Kokteillinn Negroni Sbagliato, eða "Vitlaus Negroni", var fundinn upp af Mirko Stocchetto, barþjóni á barnum Bar Basso í Mílanó í kringum 1960. Þetta er afsprengi hins heimsfræga kokteils Negroni en sagan segir að þessi útgáfa hafi orðið til þegar Mirko Stocchettohafi gert þau mistök að setja freyðivín í stað gins við gerð hins hefðbundna Negroni sem allir þekkja. Þetta er svo sannarlega gott dæmi um hvað mistök geta haft góða hluti í för með sér.
Hráefni
1) 3 cl. freyðivín, t.d. Prosecco Brut 2) 3 cl. Campari 3) 3 cl. Martini Rosso 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Blandið saman Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka 2) Bætið við freyðivíninu og hrærið varlega saman. 3) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.
1) 3 cl. freyðivín, t.d. Prosecco Brut 2) 3 cl. Campari 3) 3 cl. Martini Rosso 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Blandið saman Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka 2) Bætið við freyðivíninu og hrærið varlega saman. 3) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.