Vínið sem hér um ræðir, Santa Cristina Toscana IGT, kom fyrst á markað árið 1946. Í upphafi var þetta vín skilgreint sem Chianti Classico en frá árinu 1987 var það fyrst skilgreint sem Vino da Tavola en síðan sem IGT en sá flokkur kom til sögunnar árið 1992 í þeim tilgangi að auka frelsi í ítalskri víngerð. Flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
2013 árgangurinn af Santa Cristina Toscana IGT er framleiddur mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það færað þroskast í 6 mánuði.
Þetta vín er fallega rúbínrautt að lit og örlar jafnvel á fjólubláum tónum. Mikill ilmur af sólberjum, kirsuberjum, eik, kaffi, jafnvel lyng. Í munni er vínið ávaxtaríkt, mikið af kirsuberjum, hindberjum og sólberjum ásamt örlítilli bitru í eftirbragði. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum og ágætis fyllingu.
Santa Cristina Toscana IGT 2013 fær þrjár og hálfa stjörnu - VIRKILEGA GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Hér er um að ræða virkilega gott matarvín sem hentar t.d. vel með bragðmiklum pastaréttum á borð við Spaghetti all'amatriciana, Spaghetti alla puttanesca og gæti líka smellpassað með Kjúklingi veiðimannsins.
Þetta vín er fallega rúbínrautt að lit og örlar jafnvel á fjólubláum tónum. Mikill ilmur af sólberjum, kirsuberjum, eik, kaffi, jafnvel lyng. Í munni er vínið ávaxtaríkt, mikið af kirsuberjum, hindberjum og sólberjum ásamt örlítilli bitru í eftirbragði. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum og ágætis fyllingu.
Santa Cristina Toscana IGT 2013 fær þrjár og hálfa stjörnu - VIRKILEGA GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
Hér er um að ræða virkilega gott matarvín sem hentar t.d. vel með bragðmiklum pastaréttum á borð við Spaghetti all'amatriciana, Spaghetti alla puttanesca og gæti líka smellpassað með Kjúklingi veiðimannsins.