Hér fyrir neðan hefur MINITALIA tekið saman lista yfir flott góð kaup í ítölskum hvítvínum sem kosta á bilinu kr. 2.000-2.500, allt flott vín með tilliti til verðs og gæða.
1. Ciro Librandi 2013 kr. 2.150
Þetta flotta hvítvín kemur frá héraðinu Calabria sem staðsett er syðst á Ítalíu og er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Greco sem mikið er ræktuð í Campagnia en þar gengur hún undir nafninu Greco di Tufo. Stórgott vín á flottu verði.
2. Banfi Principessa Gavia 2013 kr. 2.269
Vínhúsið Castello Banfi sem upphaflega er frá Montalcino í Toskana hefur verið áberandi hér á landi síðustu misserin. Castello Banfi keypti árið 1970 vínhúsið Bruzzone í Piemonte og þaðan kemur m.a. vínið Banfi Principessa Gavia. Þetta ferska og skemmtilega vín er að öllu leyti framleitt úr staðbundnu þrúgunni Cortese. Það eru góð kaup í þessu víni.
3. Donna Fugata Anthilia 2013 kr. 2.370
Hvítvínið Donnafugata Anthilia 2012 er framleitt úr sikileysku þrúgunum Ansonica og Cataratto, sem eru uppistöðuþrúgurnar í þessu víni, ásamt smá magni af frönsku þrúgunum Chardonnay og Viognier. Frábært vín sem einstaklega auðvelt er að mæla með á þessu verði.
4. Santa Tresa Fiano 2013 kr. 2.495
Nýlega kom á markað lífræna vín frá vínhúsinu Santa Tresa á Sikiley. Þetta er flott vín sem framleitt er 100% úr þrúgunni Fiano. Ekki skemmir fyrir að það er lífrænt alla leið. Góð kaup á þessu verði.
5. Tommasi Pinot Grigio Le Rosse 2013 kr. 2.499
Hér erum við með virkilega flott hvítvín sem er 100% framleitt úr þrúgunni Pinot Grigio. Þetta vín kemur frá ítalska héraðinu Veneto, nánar tiltekið frá svæði sem kallast Valpolicella Classico. Glæsilegt vín með tilliti til verðs og gæða.
Þetta flotta hvítvín kemur frá héraðinu Calabria sem staðsett er syðst á Ítalíu og er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Greco sem mikið er ræktuð í Campagnia en þar gengur hún undir nafninu Greco di Tufo. Stórgott vín á flottu verði.
2. Banfi Principessa Gavia 2013 kr. 2.269
Vínhúsið Castello Banfi sem upphaflega er frá Montalcino í Toskana hefur verið áberandi hér á landi síðustu misserin. Castello Banfi keypti árið 1970 vínhúsið Bruzzone í Piemonte og þaðan kemur m.a. vínið Banfi Principessa Gavia. Þetta ferska og skemmtilega vín er að öllu leyti framleitt úr staðbundnu þrúgunni Cortese. Það eru góð kaup í þessu víni.
3. Donna Fugata Anthilia 2013 kr. 2.370
Hvítvínið Donnafugata Anthilia 2012 er framleitt úr sikileysku þrúgunum Ansonica og Cataratto, sem eru uppistöðuþrúgurnar í þessu víni, ásamt smá magni af frönsku þrúgunum Chardonnay og Viognier. Frábært vín sem einstaklega auðvelt er að mæla með á þessu verði.
4. Santa Tresa Fiano 2013 kr. 2.495
Nýlega kom á markað lífræna vín frá vínhúsinu Santa Tresa á Sikiley. Þetta er flott vín sem framleitt er 100% úr þrúgunni Fiano. Ekki skemmir fyrir að það er lífrænt alla leið. Góð kaup á þessu verði.
5. Tommasi Pinot Grigio Le Rosse 2013 kr. 2.499
Hér erum við með virkilega flott hvítvín sem er 100% framleitt úr þrúgunni Pinot Grigio. Þetta vín kemur frá ítalska héraðinu Veneto, nánar tiltekið frá svæði sem kallast Valpolicella Classico. Glæsilegt vín með tilliti til verðs og gæða.