
Vínhúsið Il Poggione er staðsett í Sant Angelo in Colle í Montalcino í Toskana. Þetta vínhús hefur verið rekið af Franceschi fjölskyldunni allt frá lok átjándu aldar en í dag er það fimmta kynslóð fjölskyldunnar sem sér um reksturinn. Il Poggione er ekki einungis einn virtasti framleiðandi vína sem kennd eru við Brunello di Montalcino heldur er það eitt fyrsta vínhúsið sem hóf framleiðslu á þessum tiltölulega unga vínstíl sem varð til um miðja síðustu öld.
Í Montalcino, í nágrenni Siena, eru framleidd heimsklassavín úr þessu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og ennfremur að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku. Rosso di Montalcino er afbrigði af Brunello di Montalcino, oft kallað "litli bróðir Brunello" en það þarf ekki að þroskast eins lengi og þar af leiðandi mögulegt að koma með það fyrr á markað.
Hér er um að ræða vín sem flokkast sem "litli bróðir Brunello" frá vínhúsinu Il Poggione sem heitir Il Poggione Rosso di Montalcino DOC 2011 og er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Brunello sem er afbrigði þrúgunnar Sangiovese. Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði á frönskum eikartunnum og síðan látið þroskast í ákveðinn tíma á flösku áður en það er sett á markað.
Lýsing: Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð kirsuber, skógarbotn, barkarkrydd, tunna.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Vinous Antonio Gallloni: 91/100 - Wine & Spirits Magazine: 87/100 - Wine Spectator: 90/100 - CellarTracker: 88/100 - Jancis Robinson: 16,5/20 - James Suckling: 85/100
Il Poggione Rosso di Montalcino 2011 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.350.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með pastaréttum með kjötsósu, rauðu kjöti, léttri villibráð eða meðal þroskuðum ostum.
Í Montalcino, í nágrenni Siena, eru framleidd heimsklassavín úr þessu afbrigði Sangiovese þrúgunnar sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og ennfremur að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku. Rosso di Montalcino er afbrigði af Brunello di Montalcino, oft kallað "litli bróðir Brunello" en það þarf ekki að þroskast eins lengi og þar af leiðandi mögulegt að koma með það fyrr á markað.
Hér er um að ræða vín sem flokkast sem "litli bróðir Brunello" frá vínhúsinu Il Poggione sem heitir Il Poggione Rosso di Montalcino DOC 2011 og er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Brunello sem er afbrigði þrúgunnar Sangiovese. Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði á frönskum eikartunnum og síðan látið þroskast í ákveðinn tíma á flösku áður en það er sett á markað.
Lýsing: Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð kirsuber, skógarbotn, barkarkrydd, tunna.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Vinous Antonio Gallloni: 91/100 - Wine & Spirits Magazine: 87/100 - Wine Spectator: 90/100 - CellarTracker: 88/100 - Jancis Robinson: 16,5/20 - James Suckling: 85/100
Il Poggione Rosso di Montalcino 2011 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.350.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með pastaréttum með kjötsósu, rauðu kjöti, léttri villibráð eða meðal þroskuðum ostum.