Í hjarta bæjarins Soave, í héraðinu Veneto, er að finna vínhúsið Pieropan sem á sér glæsta sögu sem nær allt aftur til 1880. Í dag framleiðir þetta virta vínhús nokkur af allra bestu hvítvínum Ítalíu, t.d. Pieropan La Rocca Soave Classico, Pieropan Calvarino Soave Classico og vínið sem hér er til umfjöllunar sem heitir einfaldlega Pieropan Soave Classico.
Vínið sem hér um ræðir heitir Pieropan Soave Classico 2013 og er framleitt úr þrúgunum Garganega (85%) og Trebbiano di Soave (15%). Þetta sítrónugula hvít hefur ferskan angan af sítrusávexti, greipaldin ásamt keim af blómaangan. Í munni má finna græn epli og sítrónur ásamt möndlum og hnetum. Hér er um að ræða glæsilegt vín í góðu jafnvægi, ferskt með góðri skerpu.
EINKUNNIR ÝMISSA FAGAÐILA: Wine Spectator: 90/100 – CellarTracker: 88/100 – Falstaff Magazine: 91/100 – Wine Enthusiast: 91/100
MINITALIA gefur Pieropan Soave Classico 2013 fjórar og hálfa stjörnu – STÓRGÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.830.
Í HNOTSKURN: Glæsilegt vín í góðu jafnvægi, ferskt með góðri skerpu.
EINKUNNIR ÝMISSA FAGAÐILA: Wine Spectator: 90/100 – CellarTracker: 88/100 – Falstaff Magazine: 91/100 – Wine Enthusiast: 91/100
MINITALIA gefur Pieropan Soave Classico 2013 fjórar og hálfa stjörnu – STÓRGÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.830.
Í HNOTSKURN: Glæsilegt vín í góðu jafnvægi, ferskt með góðri skerpu.