hafa gegnum aldirnar verið ræktaðar fjölmargar tegundir af þrúgum í héraðinu. Í dag er Sangiovese helsta þrúga héraðsins sem oft er uppistaðan í vínum héraðsins sem oft er blönduð að litlum hluta með þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon, Canaiolo og Ciliegiolo og úr því verða til stórkostleg vín á borð við Brunello di Montalcino, Morellino di Scansano, Carmignano og að sjálfsögðu bæði Chianti og Chianti Classico. Aðrar þrúgur sem ræktaðar eru í Toscana eru Mammolo, Malvasia, Colorino, Raspirosso, Gamay, Grand noir, Barbera, Moscatello, Aleatico og Vernaccia.
Það má segja að Chianti sé mikilvægasta svæðið í Toscana enda nær það yfir stóran hluta héraðsins Prato, Flórens, Pistoia, Siena, Pisa og Arezzo. Í dag koma mörg heimsklassavín frá Chianti, flöskurnar í bastkörfunum eru á undanhaldi og flestir framleiðendur nota hefðbundnar flöskur í ætt við þær sem notaðar eru í Bordeaux í Frakklandi. Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 70% af þrúgunni Sangiovese á móti öðrum þrúgum, þó er þeim skylt að nota 80% Sangiovese í Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot. Vínin frá Chianti skiptast í mörg þónokkur undirsvæði, þar má helst nefna Chianti Classico en önnur svæði eru Colli Fiorentini, Colli Aretini, Rufina,Colline Pisani, Montalbano og Montespertoli. Þó Chianti-svæðið sé bæði þekktasta og mikilvægasta vínræktarsvæði Toscana þá eru framleidd háklassavín frá öðrum svæðum héraðsins, t.d. Montalcino, Montepulciano og Bolgheri.
Það má segja að Chianti sé mikilvægasta svæðið í Toscana enda nær það yfir stóran hluta héraðsins Prato, Flórens, Pistoia, Siena, Pisa og Arezzo. Í dag koma mörg heimsklassavín frá Chianti, flöskurnar í bastkörfunum eru á undanhaldi og flestir framleiðendur nota hefðbundnar flöskur í ætt við þær sem notaðar eru í Bordeaux í Frakklandi. Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 70% af þrúgunni Sangiovese á móti öðrum þrúgum, þó er þeim skylt að nota 80% Sangiovese í Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot. Vínin frá Chianti skiptast í mörg þónokkur undirsvæði, þar má helst nefna Chianti Classico en önnur svæði eru Colli Fiorentini, Colli Aretini, Rufina,Colline Pisani, Montalbano og Montespertoli. Þó Chianti-svæðið sé bæði þekktasta og mikilvægasta vínræktarsvæði Toscana þá eru framleidd háklassavín frá öðrum svæðum héraðsins, t.d. Montalcino, Montepulciano og Bolgheri.
Í Montalcino, í nágrenni Siena, eru framleidd heimsklassavín úr afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku. Rosso di Montalcino er afbrigði af Brunello di Montalcino og oft kallað “litli bróðir Brunello” en það þarf ekki að þroskast eins lengi og þar af leiðandi mögulegt að koma með vínið fyrr á markað.
Í nágrenni bæjarins Montepulciano eru framleidd góð vín, Vino Nobile di Montepulciano, úr enn einu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem ber nafnið Prugnolo Gentile. Framleiðendur eru skyldugir til þess að hafa að minnsta kosti 60-80% af Sangiovese á móti þrúgum á borð við Canaiolo og Mammolo. Þessi vín eru tilbúin mun fyrr en Brunello di Montalcino en ná aldrei þeim hæðum og þeim glæsileika sem einkennir Brunello di Montalcino. Þessi vín eiga sér líkt og Brunello di Montalcino lítinn bróðir sem kallast Rosso di Montalcino.
Á undanförnum áratugum hafa framleiðendur í Toscana, bæði í Chianti og Bolgheri, verið að þróa sig áfram með vín sem innihalda eingöngu þrúguna Sangiovese, blöndu af Sangiovese við Cabernet Sauvignon og Merlot í ákveðnum hlutföllum eða eingöngu framleidd úr t.d. Cabernet Sauvignon. Í upphafi féllu þessi vín ekki inn í ítalska vínflokkunarkerfið og voru þar af leiðandi skilgreind sem vino di tavola en fljótt var farið að kalla þessi vín Super Toscano. Síðar var flokkunarkerfinu breytt og búinn til nýr flokkur sem fékk skammstöfunina IGT, Indicazione Geografica Tipica. Á síðustu árum hefur verið slakað á ýmsum reglum í þessum efnum og uppfylla í dag þónokkur Super Toscano-vín t.d. skilyrði þess að vera flokkuð sem Chianti Classico. Í dag eru mörg af bestu vínu Ítalíu sem falla undir þennan flokk og má þar nefna t.d. vínin Sassicaia og Solaia frá Bolgheri og frá Chianti koma vínin Tignanello, Cepparello og Casalferro.
Hér fyrir neðan má sjá umfjallanir Minitalia um nokkur góð vín frá Toskana:
Í nágrenni bæjarins Montepulciano eru framleidd góð vín, Vino Nobile di Montepulciano, úr enn einu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem ber nafnið Prugnolo Gentile. Framleiðendur eru skyldugir til þess að hafa að minnsta kosti 60-80% af Sangiovese á móti þrúgum á borð við Canaiolo og Mammolo. Þessi vín eru tilbúin mun fyrr en Brunello di Montalcino en ná aldrei þeim hæðum og þeim glæsileika sem einkennir Brunello di Montalcino. Þessi vín eiga sér líkt og Brunello di Montalcino lítinn bróðir sem kallast Rosso di Montalcino.
Á undanförnum áratugum hafa framleiðendur í Toscana, bæði í Chianti og Bolgheri, verið að þróa sig áfram með vín sem innihalda eingöngu þrúguna Sangiovese, blöndu af Sangiovese við Cabernet Sauvignon og Merlot í ákveðnum hlutföllum eða eingöngu framleidd úr t.d. Cabernet Sauvignon. Í upphafi féllu þessi vín ekki inn í ítalska vínflokkunarkerfið og voru þar af leiðandi skilgreind sem vino di tavola en fljótt var farið að kalla þessi vín Super Toscano. Síðar var flokkunarkerfinu breytt og búinn til nýr flokkur sem fékk skammstöfunina IGT, Indicazione Geografica Tipica. Á síðustu árum hefur verið slakað á ýmsum reglum í þessum efnum og uppfylla í dag þónokkur Super Toscano-vín t.d. skilyrði þess að vera flokkuð sem Chianti Classico. Í dag eru mörg af bestu vínu Ítalíu sem falla undir þennan flokk og má þar nefna t.d. vínin Sassicaia og Solaia frá Bolgheri og frá Chianti koma vínin Tignanello, Cepparello og Casalferro.
Hér fyrir neðan má sjá umfjallanir Minitalia um nokkur góð vín frá Toskana: