Kokteillinn Negroni á að hafa verið fundinn upp á kaffihúsinu Caffé Casoni í Flórens árið 1919. Maður að nafni Camillo Negroni var orðinn pínulítið þreyttur á kokteilnum Americano og bað barþjóninn Fosco Scarselli að styrkj‘ann hressilega með því að bæta við gini í stað sódavatnsins. Orðspor þessarar útgáfu af kokteilnum Americano fór eins og eldur um sinu og í dag er þetta einn af frægustu kokteilum veraldar.
Hráefni
1) 3 cl. Gin 2) 3 cl. Campari 3) 3 cl. Martini Rosso 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Blandið saman Gini, Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka og hrærið þessu öllu varlega saman. 2) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.
1) 3 cl. Gin 2) 3 cl. Campari 3) 3 cl. Martini Rosso 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Blandið saman Gini, Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka og hrærið þessu öllu varlega saman. 2) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.