Piemonte er eitt virtasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg af bestu vínum Ítalíu. Innan héraðsins Piemonte, nánar tiltekið í hlíðunum umhverfis borgina Asti, má finna svæði sem kallast Langhe en þar má finna mörg af bestu vínum héraðsins, t.d. Barolo og Barbaresco. Vínræktin á þessu svæði einkennist af mörgum smáum fjölskyldureknum vínframleiðendum sem leggja ofuráherslu á gæði framleiðslunnar.
Rauðvínið Prunotto Barbaresco DOCG 2010 er framleitt 100% úr þrúgunni Nebbiolo, frægustu þrúgu héraðsins Piemonte. Þrúgurnar eru týndar um miðjan september, gerjun vínsins stendur yfir í u.þ.b. 15 daga en síðan er vínið látið þroskast á eikartunnum í 12 mánuði áður en það er látið þroskast á flöskum í 10 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þurrkandi tannín. Rauð ber, lakkrís, jörð, barkarkrydd.
Einkunnir ýmissa fagaðila: Vinous Antonio Galloni: 90/100 – CellarTracker: 85/100 – Jancis Robinson: 16,5/20 – Wine & Spirits Magazine: 91/100 – Wine Spectator: 89/100 – Vinotek: 4,5 stjörnur.
Prunotto Barbaresco DOCG 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 4.998.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að leyfa víninu að opna sig. Passar vel með rauðu kjöti, villibráð og þroskuðum ostum.
Rauðvínið Prunotto Barbaresco DOCG 2010 er framleitt 100% úr þrúgunni Nebbiolo, frægustu þrúgu héraðsins Piemonte. Þrúgurnar eru týndar um miðjan september, gerjun vínsins stendur yfir í u.þ.b. 15 daga en síðan er vínið látið þroskast á eikartunnum í 12 mánuði áður en það er látið þroskast á flöskum í 10 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þurrkandi tannín. Rauð ber, lakkrís, jörð, barkarkrydd.
Einkunnir ýmissa fagaðila: Vinous Antonio Galloni: 90/100 – CellarTracker: 85/100 – Jancis Robinson: 16,5/20 – Wine & Spirits Magazine: 91/100 – Wine Spectator: 89/100 – Vinotek: 4,5 stjörnur.
Prunotto Barbaresco DOCG 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 4.998.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að leyfa víninu að opna sig. Passar vel með rauðu kjöti, villibráð og þroskuðum ostum.