Vínhúsið Poggio al Casone er staðsett í nágrenni við borgina Pisa í héraðinu Toskana. Vínhúsið er eigu Castellani-fjölskyldunnar sem á nokkur vínhús í Toskana, t.d. á svæðunum Chianti, Chianti Classico og Maremma.
Þetta lífræna vín sem hér um ræðir heitir Poggio al Casone Chianti Superiore DOCG 2011 sem framleitt er úr þrúgunum Sangiovese (90%) og Canaiolo (10%). Vínið er fyrst látið þroskast í að minnsta kosti 12 mánuði á eikartunnum síðan látið þroskast í ákveðinn tíma á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með áköfum og nokkuð einkennandi angan af rauðum ávexti. Þetta er ávaxtaríkt vín. Plómur, hindber, kirsuber. Vín í flottu jafnvægi, með ferskri sýru og eikin skín skemmtilega í gegn.
Poggio al Casone Chianti Superiore DOCG 2011 fær fjórar stjörnur – FRÁBÆR KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Virkilega flott matarvín sem hentar vel með bragðmiklum pastaréttum, sérstaklega þar sem tómatar eru uppistaðan í sósunni. Virkar líka alveg með rauðu kjöti og meðalþroskuðum ostum.
Í HNOTSKURN: Virkilega flott matarvín í góðu jafnvægi, fersk sýra og mikill ávöxtur.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með áköfum og nokkuð einkennandi angan af rauðum ávexti. Þetta er ávaxtaríkt vín. Plómur, hindber, kirsuber. Vín í flottu jafnvægi, með ferskri sýru og eikin skín skemmtilega í gegn.
Poggio al Casone Chianti Superiore DOCG 2011 fær fjórar stjörnur – FRÁBÆR KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Virkilega flott matarvín sem hentar vel með bragðmiklum pastaréttum, sérstaklega þar sem tómatar eru uppistaðan í sósunni. Virkar líka alveg með rauðu kjöti og meðalþroskuðum ostum.
Í HNOTSKURN: Virkilega flott matarvín í góðu jafnvægi, fersk sýra og mikill ávöxtur.