Sangiovese er ein þekktasta þrúga Ítalíu, nafnið er komið úr latínu og þýðir “Blóð Júpíters”. Þrúgan er mikið ræktuð Mið- og Norður-Ítalíu, þekktustu svæðin eru Chianti og Montalcino í héraðinu Toskana. Sangiovese gefur af sér fersk og ávaxtarík vín, örlítið krydduð með mjúkum tannínum og góðu jafnvægi.
Það eru til ýmis afbrigði af þrúgunni Sangiovese sem ganga undir mismunandi nöfnum eftir staðsetningu þeirra í héraðinu Toskana, t.d. kallast hún Brunello í kringum Montalcino, Prugnolo Gegntile í kringum Montepulciano og Morellino á svæðinu Maremma. Ennfremur er þrúgan Sangiovese töluvert ræktuð í héruðunum Úmbríu og Emilia-Romagna og einnig á frönsku eyjunni Korsíku en þar gengur hún undir nafninu Nielluccio Mörg af frægustu vínum Ítalíu eru framleidd úr þrúgunni Sangiovese og má þar nefna vín á borð við Brunello di Montalcino, Chianti Classico og Vino Nobile di Montepulciano.
Í gegnum tíðina hefur Sangiovese oft verið blönduð öðrum þrúgum til þess að gefa henni ögn meiri mýkt, t.d. þrúgunum Canaiolo og Colorino. Með tilkomu flokksins IGT (indicazione geografica tipica) í ítalska vínflokkunarkerfið jókst frelsið í ítalskri víngerð og hefur það færst í vöxt að blanda Sangiovese við alþjóðlegar þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah með mjög góðum árangri, t.d.vín á borð við Tignanello, Solaia, Cepparello og Casalferro.r
Hér fyrir neðan gefur að líta þrjú vín sem framleidd eru úr Sangiovese, einni þekktustu þrúgu Ítalíu.
Í gegnum tíðina hefur Sangiovese oft verið blönduð öðrum þrúgum til þess að gefa henni ögn meiri mýkt, t.d. þrúgunum Canaiolo og Colorino. Með tilkomu flokksins IGT (indicazione geografica tipica) í ítalska vínflokkunarkerfið jókst frelsið í ítalskri víngerð og hefur það færst í vöxt að blanda Sangiovese við alþjóðlegar þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah með mjög góðum árangri, t.d.vín á borð við Tignanello, Solaia, Cepparello og Casalferro.r
Hér fyrir neðan gefur að líta þrjú vín sem framleidd eru úr Sangiovese, einni þekktustu þrúgu Ítalíu.